Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 14
Í rauninni byrjar sagan í aust- urríska raunveruleikaþætt- inum Die große Chance, sem sver sig í ætt við Americal Idol og slíka þætti, fyrir fjórum árum. Inná sviðið stormar hávaxin, grönn kona með sítt og mikið hrafnsvart hár og mynd- arlegt alskegg. Þar sem raunveru- leikasjónvarp lifir fyrir dramatík og tilfinningalegt uppnám voru við- brögðum áhorfenda í salnum gerð góð skil. Áhorfendur heima sáu hvernig fólk hristi höfuðið, gapti, stóð á öndinni og allt það sem við gerum þegar við viljum sýna vand- lætingu okkar og hneykslun. Dóm- ararnir reyndu að halda andlitinu og bjarga sér fyrir horn með léleg- um bröndurum á borð við „ég veit ekki alveg hvað þú ert, en ég elska skóna þína“. Þegar keppandinn hóf svo upp raust sína sló þögn á sal- inn, hneykslunin breyttist í undrun og að lokum í aðdáun og dúndrandi lófaklapp. Salurinn stóð upp og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Fyrsta opinbera framkoma Conchitu Wurst var í raun aust- urrískt Susan Boyle móment, en hver man ekki eftir luralegu, skosku söngkonunni sem vann hug og hjarta hins vestræna heims í þættinum Britaińs got Talent. Það er að segja útgáfa raunveruleika- sjónvarpsins af sögunni um Litla ljóta andarungann. Conchita tók þátt í forkeppninni 2012 Satt best að segja hefði Eurovision- ævintýri Conchitu átt að hefjast tveimur árum fyrr. Árið 2012 keppti hún í austurrísku forkeppn- inni með laginu That is what I am sem var þvottekta júrósmellur, með góðu bíti og fallegum boðskap sem hefði verið skothelt í keppnina. Henni varð þó ekki kápan úr því klæðinu, því dúettinn Trackshittaz bar sigur úr býtum með þvælu- kennt rapp um hvernig konur ættu að hrista rassinn. Herlegheitin þóttu í besta falli kjánaleg og vermdu þeir botnsætið í undan- úrslitunum það árið. Austurríska ríkisútvarpið fékk skömm í hattinn úr eigin ranni fyrir lágkúru og lé- legan smekk og var það úr að tveimur árum síðar var forkeppn- inni sleppt og Conchita fengin til verksins að almenningi forspurðum. Fæstum þótti það neitt tiltökumál, enda var áhugi á keppninni í algeru lágmarki. Austurríki hafði aðeins einu sinni unnið keppnina, árið 1966 með ballöðunni Merci, Chérie í flutningi Udo Jürgens, eins ást- sælasta og dáðasta söngvara Austurríkis á seinni hluta tutt- ugustu aldar. Ballaðan, sem og Udo sjálfur hefur mjög nostalg- ískan sess í austurrískri þjóðarsál sem tákn um gamla og góða tíma. Þegar konur voru konur, karlar voru karlar og lífið í heild sinni einfald- ara. Síðan að Udo sigraði hefur sam- félagið hins vegar orðið töluvert flóknara og gengi Austurríkis í Söngvakeppninni verið eftir því. Eftir að riðlakeppnin var tekin upp heyrði það til undantekninga ef Austurríki náði að komast í aðalkeppn- ina. Svo lítill var áhug- inn að Austurríki tók jafnvel ekki þátt þónokkrum sinnum og virtist flestum standa á sama. Því vakti útnefning Conchitu enga sérstaka athygli í Aust- urríki til að byrja með, en þegar nær dró keppninni og skeggjaða dívan fór að vekja alþjóðlega athygli kom annað hljóð í strokk- inn. Annars vegar var austurríska ríkisútvarpinu hrósað fyrir hug- rekki en hins vegar voru þeir þó háværari sem sem þvertóku fyrir það að Conchita skyldi vera fengin til að vera framlag þjóðarinnar. Ka- barett-söngvarinn Alf