Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Side 17
ert hverjar viðtökurnar yrðu þeg-
ar hann lagði af stað með átakið.
Ævar hrærði vel og lengi í lestr-
armiðasúpunni og dró upp tvær
stelpur og þrjá stráka sem voru
frá Kópavogi, Reykjavík, Hafn-
arfirði, Egilsstöðum og Húsavík.
Þessi fimm fengu að vera sögu-
hetjur í bókunum.
Strák breytt í grameðlu
„Fjórir af sigurvegurum lestrar-
átaksins eru krakkar í bókinni,
en svo valdi ég eitt barn af
handahófi sem fékk að vera gra-
meðla. Það er sem sagt strákur
frá Egilsstöðum sem fær að
háma í sig mann og annan í bók-
inni, sem er að sjálfsögðu ekki
amalegt. Svo eiga allir sitt
hetjumóment, meira að segja gra-
meðlan.“
Ævari er annt um að auka
lestur barna en segir að það
megi ekki bara hamra á þeim
skilaboðum að börn lesi ekki.
„Minnkandi lestraráhugi barna er
mikið og stórt vandamál og að
sjálfsögðu þarf að ræða það, en
ef þú ert barn og heyrir ekkert
annað en að krakkar vilji ekki
lesa getur það varla verið mjög
hvetjandi,“ segir hann og vill
senda jákvæðari skilaboð til
krakkanna enda lesa mörg börn
greinilega mikið eins og lestr-
arátakið sannar.
„Það þarf að finna einhverja
gulrót til að gera lesturinn girni-
legan. Það er erfitt að keppa við
farsíma sem allt er inni á; krakk-
arnir eru með allan heiminn í
vasanum.“
Á hinn bóginn er góð bók heill
heimur út af fyrir sig. „Al-
gjörlega og við þurfum að minna
á það,“ segir hann og lestrarátak
er ein leið til þess.
Átakið var einkaframtak og
fékk Ævar vini, kunningja, fé-
lagasamtök og nokkur fyrirtæki í
lið með sér. „Ég innkallaði alla
greiða sem ég átti og er svo bú-
inn að koma frítt fram í þónokkr-
um barnaafmælum síðan þá til að
borga hinum til baka,“ grínast
hann.
„Það eru eitthvað um 180 skól-
ar á landinu og um 130 tóku
þátt,“ segir Ævar sem er ánægð-
ur með þátttökuna og útskýrir að
bókasafnsfræðingar og kennarar
um allt land hafi haldið átakinu
lifandi og að þeir eigi „stóran
hlut í þessari mögnuðu tölu af
lesnum bókum. Ég geri það sem
ég get gert en það þarf að halda
þessu að krökkunum og þar unnu
starfsmenn grunnskólanna ómet-
anlegt starf.“
Framhaldssaga, annað lestr-
arátak og nýr útvarpsþáttur
Hann ætlar að standa fyrir öðru
lestrarátaki sem hefst 1. janúar
2016 og tilkynnir það í bókinni.
„Ég ákvað að láta það standa aft-
ast í bókinni að von væri á nýju
átaki á næsta ári svo ég gæti
ekki hætt við það,“ segir Ævar
sem seinkar átakinu á skólaárinu
til þess að það skarist ekki á við
svipuð verkefni og verður það
styttra í þetta skiptið, ekki í
fjóra mánuði heldur tvo.
„Ef þetta fer eins og planið er
verða verðlaunin af svipuðum
toga nema bókin verður ekki um
risaeðlur heldur verður annað
þema sem verður gefið upp síð-
ar.“
Honum fannst hann verða að
endurtaka leikinn fyrst þetta
gekk svona vel. „Ég er þessa
dagana að sækja um styrki fyrir
átakinu, svo maður sé ekki að
borga þetta úr eigin vasa. Viðtök-
urnar verða vonandi góðar.“
Þá situr Ævar ekki auðum
höndum, heldur er hann strax
byrjaður á næstu bók. Sú er
framhald af hinni geysivinsælu
Þinni eigin þjóðsögu, sem Ævar
gaf út fyrir síðustu jól. ,,Ég byrj-
aði að skrifa hana daginn eftir að
ég skilaði handritinu að risaeðl-
unum,“ segir Ævar. Þá byrjar
hann sömuleiðis með vikulega út-
varpsþætti fyrir börn á Rás 1 frá
og með næsta miðvikudegi, sem
heita Vísindavarp Ævars.
Fyrir þá sem vilja vita meira
um það sem Ævar er að gera má
benda á heimasíðurnar
www.visindamadur.is og
www.aevarthor.com.
