Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Síða 14
Í
rauninni byrjar sagan í aust-
urríska raunveruleikaþætt-
inum Die große Chance, sem
sver sig í ætt við Americal
Idol og slíka þætti, fyrir
fjórum árum. Inná sviðið stormar
hávaxin, grönn kona með sítt og
mikið hrafnsvart hár og mynd-
arlegt alskegg. Þar sem raunveru-
leikasjónvarp lifir fyrir dramatík og
tilfinningalegt uppnám voru við-
brögðum áhorfenda í salnum gerð
góð skil. Áhorfendur heima sáu
hvernig fólk hristi höfuðið, gapti,
stóð á öndinni og allt það sem við
gerum þegar við viljum sýna vand-
lætingu okkar og hneykslun. Dóm-
ararnir reyndu að halda andlitinu
og bjarga sér fyrir horn með léleg-
um bröndurum á borð við „ég veit
ekki alveg hvað þú ert, en ég elska
skóna þína“. Þegar keppandinn hóf
svo upp raust sína sló þögn á sal-
inn, hneykslunin breyttist í undrun
og að lokum í aðdáun og dúndrandi
lófaklapp. Salurinn stóð upp og
fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að
linna. Fyrsta opinbera framkoma
Conchitu Wurst var í raun aust-
urrískt Susan Boyle móment, en
hver man ekki eftir luralegu,
skosku söngkonunni sem vann hug
og hjarta hins vestræna heims í
þættinum Britaińs got Talent. Það
er að segja útgáfa raunveruleika-
sjónvarpsins af sögunni um Litla
ljóta andarungann.
Conchita tók þátt í
forkeppninni 2012
Satt best að segja hefði Eurovision-
ævintýri Conchitu átt að hefjast
tveimur árum fyrr. Árið 2012
keppti hún í austurrísku forkeppn-
inni með laginu That is what I am
sem var þvottekta júrósmellur, með
góðu bíti og fallegum boðskap sem
hefði verið skothelt í keppnina.
Henni varð þó ekki kápan úr því
klæðinu, því dúettinn Trackshittaz
bar sigur úr býtum með þvælu-
kennt rapp um hvernig konur ættu
að hrista rassinn. Herlegheitin
þóttu í besta falli kjánaleg og
vermdu þeir botnsætið í undan-
úrslitunum það árið. Austurríska
ríkisútvarpið fékk skömm í hattinn
úr eigin ranni fyrir lágkúru og lé-
legan smekk og var það úr að
tveimur árum síðar var forkeppn-
inni sleppt og Conchita fengin til
verksins að almenningi forspurðum.
Fæstum þótti það neitt tiltökumál,
enda var áhugi á keppninni í algeru
lágmarki. Austurríki hafði aðeins
einu sinni unnið keppnina, árið
1966 með ballöðunni Merci, Chérie
í flutningi Udo Jürgens, eins ást-
sælasta og dáðasta söngvara
Austurríkis á seinni hluta tutt-
ugustu aldar. Ballaðan, sem og
Udo sjálfur hefur mjög nostalg-
ískan sess í austurrískri þjóðarsál
sem tákn um gamla og góða tíma.
Þegar konur voru konur, karlar
voru karlar og lífið í
heild sinni einfald-
ara. Síðan að Udo
sigraði hefur sam-
félagið hins vegar
orðið töluvert
flóknara og gengi
Austurríkis í
Söngvakeppninni
verið eftir því. Eftir
að riðlakeppnin var
tekin upp heyrði það
til undantekninga ef
Austurríki náði að
komast í aðalkeppn-
ina. Svo lítill var áhug-
inn að Austurríki tók
jafnvel ekki þátt þónokkrum
sinnum og virtist flestum standa
á sama.
Því vakti útnefning Conchitu
enga sérstaka athygli í Aust-
urríki til að byrja með, en
þegar nær dró keppninni og
skeggjaða dívan fór að
vekja alþjóðlega athygli
kom annað hljóð í strokk-
inn. Annars vegar var austurríska
ríkisútvarpinu hrósað fyrir hug-
rekki en hins vegar voru þeir þó
háværari sem sem þvertóku fyrir
það að Conchita skyldi vera fengin
til að vera framlag þjóðarinnar. Ka-
barett-söngvarinn Alf Poier sem
kom Austurríki í 6. sæti í keppn-
inni árið 2003, sem var besti ár-
angur þjóðarinnar síðan 1966, lét
hafa eftir sér að viðrini á borð
við Conchitu ættu heima á
sjúkrastofnum, ekki upp á sviði og
alls ekki í nafni Austurríkis.
