Morgunblaðið - 08.05.2015, Page 10

Morgunblaðið - 08.05.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 Flott í ferðalagið König spjaldtölvufesting USB hleðslutækiGenius HS-970BT Bluetooth heyrnartól Sweex gæðatöskur fyrir spjaldtölvur Hægt að festa aftan á höfuðpúða eða með sogskál á rúðu Styður m.a. snjallsíma og spjaldtölvur Þráðlaust yfir í snjalltæki með Bluetooth eða með snúru Þrjár stærðir: 7, 8 og 10 tommu Virkar einnig sem standur Verð 3.990 kr. Verð 2.190 kr.Verð 9.990 kr. Verð frá 1.490 kr. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það var haldin lýðræðislegkosning milli nemenda umhvaða verk fengi aðskreyta vegginn hér fram- an við Sómalíu. Ég sendi inn skissu og er auðvitað ánægður með að hafa unnið, en tíu nemendur sendu inn til- lögur. Við vorum tvö sem fengum flest atkvæði, baráttan stóð því á milli mín og einnar stelpu, myndin hennar fékk um 350 atkvæði en mín fékk 380, svo það var mjótt á mun- um,“ segir Aron Bjarklind, 17 ára nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, sem hefur nýlokið við að klára myndverk á umræddum stórum vegg framan við Sómalíu sem er sjoppa skólans þar sem nem- endur geta keypt sér ýmislegt slik- kerí, mat og bakkelsi. Kókómjólkin og Langi Jón Aron segir myndina spegla lífið í skólanum og það sem fæst í Sómal- íu. „Hér í Sómalíu fæst kókómjólk og hún er mjög vinsæll drykkur meðal nemenda, og sama má segja um kleinuhringslengjuna Langa Jón. Það er ástæðan fyrir því að ég hafði þetta tvennt með á myndinni. Textinn „I’m in love with the koko“, er tilvísun í grín sem Björn Bragi kom með á sínum tíma, en kókó- mjólkurkötturinn Klói var í því myndbandi.“ Fyrir miðju á verkinu er mynd af Lárusi H. Bjarnasyni, rektor skól- ans, og er hann með geislabaug. Ar- on brosir og segir að Lárus hafi ver- ið mjög sáttur með þessa mynd af sér. Annar maður dekkri yfirlitum Myndlist er helsta ástríða mín í lífinu Aron Bjarklind, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hefur verið að teikna frá því hann man eftir sér og ætlar að halda því áfram. Hann hefur selt þó nokkuð af myndum og stefnir á nám í myndlist. Fyrirmynd hans í listsköpun er bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Stanley Kubrick. Listamaður Aron fyrir framan eitt af mörgum listaverkum sínum. Morgunblaðið/Eggert Sómalíuveggurinn Hér má sjá verkið í heild sinni og hversu stórt það er. Á bókasafni Seltjarnarness verður boðið upp á ritlistarnámskeið í næsta mánuði fyrir börn fædd 2006-2001 eða 9-14 ára. Umsjón námskeiðsins verður í höndum Gerðar Kristnýjar rithöfundar og verður það dagana 11.- 19. júní. Í tilkynningu segir að allir geti skrifað sögur og ljóð og haft gaman af því líka. Um árabil hefur Gerður Kristný rithöfundur kennt börnum í ýmsum skólum og bæjar- félögum hvernig komast má á skálda- bragðið í stuttum og hnitmiðuðum námskeiðum. Á örskotsstundu er ímyndunaraflið virkjað og þátttak- endur leiddir inn í heim skáldskap- arins. Í tilefni þess að árið 2015 er þess minnst að 100 ár eru liðin frá því konur hlutu kosningarétt er við- fangsefni námskeiðsins frelsi. Frelsi til að hugsa og frelsi til að tjá sig eru forsendur þess að geta leyft sköp- unarkraftinum að blómstra. Skráning fer fram á heimasíðunni seltjarnar- nes.is undir „Mínar síður“. Vefsíðan www.seltjarnarnes.is Morgunblaðið/Golli Skáld Gerður Kristný ætlar að koma krökkunum á skáldabragðið í sumar. Ritlistarnámskeið fyrir krakka Vorin eru tími söngsins, þegar ótal kórar um land allt halda tónleika til að leyfa fólki að njóta afraksturs vetrarstarfsins. Í Karlakór Hreppa- manna eru söngglaðir karlar sem ætla að blása til söngskemmtunar og dansleiks í kvöld kl. 21 í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum. Þar verður léttleikinn og gleðin allsráðandi og sérstakir gestir eru Lögreglukór Reykjavíkur og feðgarnir Labbi í Glóru og Bassi „kærasti“, en þeir tveir munu halda uppi fjörinu fram eftir nóttu á dansiballinu. Hægt er að koma eingöngu á söngskemmtun fyr- ir þá sem ekki nenna að dansa, og einnig getur fólk komið eingöngu á ballið. Frítt fyrir 67 ára og eldri. Endilega … … njótið söngs og dansið Morgunblaðið/Skapti Hallgríms Stuð Labbi í Glóru á fullu á sviðinu. Þær eru margar sögurnar sem til eru af ömmum og nú ætlar Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt í stjórnmála- fræði að segja frá ömmu sinni í dag kl. 12 í hádegisfyrirlestri í stofu 132 í Öskju við Sturlugötu í Reykjavík. Silja Bára segir frá móðurömmu sinni, Sigurbjörgu Helgadóttur, Boggu, húsmóður í Ólafsfirði. Hún fæddist í Ólafsfirði árið 1919 og var næstelst tólf systkina og er henni lýst sem víð- sýnni, ákveðinni og fróðleiksfúsri. Hún aflaði sér fjár til að ganga í kvennaskóla á Laugalandi í Eyjafirði og síðar réði hún sér kennara til að læra erlend tungumál. Bogga starfaði síðan um skeið á Akureyri en flutti aftur til Ólafsfjarðar þar sem hún gekk að eiga Brynjólf Sveinsson og eignaðist með honum fjögur börn. Árið 1964 fékk Bogga heilablóðfall og lamaðist hægra megin á líkamanum. Hún bjó við þá fötlun og mikla skerð- ingu lífsgæða það sem eftir var æv- innar, þótt hún gæti í augum barna- barnanna allt nema gengið niður stiga. Silja Bára ætlar að skoða lífs- sögu Boggu í ljósi þessarar reynslu. Fyrirlestraröð RIKK: Margar myndir ömmu Silja Bára segir frá ömmu sem gat allt nema gengið niður stiga Morgunblaðið/Frikki Silja Bára Ómarsdóttir Hún ætlar að segja frá Boggu, föðurömmu sinni. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.