31.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Myndlistarmaðurinn Guðrún Benónýsdóttir leiðir listsmiðju í tengslum við sýn-
inguna Birting sem stendur nú yfir í Gerðarsafni. Í smiðjunni búa þátttakendur til eig-
in bók og kynnast möguleikum bókverksins með því að bretta saman pappír, teikna,
lita og sauma. Listsmiðjan hefst kl. 15 á laugardag og tekur um klukkustund.
Listsmiðja í Gerðarsafni* Þegar ég lék í Star Wars leið mér einsog rúsínu í risastóru ávaxtasalati.
Mark Hamill
Rakel Garðarsdóttir, Vest-
urportskona og talsmaður
samtakanna Vakandi, sem
vilja vitundarvakningu um
sóun matvæla, svarar
spurningum um eftirlæti
fjölskyldunnar þessa vik-
una. Eiginmaður hennar
er Björn Hlynur Haralds-
son leikari og leikstjóri.
Börnin tvö eru 12 og 14
ára og á heimilinu búa ennfremur
tvær kisur.
Þátturinn sem allir geta horft á?
Fortitude, Simpsons og allir ís-
lenskir þættir.
Maturinn sem er í uppáhaldi hjá
öllum?
Melabúðarkjúlli og
franskar.
Skemmtilegast að gera
saman?
Spila, ferðast og bara al-
menn samvera.
Borðið þið morgunmat
saman?
Allavega um helgar …
Hvað gerið þið saman heima
ykkur til dægrastyttingar?
Við spilum, tölum saman, erum í
garðinum, leikum við kisurnar,
horfum á kvikmyndir og sjónvarp
og svo margt annað.
EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR
Rakel
Garðarsdóttir
Melabúðarkjúlli og
íslenskir þættirDyslexie er leturgerð sem auð-veldar lesblindum að lesa texta.
Höfundur þess er grafíski hönn-
uðurinn Christian Boer frá Hol-
landi. Hann er sjálfur lesblindur og
þróaði hann stafina fyrir sjálfan sig
í fyrstu. Leturgerðin læknar ekki
lesblindu heldur er hún hjálp-
artæki.
Hugmyndin á bak við Dyslexie
er að gera stafina ólíkari en þeir
eru í öðrum leturgerðum. Í okkar
latneska stafrófi eru svo margir
stafir líkir sem er erfitt fyrir les-
blinda. Stafirnir hjá Boer eru hins
vegar þeirrar gerðar að stafir sem
hægt er að spegla eins og d og b
eru ekki lengur spegilmynd því
hann breytir þeim á þann hátt að
þeir séu misþykkir.
„Þegar lesblint fólk les speglar
það og skiptir ómeðvitað á stöf-
um. Hefðbundnar leturgerðir ýta
undir þetta því hönnun eins stafs
byggist á öðrum og skapar þannig
„tvíburastafi“ sem auðveldara er
að rugla saman,“ sagði Boer við
dagblaðið Guardian.
Hann gerir stafina „rassþunga“
þannig að þeir sígi í átt að línunni
sem gerir það að verkum að ólík-
legra er að lesblindur einstakl-
ingur snúi honum á hvolf.
Til viðbótar eru hástafir í byrjun
setningar og punktar feitletraðir
sem gerir það auðveldara að átta
sig á því hvar setningin byrjar og
endar.
Boer þróaði leturgerðina í loka-
verkefni sínu frá Listaháskólanum í
Utrecht árið 2008 en síðan þá er
búið að rannsaka hana betur í Há-
skólanum í Amsterdam og Há-
skólanum í Twente.
Þessar rannsóknir leiddu í ljós
að 84% gátu lesið hraðar með
Dyslexie en hefðbundinni let-
urgerð og 77% gerðu færri mis-
tök.
Leturgerðin var kynnt í TED-
tali árið 2011 og frá þeim tíma
hafa komið til sögunnar aðrar let-
urgerðir fyrir lesblinda eins og
OpenDyslexic og Spellex DysLex.
Leturgerð fyrir lesblinda
Leturgerðin Dyslexie er fyrir lesblinda.
Grant Thompson sem heldur úti
YouTube-rásinni The King of Ran-
dom setti í vikunni inn sérlega
skemmtilegt myndband um hvernig
hægt sé að gera heimagert legó-
nammi. Innihaldsefnin eru jello, sír-
óp og gelatín og til viðbótar þarf að
eiga sílikon-legómót sem til dæmis
eru ætluð fyrir klaka. Myndbandið
er með mjög góðum leiðbeiningum.
Hægt er að sjá öll myndbönd
Thompson á thekingofrandom.com.
FYRIR BARNAAFMÆLIÐ
Heimagert legóhlaup
Thompson bjó til nammi í mörgum
litum. Hægt er að byggja úr því.
ÁLÞAKRENNUR
Viðhaldslitlar
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu
er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki,
ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar.
Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki.
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202
Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is
www.hagblikk.is
HAGBLIKK ehf.