Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Qupperneq 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2015 K jörtímabil núverandi ríkisstjórnar er hálfnað. Jafnlangur tími er frá falli „fyrstu hreinu vinstristjórn- arnnar“ eins og aðdáendur hennar kölluðu hana stundum fyrstu vik- urnar eftir að henni var ungað út í Norræna húsinu. Ríkisstjórnin og almannatenglar hennar reyndu með vísun í fæðingarstaðinn að kenna hana við norræna velferð. Öndhverfan „Norræna velferðarstjórnin“ birtist fólkinu í landinu smám saman fremur með því að stór hópur kaus að sigla með Norrænu í leit að velferð. Næst var reynt að festa á stjórnina nafnið „Skjald- borgarstjórnin“. Hún hafði jú strengt þess heilagt heit að slá skjaldborg um heimilin. Það slagorð varð aldrei annað en klambur. Lög, sem fullyrt var að yrðu mikilvægur áfangi í uppslætti skjaldborgar um heimili, reyndust ekki standast skoðun Hæstaréttar. Hæstiréttur sjálfur bjargaði hins vegar ófáum heimilum með dómum sín- um um gengislán. Hann hefði því fremur verðskuldað heitið „norræni velferðarrétturinn“ þótt hann sæktist ekki eftir nýju nafni. Ríkisstjórn þeirra Sigmundar og Bjarna hlaut að tryggja jafnræði eftir þá dóma, enda höfðu báðir stjórnarflokkarnir gefið slíkan vilja til kynna, með aðeins ólíkum formerkjum þó. Sam- ræming hugmynda stjórrnarflokkanna nýju endaði sem „leiðréttingin“. Einhver stærsta fjárhagslega einskiptisaðgerð sem nokkur ríkisstjórn hefur staðið fyrir. Þeir félagar, Sigmundur og Bjarni, hafa sjálfsagt ekki haft aðgang að almannatenglum eins liprum í lýsingarorðum og Jóhönnustjórnin var með í hrönn- um á sínum snærum. „Leiðrétting“ þýddi auðvitað ekki annað en að menn væru aðeins að fá eitthvað sem þeir áttu inni. Eina spurningin sem vaknar við slíkar aðstæður er sú, hvort viðtakandinn hafi fengið allt sem hann átti heimtingu á. „Leiðréttingin“ mikla, því mikil var hún, skilaði því furðu litlu þakklæti í garð rausnarlegrar ríkisstjórnar. Þakklætiskúrfan mun vera ein brattasta kúrfa sem vísindaheimurinn þekkir. Og í þessu tilviki hugsaði varla nokkur til þess að hér hafði setið ríkisstjórn í fjögur ár, „hrein skjaldborgar-norrænnar-velferðar- vinstristjórn“ sem lofað hafði öllu fögru, en aldrei fundið hjá sér vilja eða getu til að standa fyrir annarri eins „leiðréttingu“. Til þess þurfti stjórn sem sjálfur forseti ASÍ lætur einatt eins og ekki sé hægt að eiga nokkurt samstarf við. Verður ekki betur séð en að hann sakni gamalla flokksbræðra (og -systra) úr „hreinu vinstristjórninni“. Þó var margupplýst að sú sveik flestallt sem hún hafði opinberlega lofað aðilum vinnumarkaðarins munnlega og skriflega allan sinn starfstíma. Auðvelt er að leiða fram mörg vitni til staðfestingar á því, og eitt þeirra er raunar Gylfi for- seti ASÍ. Núverandi ríkisstjórn er ekki með neinn þess kon- ar blett á brjósti sínu. Þess vegna er óneitanlega sér- kennilegt hvernig stundum er talað til hennar úr þessari átt. Þeir menn eru til sem halda að láti þeir vera að borga þúsundkallinn fyrir flokksskírteini og auglýsi það vel, þá megi þeir verða enn heitari í flokkstrúnni og fylgispekt en nokkru sinni fyrr. Hættuleg