Stjórnmálamenn á borð við H.C.
Strache, formaður Frelsisflokk-
ins FPÖ, flokks Jürgs
heitins Haiders, tók í
sama streng og sagði
Conchitu vera tákn
um úrkynjun, spill-
ingu og hnignun.
Þessar raddir þögn-
uðu mjög snögglega
eftir að Conchita og
fönixinn hennar tóku
keppnina með trompi
í Kaupmannahöfn í
fyrra. Þar með öðl-
aðist Austurríki, sem
í hugum flestra Evr-
ópubúa hafði frekar
óspennandi ímynd
sem hverfist um
alpamenningu og
Mozart, nýja þjóð-
argersemi, sem var alls
kostar ólíkt nokkru því sem
landið var áður þekkt fyrir. Á
meðan andstæðingar Conchitu
Wurst hennar átu týrólahattinn
sinn í laumi eftir keppnina
kepptust aðrir við að ausa hana
lofi. Fjölmargir stjórnmálamenn,
þeirra á meðal kanslari Austurríkis,
lýstu því yfir að Conchita væri
fulltrúi hins nýja Austurríkis þar
sem frelsi, mannréttindi og fjöl-
breytileiki væru í fyrirrúmi. Conc-
hita og fönixinn hennar væru tákn
nýrrar Evrópu sem, með Aust-
urríki í broddi fylkingar, hefði um-
burðarlyndi og virðingu að leið-
arljósi.
Nafn Conchitu dregið inn
í deilur um þjóðsönginn
En þeir sem allra helst þráðu að
komast á fönixaskytterí komust í
færi örskömmu seinna. Í byrjun
júní 2014, nokkrum vikum eftir sig-
urinn í Kaupmannahöfn, var aust-
urríski þjóðlagarokkarinn Andreas
Gabalier fengin til að syngja þjóð-
sönginn við upphaf austurríska
Formúlu 1 kappakstursins. Sem er
ekki í frásögur færandi, nema að
Gabalier söng viljandi eldri útgáfu
þjóðsöngsins sem var felld úr gildi
þann 1. janúar sama ár. Í einni
ljóðlínu eldri útgáfunnar stendur að
landið tilheyri hinum miklu sonum
þjóðarinnar, en í nýrri útgáfunni
hefur dætrum þjóðarinnar verið
bætt við. Einn af þeim sem gerðu
athugasemd við flutning Gabaliers
var ráðherrann Gabriele Heinisch-
Hosek, sem birti mynd á Facebook
og Twitter þar sem hún hélt á út-
prentuðum texta þjóðsöngsins með
umræddri textalínu um hina miklu
syni og dætur letraðri með rauðu.
Þessi saklausi gjörningur ráð-
herrans dró heldur betur dilk á eft-
Fönixar
að fornu
og nýju
SENN ER LIÐIÐ ÁR SÍÐAN HIN SKEGGJAÐA CONCHITA
WURST VANN SÖNGVAKEPPNI EVRÓPSKRA SJÓNVARPS-
STÖÐVA. HIÐ KAÞÓLSKA AUSTURRÍKI ÁTTI SVOLÍTIÐ ERFITT
MEÐ AÐ FINNA HENNI STAÐ Í ÞJÓÐARSÁLINNI BÆÐI FYRIR
OG EFTIR KEPPNINA OG MÖRGUM ÍHALDSSAMARI BORG-
URUM ÞÓTTI NÓG UM ÞEGAR SMÁSTELPUR FÓRU AÐ
MÁLA Á SIG SKEGG Í STÓRUM STÍL TIL AÐ LÍKJA EFTIR
CONCHITU SINNI. AÐRIR HAFA HINS VEGAR TEKIÐ BOÐ-
SKAP HENNAR FAGNANDI OG SÉÐ TÆKIFÆRI FYRIR LAND
OG ÞJÓÐ TIL AÐ HRISTA ENDANLEGA AF SÉR HLEKKI FOR-
TÍÐAR OG TAKA SÉR STÖÐU Í FRAMVARÐARSVEIT ÞEIRRA
SEM STANDA FYRIR JAFNRÉTTI OG KYNFRELSI.
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir hahahafdis@googlemail.com
Þegar Conchita kom sá
og sigraði Eurovision í
fyrra hafði Austurríki
ekki sigrað síðan 1966.
Conchita Wurst söng á viðburði hjá
Sameinuðu þjóðunum í Vín í tilefni af ræðu
aðalritara um umburðarlyndi og réttindi
samkynhneigðra í nóvember 2014.
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015
| Sigur Austurríkis og arfleifð Conchitu Wurst