Morgunblaðið - 08.05.2015, Page 39

Morgunblaðið - 08.05.2015, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Þrjár sýningar verða opnaðar í dag á Hjalteyri, í Hrísey og á Siglufirði og eru þær afrakstur samstarfs- verkefnis nokkurra franskra og ís- lenskra listaskóla sem ber heitið Delta Total. Samstarfið varir í tíu daga og koma ungir listamenn, listanemar og kennarar þeirra saman til að skapa list. Sýningin á Hjalteyri verður opnuð kl. 12 í dag í Verksmiðj- unni en hún ber heitið Hjalteyri chose toujours, sýningin Minimal Bancal à Hrísey kl. 16 í Sæborg í Hrísey og Mingle, Sigló, Mingle verður opnuð kl. 20 í gömlu Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði. Auk þess verða lítil verk sýnd í Herhúsinu á Siglufirði. Sýn- ingarnar í Hrísey og Siglufirði standa aðeins yfir í tvo daga en sýningin á Hjalteyri lengur, til 7. júní. Að sögn Gústavs Geirs Bollason- ar, eins aðstandenda Delta Total, eru flestir þátttakenda frá frönsku listaháskólunum L’École Supér- ieure d’Art et Design Le Havre – Rouen, L’École supérieure d’art de l’agglomération d’Annecy, L’École Supérieure des beaux-arts de Nan- tes og Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólanum á Akureyri. Auk þeirra eru nokkrir nemendur frá öðrum löndum, svo sem Tékk- landi og Þýskalandi. „Þetta verður því nokkuð fjölþjóðlegt,“ segir Gústav. Koma þátttökuskólanna er styrkt af Menningarráði Eyþings, Slippfélaginu, Húsasmiðjunni, Ásprenti, CCPgames, Bústólpa, Hörgársveit, Fjallabyggð, Rauðku ehf., Síldarminjasafni Íslands, Svörtu kríunni og Fiskbúð Siglu- fjarðar. Einnig tekur Herhúsið á Siglufirði á móti þátttakendum. Ólík tjáningarform ,,Þó að það sé viss undirliggjandi hugmynd um hvernig þau eiga að leita forma og leiða í listsköpun- inni, verður tjáningarformið mjög ólíkt enda koma þátttakendur úr ólíkum áttum. Þau munu þannig mála, búa til myndbönd, sýna gjörninga og margt fleira,“ segir Gústav spurður um hvers konar verk muni verða á sýningunni og bætir við að verkin verði eflaust falleg og margvísleg. Hann bendir á að verkin verði flest til í því umhverfi sem þau eru sýnd í. Einhverjir listamenn muni búa til verk úr endurvinnanlegu efni en þeim séu einnig veittir ein- hverjir fjármunir til að kaupa efni til að vinna úr. „Mest eru unnið út frá aðstæðum á sýningarstaðnum. Margir eru líka að mynda og gera kvikmyndir, sem eru teknar upp á staðnum.“ brynja@mbl.is Sameiginleg sköpun listamanna og nema  Delta Total opnað á þremur stöðum í dag á Norðurlandi Herhúsið Franski listamaðurinn David Artoud fyrir framan Herhúsið á Siglufirði. Hann er einnig þátttakandi á Delta Total í ár. Gústav Geir Bollason Í dag og á morgun heldur Sinfóníu- hljómsveit Íslands bíótónleika í Eld- borg í Hörpu. Þar verður kvikmynd Chaplins Nútíminn sýnd á stóru tjaldi og sveitin flytur tónlistina undir stjórn Franks Strobels. Í dag, föstudag, hefjast bíó- tónleikarnir kl. 19.30 en á morgun verður boðið upp á þrjúbíó. Nútíminn sem er frá árinu 1936 er talinn til helstu afreka Chaplins og eitt af vinsælustu verkum hans. Chaplin kemur þar fram sem færi- bandsþræll í stórri verksmiðju en kemur við á sjúkrahúsi og í tukthúsi. Chaplin-tón- leikar Sinfó Charlie Chaplin Kínverskir tónlistarmenn leika um helgina á ævaforn kínversk hljóð- færi á tvennum tónleikum sem bera heitið Ómur sálarinnar. Fyrri tónleikarnir verða haldnir í Hofi á Akureyri í kvöld, föstudags- kvöldið 8. maí, kl. 20-22 en þeir seinni í Iðnó á sunnudaginn, 10. maí, kl. 20-22. Aðgangur er ókeypis á hvora tveggja tónleikana. Deng Hong leikur á qin, fornt strengjahljóðfæri, og Chen Sasha leikur á kínverska flautu, xiao. Í rúmlega 2.000 ár var qin algeng- asta strengjahljóðfærið á meðal menntamanna kínversku yfirstétt- arinnar. Xiao varð hins vegar til löngu áður en ritaðar heimildir urðu til. Blástursopið vísar í áttina frá flautuleikaranum sem myndar tón á svipaðan hátt og þegar blásið er í flösku. Á tónleikunum verður Cecilia Lindqvist, sænskur rithöf- undur og Kínafræðingur, í hlut- verki sögumanns