byrjun, betra miðtafl Kjarasamningalotan og þróun hennar hefur verið dá- lítið óhöndugleg að undanförnu, en viðurkenna ber að forystumenn á almenna markaðnum bera þar hvað minnsta sök. Nú hefur þeim hins vegar tekist að ná samkomulagi þótt komið væri fram á ystu nöf og eftir situr opinberi geirinn. Samningurinn hljóðar upp á þrjú og hálft ár. Nið- urstaða um sæmilega langt tímabil getur auðveldað mönnum að mæta bólgnum samningum með aðgerð- um innan fyrirtækjanna. Ýta má undir viðleitni til að auka framleiðni og langvarandi vinnufriður styður stjórnendur við að ná út mestu af því sem fyrirtækið býr yfir. Með jákvæðum aðgerðum, áætlunum til lengri tíma, má leitast við að stilla hækkanaþörf og sam- drætti starfa í hóf eftir fremsta megni. Sú áhersla sem lögð er á styrkingu lægri launa og þess hluta þeirra sem næst eru miðjunni er virðingarverð. En í framhaldinu þarf agaða stjórnun svo launaskrið grafi ekki um of undan þeirri viðleitni. Sjáist við næstu samningagerð að sú hefur orðið raunin spillti það fyr- ir framhaldinu. Ósk eða krafa um „hugarfarsbreytingu“ hefur svo oft verið orðuð að hún er orðin bæði þreytuleg og slit- in. En í staðinn má minna á að jákvætt andrúmsloft á vinnumarkaði, með undirliggjandi tilfinningu um að sanngirni hafi verið í öndvegi kjarasamninga, ýtir undir að hjól efnahagslegu tilverunnar snúist betur en ella, og lengst af án ískurs og eldglæringa. Vonandi rætist vel úr Takist vel til græða allir á því. „Gróðinn“ hefur, sem hugtak, misgott orð á sér. En gróðinn er ekki í eðli sínu óvinveittur neinum. En þegar systir hans, græðgin, fær að glenna sig og jafnvel að stýra ferð- inni verða þau bæði illa þokkuð á svipstundu, enda er þeim þá sama hvort fjölmennir hópar sitji sárir eftir á meðan féð fyllir alla þeirra vasa. Mörg samningagerðin í rúman áratug frá 1992 var einmitt til þess fallin að ýta undir bjartsýni. Bjartsýn- in ýtti undir frumkvæði og verkvilja og athafnaþráin vaknaði. Ríkið gerði sitt. Skattprósentur voru lækk- aðar ár frá ári. Skattstofnar, sem borið höfðu háar prósentur en höfðu samt sáralitlum tekjum skilað, tóku nú óvænt að kæta ríkisféhirði og hans menn. Veruleikafirrtir skólakennarar í Háskóla reiknuðu dæmin um skólatöfluna sína aftan frá og þóttust með þeirri nýlundu sanna að ríkið hefði hækkað þá skatta sem það lækkaði. Breytt andrúmsloft í þjóðfélaginu, hjá fólki og ríkisvaldi, vinsamlegt og hagfellt fram- taki og framförum, hafði að sönnu aukið afl ríkisins með því að lækka skatta. Sósíalisti fékk það ekki til að ganga upp í sínum kolli. Breytti engu um það þótt hann hefði fengið góða leiðbeiningu í reikningi um langa hríð. Það var svo viðbótarávinningur að ríkið greiddi niður skuldir sínar í stórum stíl. Minnkandi Ljósið að falla á það sem þolir það illa * Sú áhersla sem lögð er á styrk-ingu lægri launa og þess hlutaþeirra sem næst eru miðjunni er virðingarverð. En í framhaldinu þarf agaða stjórnun svo launaskrið grafi ekki um of undan þeirri viðleitni. Sjáist við næstu samningagerð að sú hefur orðið raunin spillti það fyrir framhaldinu. Reykjavíkurbréf 29.05.15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.