Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015 Matur og drykkir GÓMSÆTIR ÞJÓÐARRÉTTIR Matur að hætti sigurvegara LÍKLEGUSTU SIGURLÖNDIN Í EUROVISION ÁRIÐ 2015 SAM- KVÆMT VEÐBÖNKUM ERU SVÍÞJÓÐ, RÚSSLAND, ÍTALÍA OG ÁSTRALÍA, Í ÞESSARI RÖÐ. AF TILEFNI ÞESSARAR MÖGULEGU VELGENGNI VERÐA HÉR BIRTAR GÓÐAR OG GEGNAR UPP- SKRIFTIR SEM ERU DÆMIGERÐAR FYRIR LÖNDIN FJÖGUR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Pavlova með sítrónu- kremi og berjum Guy Sebastian er sá fyrsti sem keppir fyrir hönd Ástralíu. ÁSTRALÍA dl af sykri við. Breiðið úr mar- engsinum á bökunarpappír (18- 24 eftir smekk). Bakið í 1 klst og 10 mín. Slökkvið á ofninum og leyfið pavlovunni að kólna í ofn- inum. SÍTRÓNUKREM 3 eggjarauður 3/4 dl sykur 1 sítróna (nota börkinn af heilli sítrónu og safann af hálfri sítrónu) Hrærið saman eggjarauðurnar, sykurinn, sítrónubörkinn og saf- ann í skál yfir vatnsbaði þangað til blandan þykknar. Leyfið kreminu að kólna áður en það er sett á marengsbotninn SAMSETNING PAVLOVUNNAR Marengs sítrónukrem 2,5-3 dl rjómi 1 tsk vanillusykur ber: jarðarber, hindber, vínber, blæjuber (eða það sem mann lystir) Þrátt fyrir að það sé deilt um hvort pavlova sé upprunnin í Ástralíu eða á Nýja-Sjálandi verður Ástralíu tileinkaður þessi magnaði eftirréttur að þessu sinni. Enda tilefni til; Ástralía tek- ur þátt í Eurovision í fyrsta sinn. Fulltrúi Ástralíu er Guy Sebast- ian og er hann einn vinsælasti tónlistarmaður landsins en hann hefur selt yfir þrjár milljónir platna. Guy fæddist í Malasíu en fluttist með fjölskyldu sinni til Ástralíu þegar hann var sex ára. Hann byrjaði 14 ára gamall að syngja. Þetta er einstaklega góð útgáfa af pavlovu með sítrónukremi en uppskriftin er af vinotek.is. Það er sniðugt að gera sítrónukrem um leið og pavlovu, því þá fara eggjarauðurnar ekki til spillis. 3 stórar eggjahvítur 2 dl sykur 1 tsk borðedik Hitið ofninn í 130 gráður Stífþeytið eggjahvítur, edik og 1 dl af sykri, bætið síðan öðrum Ljósmynd/vinotek.is Il Volo er magnað ítalskt tríó sem syngur einhvers konar óperupopp. Meðlimir í því eru hjarta- knúsararnir Piero Barone, Ignazio Boschetto og Gianluca Ginoble. Þeir hafa ferðast um allan heim og selt yfir milljón plötur og finnst áreiðanlega allt- af gott að koma aftur til heimalandsins og fá bragð- góðan ítalskan eftirrétt á borð við panna cotta. Berglind Guðmundsdóttir höfundur mat- arbloggsins Gulur, rauður, grænn & salt, grgs.is, segir þennan panna cotta-eftirrétt vera sparilegan og einfaldan og hvetur fólk til að prófa. Hægt er að gera hann með góðum fyrirvara og vekur hann ávallt mikla lukku. 500 ml rjómi 150 ml mjólk 100 g hvítt súkkulaði, brytjað niður 25 g sykur 4 matarlímsblöð, látin liggja í volgu vatni í 5 mín og vatnið síðan kreist frá 1 poki af blönduðum berjum, frosin 2-3 msk agave síróp Hitið rjóma og mjólk í potti við meðalhita þar til blandan fer næstum því að malla. Lækkið þá hitann og hrærið súkkulaðinu og sykrinum saman við og hrærið þar til það er leyst upp og blandast saman við rjómann Takið af hitanum og setjið matarlímsblöðin sam- an við. Hærið þar til þau eru uppleyst. Geymið nú þar til blandan hefur kólnað. Setjið þá í form og í frysti. Gott er að nota sílíkonform eða láta plast- filmu í önnur form þannig að það náist almennilega úr. Geymið í frysti í amk. tvo tíma. Hitið berin í potti og setjið agave-síróp saman við. Hitið þar til berin eru farin að maukast. Takið panna cotta úr formunum og látið á disk og berið fram með berjasósunni. Panna cotta með hvítu súkkulaði Strákarnir í óperu- popptríóinu Il Volo. ÍTALÍA Ljósmynd/Gulur, rauður, grænn & salt Sviðið er stórt og löndin mörg sem reyna að syngja til sigurs en þessi fjögur sem hér eru tal- in upp hafa líkurnar með sér.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.