sem leiðir hlust- andann um veröld tónlistarinnar með fræðslu um tónskáldin og upp- runa verkanna. Sjálf lærði hún á qin þegar hún stundaði nám við Pekingháskóla árið 1961 og bók hennar um hljóðfærið hlaut Aug- ust-verðlaunin árið 2006. Kínatónar í Hofi og Iðnó Tónlistarkonan Chen Shasha leikur á qin. Þá verða haldnir galatónlelikar á sama stað, kl. 20 á sunnudaginn, þar sem nemendur sem sækja há- tíðina geta komið fram. Einnig munu listamenn hátíð- arinnar líta inn í lokasyrpu hennar. Auk tónleikahalds verður boðið upp á námskeið í samstarfi við Listaháskóla Íslands og munu Vér- onique van Duurling, Harold Gret- ton, Ögmundur Þór Jóhannesson og Tal Hurwitz bjóða upp á nám- skeið. Ögmundur Þór Jóhannesson og Svanur Vilbergsson eru listrænir stjórnendur hátíðarinnar. Miðar á hátíðina verða seldir við innganginn og er miðaverð 2.500 kr. Gítarhátíðin Midnight Sun Guitar Festival hefst í dag, 8. maí, og stendur fram á sunnudagskvöld en hún er nú haldin þriðja árið í röð. Fyrstu tónleikar hátíðarinnar fara fram í kvöld í Sölvhóli, Listaháskóla Íslands, kl. 20 en þar leikur Tal Hurwitz frá Ísrael ásamt Ögmundi Þór Jóhannessyni. Á morgun, laugardaginn 9. maí, mun dúóið Duo Amythis, sem sam- anstendur af Véronique van Duurl- ing frá Belgíu og Harold Gretton frá Ástralíu, halda tónleika á sama stað, Sölvhóli í Listaháskóla Ís- lands, kl. 20. Duo Amythis var stofnað árið 2008 og hefur komið fram í fjöl- mörgum löndum. Gítarhátíð miðnætur- sólarinnar hefst í dag Duo Amythis Dúettinn kemur fram á hátíðinni en hann hefur spilað víða. Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 8/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 Ath kl 13 Fös 5/6 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 10/5 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00 Síðustu sýningar leikársins Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fös 22/5 kl. 20:00 Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Fim 28/5 kl. 20:00 Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Fim 21/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 16/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 16/5 kl. 20:00 Síðasta sýning! Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Lau 9/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00 Sun 10/5 kl. 20:00 Fim 21/5 kl. 20:00 Lau 30/5 kl. 20:00 Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu Hystory (Litla sviðið) Fös 8/5 kl. 20:00 auka. Fös 15/5 kl. 20:00 Sun 31/5 kl. 20:00 auka. Fim 14/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 auka. Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Blæði (Stóra sviðið) Þri 19/5 kl. 20:00 Mán 25/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Aðeins þessar þrjár sýningar Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. leikhusid.is FJALLA-EYVINDUR OG HALLA – ★★★★ – SV, MBL HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Lau 9/5 kl. 19:30 14.sýn Fim 21/5 kl. 19:30 15.sýn Allra síðustu sýningar. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Sun 10/5 kl. 13:30 lokas. Síðasta sýning. Svartar fjaðrir (Stóra sviðið) Mið 13/5 kl. 19:30 Frums. Mið 20/5 kl. 19:30 3.sýn Sun 31/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 15/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/5 kl. 19:30 5.sýn Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 10/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Sápuópera um hundadagakonung Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Eldhúsið (Salurinn) Lau 23/5 kl. 14:00 Síðbúin rannsókn (Aðalsalur) Þri 12/5 kl. 20:00 Fös 15/5 kl. 20:00 Both Sitting Duet og Body Not Fit For Purpose (Salurinn) Lau 30/5 kl. 20:00 The Border (Salurinn) Mán 18/5 kl. 20:00 Þri 19/5 kl. 20:00 Endatafl (Salurinn) Fös 8/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Fim 14/5 kl. 20:00 Sun 24/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Hávamál (Salurinn) Mið 27/5 kl. 20:00 Sun 31/5 kl. 16:00 Sun 31/5 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.