Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Síða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Síða 39
3.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa... Jónas Hallgrímsson Tölvuleikjaframleiðandinn Glu Mo- bile hefur gert samkomulag við poppsöngkonuna Britney Spears um útgáfu á tölvuleik sem byggist á lífi hennar. Glu Mobile rennir ekki alveg blint í sjóinn í þessu efni en fyrirtækið hefur hagnast um 100 milljónir bandaríkjadala á leik sem byggist á lífi annars frægðarfljóðs, Kim Kardashian. Ekki er komið nafn á leikinn, sem kemur á markað snemma á næsta ári, en mögulega verður það Úps, getið þið gert það aftur? Um er að ræða samning til átta ára og Glu Mobile heitir því að þeir sem spila leikinn geti upplifað allt sem afþreyðingarbransinn hefur upp á að bjóða, glans og glamúr. Áhersla verður á fyrstu ár Spears í sviðsljósinu, þegar hún var ein vin- sælasta poppsöngkona í heimi, og endurkomuna í Las Vegas. Minna verður gælt við árin þar á milli þeg- ar Spears vegnaði ekki alveg eins vel. „Britney Spears hefur notið vel- gengni í meira en áratug. Hún nýtur vinsælda um víðan völl, ekki bara á Vesturlöndum heldur ekki síður á mörkuðum sem eru í örri þróun,“ segir framkvæmdastjóri Glu Mo- bile, Niccolo de Masi. „Við munum nota samstarfið við hana til að fá nýtt fólk að leikjaborðinu. Fólk sem ekki hefur spilað tölvuleiki áður. “ Tölvuleikur byggður á lífi Britney Spears Poppsöngkonan Britney Spears hefur lifað viðurburðaríkara lífi en við flest. Reuters Hvert snúa læknar sér þegar þeir hafa ekki hugmynd um hvað amar að þér? Leita þeir til kollega, blaða í skræðum eða gramsa á netinu? Kanadískt hugbúnaðarfyrirtæki vill nú létta þeim róðurinn enn frekar með því að setja á markað Instagram fyrir lækna sem búa að iPhone- og Android-símum. Þannig geta þeir deilt myndum af áverkum eða sjúkdómseinkennum og mögu- lega komist fyrr að niðurstöðu. Öllum til heilla. Auðveldlega má tengja menn saman milli heims- horna. Skilvirk og örugg leið Dr. Joshua Landy, einn höfunda appsins sem kallast Figure 1, segir lækna nú þegar deila myndum í þúsundavís í Bandaríkjunum gegn- um smáskilaboð eða tölvupóst. Instagram sé á hinn bóginn mun skilvirkari og öruggari leið. „Langt er síðan læknisfræðin tók samskiptatæknina í sína þjónustu, má þar nefna boðtæki og síma. Nú viljum við hjálpa læknum að deila myndum. Þannig getum við auð- veldlega fengið álit fleiri lækna á sama málinu en um leið tryggt ör- yggi og aukið þekkingu,“ segir Landy. Hann segir öryggisþáttinn mjög mikilvægan og tryggt verði að að- eins heilbrigðisstarfsmenn hafi að- gang að appinu, það er læknar og hjúkrunarfræðingar. Appið virkar þannig að fljótlega eftir að mynd hefur verið send fara viðbrögð sérfræðinga að berast. Læknar geta síðan rætt greininguna betur sín á milli við aðra lækna sem eru staðfestir notendur appsins. Instagram hjálpar við sjúkdómsgreiningar AFP Áhugi á Apple-úrinu lofar góðu en úrið er væntanlegt á markað í júní þótt hægt sé að kaupa það nú þeg- ar á netinu. Þó gæti eitt sett strik í reikninginn, en púlsmælir tækisins virðist ekki virka sé fólk með húð- flúraðan handlegg og raunar er það ekki í fyrsta skipti sem púlsmælar á þess lags tólum og tækjum sem hægt er að hafa á sér virka ekki. Púlsmælar eru afar vinsælir, ekki aðeins hjá hinum fjölmörgu sem stunda hlaup og göngutúra heldur er forvitið skrifstofufólk gjarnan með slíka mæla. Í ljósi þess hversu vinsælt húðflúr á framhandleggjum er orðið þykja þetta heldur slæm tíðindi. Púlsmælirinn virkar síður eftir því sem húðflúrið er búið til úr dekkri litum og þá eru jafnvel áhöld um hvort hann virki því verr sem eiginlegur húðlitur fólks er dekkri. Húðflúraðir handleggir hafa komið í veg fyrir að púls- mælar virki. Húðflúr hindrar virkni úrsins Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar. *Tilboð gildir til 4. maí 2015 eða meðan birgðir endast. iPhone 6Plus 16GB Tilboðsverð 124.990.-* Fullt verð: 139.990.- Grár | Gull | Silfur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.