Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Page 30
GRÆNKÁL Getty Images/iStockphoto HINDBER KIRSUBER HNÚÐKÁL HUNANGS- MELÓNURNEKTARÍNUR ÁRSTÍÐABUNDIÐ GRÆNMETI OG ÁVEXTIR Það allra ferskasta í júní ALLT GRÆNMETI OG ALLIR ÁVEXTIR HAFA SITT BLÓMASKEIÐ YFIR ÁRIÐ OG SNJALLT AÐ VELJA ÞAÐ FÆÐI SEM ER UPP Á SITT BESTA HVERJU SINNI. HÉR ER BENT Á NOKKRAR TEGUNDIR SEM GOTT ER AÐ NEYTA Í JÚNÍ. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is FERSKJUR N ý manneldismarkmið sýna að æskilegt sé að neyta um 500 g af grænmeti og ávöxtum hvern dag. Hins vegar er talið að hver meðalmaður neyti að- eins um 200 g dag hvern. Ákveðnar tegundir eru í blóma á vissum tíma ársins, sumar ef til vill stöðugt í hálft ár í senn, en aðrar aðeins í einn mánuð á ári. Á blómatímanum bragðast viðkomandi tegund langbest og einnig er hagstæðast að kaupa vöruna samkvæmt því þar sem framboðið er mikið. Hér á landi er ræktað fjölbreytt grænmeti og ýmsir ávextir. Plöntunin fór örlítið brösulega af stað í ár og ekki var plantað fyrr en um miðjan maí. „Þetta verður eitt- hvað seinna á ferðinni í ár en í fyrra. En ef það verður sæmilega sólríkt getur það breytt miklu. Samspil sólar, úrkomu og hita skiptir öllu máli og það verður spennandi að sjá hvað verður. Útiræktun á grænmeti hér á landi getur verið áhættusöm vegna veðurs en þegar vel gengur er það afskaplega skemmtilegt,“ segir Gunnlaugur Karls- son, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. „Jarðvegurinn hér er afar hreinn og góður. Grænmeti og ávextir vaxa hægt og því verður varan bragðmeiri og hollari.“ Gunnlaugur segir að á heildina litið sé mikil gróska í garðyrkjunni, fólk sé orðið með- vitaðra um mikilvægi þess að neyta grænmetis og margir farnir að drekka það. „Það á sér stað ákveðin bylting í grænmetissöfum. Það er ekki sykur í þeim eins og í djús- unum og eru þeir því mun hollari. Það er gaman að fylgjast með þessum breytingum til hins betra.“ Við sækjum einnig mikið af grænmeti og ávöxtum út fyrir landsteinana. „Í júní sækjum við nektarínur, plómur og ferskjur til Spánar frekar en Suður-Ameríku og gildir það sama með melónurnar,“ segir Bárður Marteinn Níelsson, innkaupastjóri Banana ehf., og eru þessir ávextir einstaklega safaríkir og bragðgóðir um þessar mundir. „Svo er það berjatíminn, nú er allt að gerast í berjunum. Það kom rosalegt skot í jarðarberjum fyrir svona mánuði, við fögnuðum sumardeginum fyrsta með fallegum jarðarberjum. Jarðarberin koma líka aftur í júní en þau koma í hollum og kemur mis- munandi mikið,“ segir Gunnlaugur og bætir við að Íslendingar hafi tekið íslenskum jarðarberjum mjög vel enda hefur framleiðsla á jarðarberjum stóraukist eða meira en fimmfaldast á nokkrum árum í magni. „Svo eru að koma hindber núna og kirsuber.“ JARÐARBER VATNS- MELÓNUR TÓMATAR GÚRKUR Matur og drykkir Radísur allra meina bót *Radísur eru ekki ræktaðar í miklum mæli hér á landi enþær eru samt afskaplega hollar og stútfullar af C-vítamíni.Þær eru góðar fyrir ónæmiskerfið og hjarta- og æðakerf-ið. Það sem er snjallt við radísur er að hægt er að notasafann úr þeim á flugnabit til þess að draga úr kláða.Radísur eru rótargrænmeti og bragðast vel hvort semþær eru hráar eða eldaðar. Til eru margar gerðir og stærðir af radísum og einnig koma þær í mörgum litum, t.d. svartar, rauðar, grænar og fjólubláar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.