Poier sem kom Austurríki í 6. sæti í keppn- inni árið 2003, sem var besti ár- angur þjóðarinnar síðan 1966, lét hafa eftir sér að viðrini á borð við Conchitu ættu heima á sjúkrastofnum, ekki upp á sviði og alls ekki í nafni Austurríkis. Stjórnmálamenn á borð við H.C. Strache, formaður Frelsisflokk- ins FPÖ, flokks Jürgs heitins Haiders, tók í sama streng og sagði Conchitu vera tákn um úrkynjun, spill- ingu og hnignun. Þessar raddir þögn- uðu mjög snögglega eftir að Conchita og fönixinn hennar tóku keppnina með trompi í Kaupmannahöfn í fyrra. Þar með öðl- aðist Austurríki, sem í hugum flestra Evr- ópubúa hafði frekar óspennandi ímynd sem hverfist um alpamenningu og Mozart, nýja þjóð- argersemi, sem var alls kostar ólíkt nokkru því sem landið var áður þekkt fyrir. Á meðan andstæðingar Conchitu Wurst hennar átu týrólahattinn sinn í laumi eftir keppnina kepptust aðrir við að ausa hana lofi. Fjölmargir stjórnmálamenn, þeirra á meðal kanslari Austurríkis, lýstu því yfir að Conchita væri fulltrúi hins nýja Austurríkis þar sem frelsi, mannréttindi og fjöl- breytileiki væru í fyrirrúmi. Conc- hita og fönixinn hennar væru tákn nýrrar Evrópu sem, með Aust- urríki í broddi fylkingar, hefði um- burðarlyndi og virðingu að leið- arljósi. Nafn Conchitu dregið inn í deilur um þjóðsönginn En þeir sem allra helst þráðu að komast á fönixaskytterí komust í færi örskömmu seinna. Í byrjun júní 2014, nokkrum vikum eftir sig- urinn í Kaupmannahöfn, var aust- urríski þjóðlagarokkarinn Andreas Gabalier fengin til að syngja þjóð- sönginn við upphaf austurríska Formúlu 1 kappakstursins. Sem er ekki í frásögur færandi, nema að Gabalier söng viljandi eldri útgáfu þjóðsöngsins sem var felld úr gildi þann 1. janúar sama ár. Í einni ljóðlínu eldri útgáfunnar stendur að landið tilheyri hinum miklu sonum þjóðarinnar, en í nýrri útgáfunni hefur dætrum þjóðarinnar verið bætt við. Einn af þeim sem gerðu athugasemd við flutning Gabaliers var ráðherrann Gabriele Heinisch- Hosek, sem birti mynd á Facebook og Twitter þar sem hún hélt á út- prentuðum texta þjóðsöngsins með umræddri textalínu um hina miklu syni og dætur letraðri með rauðu. Þessi saklausi gjörningur ráð- herrans dró heldur betur dilk á eft- Fönixar að fornu og nýju SENN ER LIÐIÐ ÁR SÍÐAN HIN SKEGGJAÐA CONCHITA WURST VANN SÖNGVAKEPPNI EVRÓPSKRA SJÓNVARPS- STÖÐVA. HIÐ KAÞÓLSKA AUSTURRÍKI ÁTTI SVOLÍTIÐ ERFITT MEÐ AÐ FINNA HENNI STAÐ Í ÞJÓÐARSÁLINNI BÆÐI FYRIR OG EFTIR KEPPNINA OG MÖRGUM ÍHALDSSAMARI BORG- URUM ÞÓTTI NÓG UM ÞEGAR SMÁSTELPUR FÓRU AÐ MÁLA Á SIG SKEGG Í STÓRUM STÍL TIL AÐ LÍKJA EFTIR CONCHITU SINNI. AÐRIR HAFA HINS VEGAR TEKIÐ BOÐ- SKAP HENNAR FAGNANDI OG SÉÐ TÆKIFÆRI FYRIR LAND OG ÞJÓÐ TIL AÐ HRISTA ENDANLEGA AF SÉR HLEKKI FOR- TÍÐAR OG TAKA SÉR STÖÐU Í FRAMVARÐARSVEIT ÞEIRRA SEM STANDA FYRIR JAFNRÉTTI OG KYNFRELSI. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir hahahafdis@googlemail.com Þegar Conchita kom sá og sigraði Eurovision í fyrra hafði Austurríki ekki sigrað síðan 1966. Conchita Wurst söng á viðburði hjá Sameinuðu þjóðunum í Vín í tilefni af ræðu aðalritara um umburðarlyndi og réttindi samkynhneigðra í nóvember 2014. 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015 | Sigur Austurríkis og arfleifð Conchitu Wurst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.