Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Síða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2015 Bækur Þó Hilma sé fyrsta skáldsaga Óskars ergreinilegt af lestri bókarinnar að hanner ekki að skrifa texta í fyrsta sinn og hann játar það, segir að þó hann hafi ekki gef- ið út neitt annað þá hafi hann fengist lengi við að skrifa. „Hilma er fyrsta sagan þar sem ég tók það loforð af sjálfum mér að klára og fara alla leið, en ég hef verið að fikta við skrif í þó- nokkur ár en þá var það þannig að ég settist niður þegar ég taldi að andinn væri hjá mér. Nú tók ég þetta föstum tökum, gaf mér ákveðinn tíma til að skrifa en stúderaði líka glæpasögur með öðrum hætti en ég hafði gert áður. Það má kannski segja að ég hafi ákveðið að gera þetta faglega,“ segir Óskar. Hann segir að hugmyndin að bókinni hafi birst sér 2009 og næsta árið hafi hann verið að melta hana og velta fyrir sér. „2010 til 2011 var ég að koma mér af stað í verkið, en það tók mig um ár að komast í þær stellingar að mér fannst ég vera tilbúinn til að skrifa. Bók- in var svo eiginlega tilbúin í fyrra, útgefand- inn kominn með hana í hendurnar til að setja hana í útgáfuferli. Það var aftur a móti alltaf eitthvað að trufla mig í sambandi við endinn þannig að ég kippti henni til baka og skrifaði síðustu rúmlega hundrað blaðsíðurnar aftur þar til ég var orðinn sáttur og það tók mig um það bil ár,“ segir Óskar og bætir við hann hafi ekki séð eftir þeim tíma enda hafi hann ákveðið að gefa sér allan þann tíma sem þurfti þar sem þetta yrði hans fyrsta bók. Óskar segist hafa getað skipulagt aðra vinnu á þann veg að hann gæti skrifað í tvo daga á viku fyrstu tvö árin sem hann vann að bókinni, sest niður klukkan níu á morgnana og setið við til klukkan fimm eða sex með matarhléum. „Ég tók þetta eins og hverja aðra vinnu og fann það snemma út að ég var langfrjóastur á morgnana, milli kl. níu og eitt. Ég vissi að þetta væri vinna, en þetta var meiri vinna en ég bjóst við og þó andinn sé alltaf góður þegar hann mætir þá er það ekk- ert skilyrði að vera að bíða eftir honum, þetta snýst um að setjast niður og vinna í sögunni á hverjum degi.“ Það má segja að Óskar sé búinn að kynnast því býsna vel hvernig það er að vera rithöf- undur og hann segist líka gjarnan vilja starfa við það framvegis, þetta hafi líka öðrum þræði verið tilraun um hvernig væri að starfa við skriftir. „Þetta er ofboðslega skemmtileg vinna og svo hafa viðbrögðin við bókinni verið svo góð, verið eins og einskonar verðlaun fyrir þessa vinnu. Ég er líka byrjaður á næstu bók,“ segir hann og bætir við að hann hafi alltaf séð Hilmu fyrir sér sem fyrri hluta tví- leiks. Hilma er glæpasaga, eins og getið er í upp- hafi, og Óskar segir að það sé engin tilviljun, hann hafi hrifist af slíkum bókum allt frá því hann las Hlauptu drengur, hlauptu eftir Nicky Cruz sem barn. „Þetta form hefur heillað mig allt frá þeim tíma. Hvað mína stöðu innan formsins varðar þá hef ég gaman af að tala um tíðaranda án þess að vera að læða inn ein- hverjum ádeilum eða einhverju slíku, enda hef ég gaman af því þegar ég upplifi tíðaranda í bókum sem ég er að lesa,“ segir Óskar en bætir við að þegar komi að því að lýsa voða- verkum og harkalegum átökum þá byrji hann á að skrifa allt orði til orðs, en tálgi það síðan til og sníði í endanlega útgáfu. „Ég vil að hug- myndin komi öll á blaðið en síðan laga ég hana að þeirri línu sem ég vil fara, ég vil ekki maka einhverju framan í lesandann. Ég vil þó ekki heldur að hann verði fjarlægur, reyni að setja lesandann á staðinn. Ég vil treysta les- andanum að hann fái