Morgunblaðið - 08.05.2015, Page 11

Morgunblaðið - 08.05.2015, Page 11
Morgunblaðið/Eggert Aron Hann er stoltur af myndinni sinni við Sómalíu þar sem meðal annars má sjá rektor skólans með geislabaug. er á hægri væng myndverksins, bandaríski tónlistarmaðurinn DJ Khaled, og fyrir neðan hann er textabrot sem er tilvísun í texta úr tónlistarmyndbandi hans. „DJ Khaled er einna frægastur fyrir að gera mislukkaða hluti og það hefur verið gert þó nokkurt grín að honum. Allir í MH vita hver hann er,“ segir Aron og hlær. Neðst til hægri á myndinni eru nöfn nokkurra hljómsveita, Pink Floyd, The Doors, Led Zeppelin og fleiri, og segir Aron að sumar þeirra séu í uppáhaldi hjá sér en aðrar ekki, en þetta vísi í þá staðreynd að í Sómalíu sé ávallt spil- uð tónlist, sá sem afgreiðir þar hverju sinni geti komið með spilalist- ann sinn og látið tónlistina hljóma. Stærstan hluta myndflatarins þekur nafn Sómalíu, en Aron teikn- aði sjálfur letrið og lætur hann staf- ina renna saman og verður það til þess að við fyrstu sýn er ekki svo auðvelt að sjá hvað stendur. „Mér finnst að list eigi að vera þannig að fólk þurfi að staldra aðeins við og jafnvel rýna í myndina.“ Málað verður yfir myndina Aron hefur verið í fjórar vikur að vinna verkið, með námi og öðru, en honum finnst þeim tíma ekki hafa verið vel varið í ljósi nýlegra tíðinda. „Því miður fær myndin ekki að lifa lengi, því komið hefur í ljós að það verður málað yfir hana fljótlega. Ástæðan er sú að skólastjórnin er ekki sátt við hana, þeim finnst af ein- hverjum ástæðum að myndin bjóði fólk ekki velkomið í Sómalíu, að hún sé ekki nógu heilsteypt, að þetta sé ekki list heldur gjörningur og fleira í þeim dúr. Mér og mörgum öðrum finnst þetta vanvirðing við þá lýð- ræðislegu kosningu sem nemendur efndu til í vali um mynd á vegginn. Við héldum að lýðurinn fengi að ráða þessu, en svo virðist ekki vera. En ég fæ að koma með nýja skissu að nýrri mynd og þá kemur í ljós hvort stjórnin leggur blessun sína yfir hana, ef ekki þá verður einhver ann- ar en ég fenginn til að mála nýja mynd í upphafi nýs skólaárs í haust.“ Listsköpunin er gjörningur Aron var á myndlistarbraut í Borgarholtsskóla og segir að námið þar hafi verið frábært en félagslífið ekki eins og hann vænti. „Þess vegna skipti ég yfir í MH og kann mjög vel við mig hér, þó það sé reyndar ekki myndlistarbraut, en ég er á opinni braut og get verið í myndlistaráföngum. Ég stefni á að útskrifast sem stúdent frá Mynd- listaskóla Reykjavíkur,“ segir Aron og bætir við að ekki sé ólíklegt að hann fari í Listaháskólann hér heima eða í skóla í útlandinu. „Hvað sem ég geri, þá veit ég að ég mun alltaf teikna og mála. Þetta er í blóðinu. Það er mikið um lista- fólk í föðurættinni minni og ég hef verið að teikna síðan ég man eftir mér. Þetta er helsta ástríða mín í líf- inu,“ segir Aron sem hefur selt tölu- vert af myndum. „Ég er að byrja á nýrri mynd- röð núna þar sem listsköpunin sjálf er gjörningur, frekar en að það sé einhver fyrirfram hugmynd að baki. Fólk getur þá horft á mynd og séð listina í myndinni sjálfri en ekki hug- myndinni. Myndirnar sem ég er að vinna að núna eru „spontant“, þær verða til í gjörningi augnabliksins.“ Fyrirmynd hans í listsköpun er bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Stanley Kubrick, en myndirnar hans hafa orðið til þess að hann hugsar öðruvísi um listina. „Stanley Kubrick var umdeild- ur á sínum tíma og er það enn. Hann fór sínar eigin leiðir og lét ekki aðra segja sér fyrir verkum.“ „Hvað sem ég geri, þá veit ég að ég mun alltaf teikna og mála. Þetta er í blóðinu.“ Nýjustu myndir Arons Þar er listsköpunin sjálf gjörningur, frekar en að það sé einhver fyrirfram hugmynd að baki. Hægt er að skoða verk Arons á Facebook-síðu hans: aronbjarklind Íslendingar eru fjörug og fallegþjóð og eiga landsmenn ýmisáhugamál. Ekkert sameinarþó Frónbúa meira en líflegar umræður um veðrið. Hvort sem það er nýafstaðið veður, veðurspáin eða veðrið í Danmörku sem er auðvitað svo miklu betra en heima í Norð- lingaholti. Umræður um úrkomuspá næstu viku hafa eflaust bjargað fjöl- mörgum misvel heppnuðum stefnu- mótum og vandræðalegum þögnum í matarboðum hjá tengdó. Í ljósi þessa vil ég varpa fram þeirri kenningu að veðurfarið hafi talsverð ómeðvituð áhrif á sálarlíf okkar Íslendinga. Nýafstaðinn vetur var harður og einkennd- ist af stormum, lokuðum Hellis- og Holtavörðuheiðum og miklum hagnaði rúðusköfu- framleiðenda. Í takt við þetta hefur umræðan verið helst til stormasöm. Netverjar keppast við að lýsa því yfir hvað Kaupþingsmenn hafi gott af því að dvelja í litlum og lús- ugum fanga- klefum, benda á hvað Biggi lögga sé nú mikill bjáni og ræða hvernig ýmsar starfsstéttir megi fara norður og nið- ur. Sjálfur legg ég stund á lögfræði (ljúgfræði) og kem því til með að tilheyra einhverri óvinsælustu starfsstétt sem fyr- irfinnst. „Hersir, sem vill bera þig út úr húsinu þínu og græða á því“ – væri eflaust viðeigandi auglýsing fyrir framtíðarsjálfið. Nú höfum við hins veg- ar vaknað í glampandi sól síðastliðna daga og það er ennþá nokkuð bjart þegar ég hætti að hugsa um að bera fólk út og skríð upp í rúm um ellefuleytið. Hvort það mun birta yfir hinni myrku umræðu net- heima með hækk- andi sól verður tím- inn að leiða í ljós. Ég ætla að spá því að það verði heiðskírt og hita- tölur yfir frost- marki á kom- mentakerfinu í komandi viku. Maður má alla- vega vona. »„Hersir, sem vill beraþig út úr húsinu þínu og græða á því“ – væri ef- laust viðeigandi auglýsing fyrir framtíðarsjálfið. HeimurHersis Hersir Aron Ólafsson hersir@mbl.is DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2015 Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 Bókaðu núna!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.