Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Page 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015 staf sem aftur þýddi að flytti fólk sig yfir sýslumörk varð bæði að til- kynna um flutning á heimili til raf- veitu, Pósts og síma og bifreiðaeft- irlitsins. Fá jafnframt nýtt sýslunúmer á bílinn og láta það gamla af hendi. Það var mörgum þung raun. Svo kom að því að kerfinu þurfti að breyta meðal annars vegna fjölg- unar bíla í Reykjavík. Einnig var fyrirkomulagi á skoðun bíla breytt. Bifreiðaeftirlit ríkisins lagt niður og verkefni þess færð til einkafyr- irtækja. Eigi að síður var breyting á umferðarlögum árið 1987, þar sem fastnúmerakerfið var tekið upp, mál sem kallaði á talsvert ströggl á Al- þingi, kannski sakir þess að nokkr- ir þeirra sem á þingi sátu voru með tveggja og þriggja stafa númer á bílum sínum sem á sinn hátt var stöðutákn. Reykvíkingar lögðust á flautuna Sparnaður og hagræði var meðal röksemda fyr- ir einkanúmerkerfinu sem tók gildi 1. janúar 1989. Einföldun var annað sjónarmiðið og svo að landsbyggð- arnúmer voru ekki alltaf V íða á vegum úti sjást eftirhreytur birtingar- myndir þess sem stundum var kallað ís- lenski aðallinn. „Ég álít yður mikinn gæfumann að eiga þetta bílnúmer,“ sagði forstjórinn Ægir Ó. Ægis við Gunnar Hámund- arson leigubílstjóra í leikritinu Del- eríum búbónis eftir bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni sem var á fjölunum fyrir hálfri öld eða svo. Því nær sem núllinu númer þitt er Setning þessi endurspeglar tíðar- anda og sýnir á margan hátt tröppuganginn í mannvirðingarstiga þjóðfélags sem er okkur löngu horf- ið. Með einföldun og öllum fyrir- vörum var staðan samt sú að eftir því sem talan var lægri, var fólk í betri málum. Oft var bíl númer 1 í hverju umdæmi í eigu sýslumanns eða bæjarfógeta, en eftir það var röðin tilviljanakenndari. Og þó: „Veraldargengi þitt vaxandi fer / því nær sem núllinu númer þitt er,“ ortu Múlabræður í söngleiknum góða. Gamla bílnúmerakerfið miðaðist við sýsluskiptingu síns tíma. Hvert lögsagnarumdæmi hafði sinn bók- Gæfumaður að eiga þetta bílnúmer Forystumenn áttu gjarnan lág bílnúmer. Steingrímur Her- mannsson fer frá Geir Hallgrímssyni sem átti R - 32. GAMLA BÍLNÚMERAKERFIÐ Á ÍSLANDI MIÐAÐIST VIÐ SÝSLUMÖRK. ÞAÐ ÞÓTTI SÝNA GOTT VERALDARGENGI MANNA HEFÐU ÞEIR SEM LÆGST NÚMER Á BÍLUM SÍNUM. ÞAR FÓRU SÝSLUMENN FREMSTIR. UM 1.500 BÍLAR Á GÖMLUM NÚMERAPLÖTUM ERU ENN ÚTI Á VEGUNUM. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is R - Reykjavík E - Akranes M - Borgarfjörður P - Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla D - Dalasýsla B - Barðastrandarsýslur Í - Ísafjarðarsýslur T - Strandasýsla H - Húnavatnssýslur K - Skagafjörður F - Siglufjörður Ó - Ólafsfjörður A - Akureyri Þ - Þingeyjarsýslur S - Norður-Múlasýsla N - Neskaupstaður U - Suður-Múlasýsla Z - Skaftafellssýslur V - Vestmannaeyjar L - Rangárvallasýslur X - Árnessýslur G - Gullbringu- og Kjósarsýsla og Hafnarfjörður Ö - Keflavík Y - Kópavogur VL -Varnarliðið Sýslur landsins höfðu hver sinn bókstafinn Saab austan úr Suður-Múlasýslu í skemmtiakstri Fornbílaklúbbsins á 17. júní. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingeyskur Mercedes Benz við kaupfélagið í Varmahlíð í Skagafirði. Stífbónaður eðalbíll frá Akureyri og að sjálfsögðu á gömlum númerum. Ómar Ragnarsson á rúntar með barnabörnin á númeragóðum Fiat.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.