Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2015 Það eru tveir kostir við dreifingu raf-magns hér á landi og hvorugur galla-laus. Rafmagnslínur í lofti rjúfa útsýni og geta á sumum svæðum eyðilagt upplifun manna af náttúrunni þótt vissulega geti há- spennumöstur verið hin mestu listaverk. Jarð- strengir verða ekki lengri en um 70 km, að því er mér skilst, og lagning þeirra hefur vissu- lega jarðrask í för með sér, oft óafturkræft, sem ekki er boðlegt á viðkvæðum svæðum. Álitaefni varðandi lagningu raflína voru til umræðu á alþingi í vikunni þegar ályktað var um stefnu stjórnvalda. Í henni er margs konar umhverfissjónarmiðum gefið vægi með því að sérstaklega er kveðið á um að jarðstrengir verði hafðir að leiðarljósi við tilteknar að- stæður. Alþingi ályktar einnig að við sérstakar aðstæður, t.d. á viðkvæmum svæðum af ýms- um toga, skuli meta í hverju tilviki fyrir sig hvort heppilegra sé að leggja jarðstrengi frem- ur en loftlínur í meginflutningskerfi raforku, jafnvel þótt það væri dýrari kostur. Jarð- strengir eru ávallt dýrari en loftlínur. Þess vegna felur þessi ályktun í sér mikilvæga stefnumörkun og mikinn stuðning alþingis við þá leið að leiða rafmagn í jörð þar sem það á við. Samt sem áður tókst að mynda örlitla geðshræringu um málið við atkvæðagreiðslu og látið að því liggja að stórkostlegur ágreiningur væri með stjórn og stjórnarandstöðu í málinu. Allaf þurfa vinstri menn að reyna að eigna sér ástina á umhverfinu. Ekkert er þó fjær sanni en að vinstri stefna, þjóðnýting og almanna- eign, leiði til umhverfisverndar. Þvert á móti er vel skilgreindur eignarréttur hin besta nátt- úruvernd. Þegar kostnaður við lagningu rafstrengja er metinn er sjálfsagt að taka með í reikninginn fleira en efniskostnað og framkvæmdakostnað. Hvers virði er til dæmis útsýnið? Svarið við þeirri lykilspurningu felst í eignarréttinum. Þannig hafa landeigendur staðið gegn röskun landsvæða, oft með umhverfissjónarmið að vopni. Ríkisvaldið hefur hins vegar látið sér fátt um finnast og kaffært slík sjónarmið með eignarnámi án þess þó nokkurn tímann að verðleggja útsýnið eða önnur óáþreifanleg náttúrugæði, því miður. Náttúran á svo sannarlega sinn rétt og íbúar þessa lands eiga ekki annað skilið en að gætt sé að honum við allar framkvæmdir. Umhverf- isvernd þarf hins vegar ekki á geðshræringu eða einstrengingi að halda. Þess vegna er ánægjulegt að nú liggi fyrir viðmið um hvenær jarðstrengur skuli valinn í stað loftlínu þótt það sé dýrara. Af þessum viðmiðum má svo ráða í hverja átt þróunin liggur í lausn á þess- um lúxusvanda þjóðarinnar. Að leiða mál í jörð * Það er gaman að eigavið lúxusvanda að etjaog gefur oft tilefni til hugleið- inga um prinsippin. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Lára Björg Björnsdóttir, pistlahöfundur og ráðgjafi hjá KOM, eignaðist óvæntan fylgjanda á Twitter en hún merkti stórleikarann Alec Baldwin í grein sem hún deildi á Twitter og fjallaði um karlrembu í Hollywood. Alec Baldwin þykir þar vera undantekning og er óhræddur við að leika á móti sterkum konum sem fá bitastæð hlutverk. Í grein- inni er fjallað um að yfirleitt vilji karlleikarar í Hollywood að kvenkynshlutverkin séu tónuð niður. Eftir að Lára Björg póstaði greininni rítvítaði Baldwin greininni og gerðist fylgj- andi Láru Bjargar og lenti hún þar í fámennum hópi þeirra sem leik- arinn fylgist með á Twitter. Sjálfur er hann með 1 milljón fylgjendur en fylgist aðeins sjálfur með um 690 manns. Í vikunni sagði ung kona frá því hvernig giftir menn áreittu hana kynferðislega eftir að hún auglýsti bifreið til sölu og birti mynd af bif- reiðinni þar sem hún sjálf var líka á myndinni. Rithöf- undurinn Stefán Máni Sigþórs- son skrifaði á Twitter: „Ég skammast mín svooo oft fyrir þessa svokölluðu kyn- bræður mína. Þetta eru typpalingar, ekki karlmenn.“ Óttar M. Norðfjörð rithöf- undur sem búsettur er í Sevilla á Spáni skrifaði á Facebook: „Þótt spænska bankakerfið sé gamaldags, þá er líka einhver nostalgía í því sem maður ætti ekki að vanmeta. Ég fór í morgun með poka fullan af aurum í banka og hélt að gjaldker- inn myndi hella innihaldinu í svona talningarvél en viti menn - þær eru ekki til á Spáni. Í staðinn fékk ég skrítna plasthólka og var sagt að fara heim að telja.“ Hrúgan reynd- ist innihalda um 3.000 íslenskar krónur en Óttar hlustaði á djass í rólegheitum meðan hann taldi. AF NETINU Bandarísk raunveruleikastjarna, Ryan Serhant, deildi því með áhorfendum eins vinsælasta raun- veruleikaþáttar vestanhafs; Million Dollar Listing: New York, hvernig hann fór að við að biðja kærustu sinnar á síðasta ári en bónorðinu var sjónvarpað í vikunni í einum þáttanna. Serhant hefur vakið mikla at- hygli í þáttunum sem fjalla um þrjá unga og aðgangsharða fast- eignasala í New York sem keppast um að selja bestu og dýrustu eign- irnar í borginni en þar að auki er fylgst með lífi þeirra utan vinnunnar. Serhant fór ótroðnar slóðir við bónorðið og lét loka sjálfu Times Square snemma morguns, einum annasamasta stað heims, og bað Emilíu Bechrakis og var allt saman fest á filmu um leið með það fyrir augum að nýta síðar sem sjónvarpsefni í þáttunum. Þó leyfði Serhant aðdáendum sínum að fylgjast strax eilítið með fram- gangi mála á samfélagsmiðlunum án þess að greint væri nákvæm- lega frá smáatriðum bónorðsins. Þessi gjörningur hefur nú vakið mikla athygli og þótt einkar hjart- næmur, einkum í ljósi þess að Ryan Serhant er þekktur fyrir að vera einkar harðsvíraður í raunveruleikaþátt- unum en þá vakti ekki síður athygli að hann fékk hljómsveit til að spila íslenska tónlist á Times Square þennan morgun – það er að segja tónlist með hljómsveitinni Of Monsters and Men enda ómögulegt að nýta ekki tímann fyrst Times Square hafði verið lokað og gera eitthvað meira til að njóta augnabliksins. Meðan unnustan þurrkaði burt tárin var eft- irlætislag hennar með Of Monsters and Men, Little Talks, spilað undir, samkvæmt frásögn The Real Deal Magazine, og í framhaldinu voru nokkur fleiri lög tekin. Ryan Serhant hefur slegið í gegn í raunveru- leikaþáttum um fast- eignabrask í New York. Lét loka Times Square og spila Little Talks Raunveruleikastjarnan lét loka Times Square fyrri bónorð sitt og spila þar eftirlætislag unnustu sinnar með hljómsveitinni Of Monsters and Men; Little talks. Morgunblaðið/Styrmir Kári Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.