Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Qupperneq 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Qupperneq 64
SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2015 Samtökin ’78 verða með kynningu á starfi sínu og fræðslu í Háteigsskóla í dag, sunnudag, milli kl. 15 og 17 í tilefni af Alþjóðlegum degi gegn hinseginfóbíu. Samtökin hafa ekki áður verið með skipulagða dagskrá á þessum degi en í ljósi umræðunnar að undanförnu segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, upplagt að nota hann til góðra verka. „Við viljum gefa fólki, ungum sem öldnum, tækifæri til að koma til okkar, kynna sér starfið og spyrja um allt sem því liggur á hjarta. Það hefur verið mikil ánægja með fræðslustarf okkar í skólum en nú gefst foreldrum tækifæri til að kynna sér starf okkar betur,“ segir Árni Grétar. Svo sem fram hefur komið ætla Samtökin ’78 að leita réttar síns vegna hatursfullra ummæla í garð hinsegin fólks hér á landi. Árni Grétar segir hegðun af þessu tagi hafa viðgengist allt of lengi og nú sé hinsegin fólki hreinlega nóg boðið. „Við höfum fundið fyrir bakslagi í okkar réttindabaráttu og það er ekki bundið við síðustu vikur. Við vorum til dæmis með svörtustu kommentin á spjöldum í Gleðigöngunni í fyrra. Áreitið hefur verið að aukast og eins og búið sé að gefa út veiðileyfi á hinsegin fólk. Þess vegna er brugðist svona hart við, svona framkoma verður ekki liðin,“ segir Árni Grétar en bætir við að þau mál verði útkljáð fyrir dómstólum. „Það breytir ekki því að við munum halda ótrauð áfram með okkar fræðslu.“ Frá gleðigöng- unni fyrir tveimur árum. Morgunblaðið/Ómar ALÞJÓÐLEGUR DAGUR GEGN HINSEGINFÓBÍU „Hinseginfólki nóg boðið“ „Nýtísku bíllinn getur nú náð 180 kílómetra hraða á klukkustund, án þess að farþegum stafi nokkur hætta af. En til þess þarf hann að hafa sjerstakar brautir. Þess vegna hefir þýska stjórnin ráðist í að veita fje til að leggja hinar svo- nefndu ríkisbílbrautir.“ Þessi merku tíðindi mátti lesa um í Morgunblaðinu 17. maí 1935. „Á næstu árum á að leggja yfír Þýskaland net af nýtísku hættu- lausum bílbrautum, sem eiga að verða til eflingar ekki aðeins inn- anlandsbílferðum, heldur einnig langferðum í bílum landa á milli,“ segir ennfremur í fréttinni. „Áætlanir og teikningar viðvíkj- andi þessum brautum er nú þegar búið að gera, og verkið hafið fyrir rúmu ári. Í fyrrahaust var fyrst byrjað á ríkisbílbrautinni milli Frankfurt og Heidelberg. Í fyrra- vor var byrjað á að byggja bílbraut suður frá München og aðra norður frá Berlín og þriðju frá Köln til Düsseldorf. Auk þess mun Austur- Prússland einnig fá bílbraut. Það, sem mestum örðugleikum veldur við lagningu hinna nýju ríkisbíl- brauta, er að forðast allar kross- götur á sömu hæð, þ. e. að bíl- brautin má hvergi mynda beinar krossgötur við aðra vegi og járn- brautir.“ GAMLA FRÉTTIN Ný ríkis- bílbraut Ríkisbílbraut í smíðum í Þýskalandi fyrir áttatíu árum. Það var mikil bylting. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Bette Midler leikkona. Hlín Agnarsdóttir leikstjóri og gagnrýnandi. Mayim Bialik leikkona (Big Bang Theory). SUMAR Í ILVA 24.900 kr. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mán. - fös. 11-18:30 Summer-hringborðmeðglerplötu. 105 cm. 34.900kr. Nú25.900kr. Summer-stóll. Bistro. 7.900kr. Nú5.900kr.Heildarverð á setti 66.500kr. Nú49.500kr. Sparaðu17.000kr. Garðsett - borð og4 stólar 99.900 kr.Frá 19.900 kr. 24.900 kr. Stóll og skemillmeð sessum. 99.900kr. Springfield Stóllmeðhvítri eða svartri setu og viðarfótum. 24.900kr. Copenhagen-stóll Summer-garðborðmeðglerplötu. 150 x85 cm. 39.900kr. Nú29.900kr. Summer-stóll. Staflanlegur. 9.900kr. Nú7.400kr. Heildarverð á setti 79.500kr. Nú59.500kr. Sparaðu20.000kr. Garðsett - borð og4 stólar Hvítt, svart eðagrátt bakkaborð. Ø45 cm. 19.900kr. Ø59 cm. 29.900kr. Ø70 cm. 39.900kr. Eyelet-bakkaborð 75cm. Eldstæðimeð loki. 16.900kr. Nú11.900kr. Sparaðu5.000kr. Summer-eldstæði Stóllmeð stillanlegum plastrimlumogarmhvílum úr harðvið. 24.900kr. Click-stóll VERÐ NÚ 59.500 VERÐ NÚ 49.500 VERÐ NÚ 11.900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.