líka sína upplifun við lesturinn, en ég vil samt alltaf að hárin á hnakkanum á honum rísi örlítið,“ segir Óskar og bætir við að á árum áður hafi hann verið mjög áhugasamur um kvikmyndir og kvik- myndagerð, og sé reyndar enn, og þess sjái eflaust stað í bókinni. Þegar Óskar lætur þessi orð falla minni ég hann á að það sé einmitt skammt síðan kvik- myndarétturinn að Hilmu var seldur til kvik- myndafyrirtækisins New Work og nánast áð- ur en bókin kom út. Hann hlær við þegar ég nefni þetta og segir svo að kápan á bókinni, sem er vissulega eftirminnileg, hafi eiginlega orðið til þess að leikstjórinn Þór Ómar Jóns- son kynnti sér bókina og hreifst af. „Hann sá kápuna uppi á vegg hjá ljósmyndaranum sem tók kápumyndina, Nínu Björk Hlöðversdóttur, og hreifst svo af henni að hann langaði að heyra söguna sem lægi að baki myndinni og fékk handritið.“ Óskar segir ekki ljóst hve mikinn þátt hann muni eiga í gerð mynd- arinnar, hann hafi verið tregur til að taka of mikinn þátt í því, enda sé hann með næstu bók í smíðum og vilji helst einbeita sér að henni, en hann verði væntanlegum handrits- höfundi innan handar. AF LÖGREGLUKONUNNI HILMU Vil að hárin á hnakkanum rísi Óskar Guðmundsson tók það loforð af sjálfum sér að klára loks að skrifa skáldsögu eftir að hafa fiktað við skrif í þónokkur ár. Morgunblaðið/Golli ÓSKAR GUÐMUNDSSON HEILL- AÐIST AF GLÆPASÖGU SEM BARN OG EINSETTI SÉR AÐ SKRIFA EIN- HVERN TÍMANN SLÍKA SÖGU. HANN SENDI SVO FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU SKÁLDSÖGU Á DÖGUNUM, SPENNUSÖGUNA HILMU. Árni Matthíasson arnim@mbl.is * Ég vil treystalesandanumað hann fái líka sína upplifun við lesturinn, en ég vil samt alltaf að hár- in á hnakkanum á honum rísi örlítið. Þór Ómar Jónsson hjá kvikmyndafyrirtækinu New Work og Óskar handsala samning um kvikmyndaréttinn af Hilmu. Yfirleitt er ég með nokkrar bækur í lestri sam- tímis, en bókastaflinn vex þá yfirleitt í réttum hlutföllum við hversu upptekinn ég er við annað en lestur. Þó er ein bók aldrei langt undan og það er Veröld sem var eða Die Welt von Gestern á frummálinu eftir Stef- an Zveig sem kom út árið 1943. Bókin er nokkurs konar sjálfs- ævisaga höfundar og um leið saga Evrópu á fyrri hluta tutt- ugustu aldar. Veröld sem var sameinar áhuga minn á sagn- fræði þessa tíma, auk þess sem höfundur var heimagangur í húsum helstu listamanna ald- arinnar og hefur frá mörgu forvitnilegu að segja. Síðast en ekki síst, þá sýnir bókin hversu hratt hlutir geta breyst en höfundur upplifði m.a. tvær heimsstyrjaldir og eina heimskreppu og virðist vera jafn hissa í hvert skipti er ósköpin dynja á. Önnur uppáhaldsbók sem er mér hugstæð við vinnu mína er Auðlegð þjóðanna eða Wealth Of Nations eftir Adam Smith en hún kom út árið 1776. Bókin fjallar um markaðshagkerfið, hlut- verk verkaskiptingar, peninga og auðsöfnunar, og kaupskaparstefnuna sem var ríkjandi á þessum tíma. Ég hef alltaf verið heillaður af markaðs- hagkerfinu, en greining Smith á verkaskiptingunni, tækniframförum og frjálsri verslun og tengingunni þar á milli náði mér alveg á sínum tíma. Smith lifði á tímum iðnbyltingarinnar í Englandi í árdaga nútímakapítalisma og það er gríðarlega forvitni- legt að lesa um það sem fyrir augu hans bar. Auðlegð þjóðanna er góð áminning um að þau haglíkön sem staðist hafa tímans tönn eru einföld og árétta að hagkerfum verður ekki stjórnað eins og vélum. BÆKUR Í UPPÁHALDI SÖLVI BLÖNDAL Sölvi Blöndal hefur dálæti á Veröld sem var eftir austurríska rithöfundinn Stefan Zveig. Morgunblaðið/Golli Stefan Zveig

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.