Fréttablaðið - 25.04.2015, Side 2

Fréttablaðið - 25.04.2015, Side 2
25. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | Arnar Þór Stefánsson, lög maður Inga Gests, segir að ríkið þurfi að fara að skoða sinn gang í þess- um málaflokki. „Það hafa nú fall- ið dómar í þremur mannanafna- málum á undanförnum rúmum tveimur árum og öll hafa þau farið á sama veg, þann að íslenska ríkið hefur beðið lægri hlut. Þess- ar niður stöður hljóta að vera hið minnsta vísbending um að eitthvað sé bogið við kerfið eins og það er.“ fanney@frettabladid.is Heiðar Austmann hefur eftir 17 ára feril í útvarpi á FM957 söðlað um og tekið við sem rekstrar- og markaðsstjóri hjá Fjörefli. „Maður er allt í einu kom- inn í rólegra umhverfi og þar af leiðandi meira sem kemst í gagnið,“ segir hann. Að sögn Björns Snæ- björnssonar, formanns SGS, virðist fátt geta komið í veg fyrir að um 10.000 félagsmenn sam- bandsins leggi niður störf í næstu viku. Lítið þokaðist í vikunni og næsti fundur ekki fyrr en eftir helgi. 2 Þrettán einstaklingar á geðdeildum Landspítalans sem lokið hafa með- ferð og endurhæfingu geta ekki útskrifast þar sem meðferðar- úrræði skortir. María Einis dóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs spítal- ans, segir sveitarfélög landsins brjóta lög með því að útvega fólkinu ekki húsnæði. Lækkun skulda heimila landsins, sem hlutfall af landsframleiðslu, er sú mesta frá hruni, að því er fram kom í máli Sigríðar Benedikts- dóttur, forstöðumanns fjár- málastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, í vikunni. Í samhengi við landsframleiðslu hafa skuldir ekki verið lægri síðan árið 2004. FIMM Í FRÉTTUM: BÚSETUÚRRÆÐI OG ÓSAMSTÍGA RÁÐAMENN Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra upplýsti í vikunni að ekki væri unnið að afnámi verð- tryggðra lána í ráðu- neyti hans, líkt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra hafði haldið fram deginum áður. Til skoðunar væri hins vegar að banna slík lán til skemmri tíma en tíu ára og setja 25 ára þak á tíma- lengd þeirra. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur komst í gær að þeirri niður- stöðu að mannanafnanefnd væri óheimilt að banna foreldrum að skíra barnið sitt Gests að millinafni. Forsaga málsins er sú að Ingi Gests Guðjónsson fæddist í júní 2013 og var skírður nafni sínu í júlí sama ár. Hann heitir í höfuðið á hálfbróður móður sinnar, sem er látinn. Sá lést fyrir aldur fram 22 ára að aldri úr alnæmi árið 1990 og var alnafni afa síns. Foreldr- arnir sóttu í kjölfarið um heim- ild til að nota millinafnið Gests. Mannanafnanefnd hafnaði beiðn- inni í ágúst árið 2013. Héraðsdómur segir að skerð- ing á grundvallarréttindum, líkt og réttinum til nafns, megi aldrei ganga lengra en þörf krefji. Ekki hafi verið sýnt fram á að brýna nauðsyn bæri til takmörkunar umræddrar nafngiftar, auk þess sem almannahagsmunir krefj- ist þess ekki. Þá taldi dómurinn að það væri ekki ógn við íslenska nafnahefð eða málkerfi íslenskrar tungu þótt drengurinn fái að bera millinafnið Gests. Bjarnlaug Jónsdóttir, móðir Inga Gests, segist himinlifandi yfir niðurstöðunni. „Þetta er svo- lítið eins og að fá smá hluta af bróður mínum með nafninu ein- hvern veginn. Þetta er æðislegt,“ segir Bjarnlaug. Hún segir fjöl- skylduna ætla að halda upp á tíð- indin með óformlegri nafnaveislu. „Ég keypti allavega blóm og hugsa að ég baki köku,“ segir hún létt. Einar Karl Hallvarðsson ríkis- lögmaður, sem flutti málið, segir að niðurstöðunni verði komið áfram til mannanafnanefndar og innanríkisráðuneytisins sem taki síðan ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. Það liggur því ekki fyrir að svo stöddu. Engin ógn að leyfa dreng að heita Gests Úrskurður mannanafnanefndar um að drengur megi ekki bera millinafnið Gests felldur úr gildi. Ekki megi ganga lengra en þörf krefji til að skerða réttinn til nafns. Móðir drengsins segir tilfinninguna dásamlega. Lögmaður segir kerfið vera gallað. TYRKLAND Meðan Armenar minntust þess í gær að hundrað ár voru liðin frá því að fjöldamorðin á Armenum hófust í Tyrklandi þá voru Tyrkir að búa sig undir aðrar minningarathafnir. Í Tyrklandi er þess nefnilega minnst í dag að hundrað ár eru liðin frá því orrustan á Gallipoli hófst. Þar tókust hersveitir frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Bretlandi, Frakklandi og fleiri löndum á við tyrkneska herinn, sem hafði stuðning frá Þjóðverjum. Átökunum lauk rúmlega átta mánuðum síðar, eftir mikið mannfall á báða bóga, með því að sveitir bandamanna hrökkluðust burt undan Tyrkjum. - gb Tyrkir halda upp á aldarafmæli frækilegs sigurs: Orrustunnar á Gallipoli minnst MINNINGARATHÖFN ÆFÐ Tyrkneskir hermenn æfðu sig í gær fyrir minningarat- höfn sem haldin verður í Canakkale í dag. NORDICPHOTOS/AFP Heill á húfi Ungi drengurinn sem fluttur var þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítal- ans eftir að hafa fest í affalli í Reyk- dalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði var útskrifaður af gjörgæslu í lok síðustu helgar. Hilmir Gauti náði sér fljótt. ÍTALÍA Ítalska lögreglan hand- tók fjölda manns í gær vegna meintrar tengingar við hryðju- verkanet Al-Kaída. Rannsóknir lögreglu afhjúpuðu net hryðjuverkamanna sem hugð- ust gera árás á Vatíkanið. Þeir eru frá Pakistan og Afganistan. Nokkrir eru grunaðir um að hafa skipulagt sprengjuárás í Peshaw- ar í Pakistan árið 2009. Aðgerðir ítölsku lögreglunnar hafa staðið frá 2009. Markmiðið var að uppræta mansalshringi. - srs Skipulögðu árás á Vatíkanið: Net vígamanna upprætt á Ítalíu SKIPULAGSMÁL Ríkisútvarpið ohf. óskar í dag eftir kauptilboðum í byggingarrétt á hluta lóðar að Efstaleiti 1. Tilboðsfrestur renn- ur út þann 29. maí. Sala á byggingarrétti lóðar- innar við Efstaleiti er hluti af fjárhagslegri endurskipulagn- ingu RÚV sem staðið hefur yfir á undan förnum mánuðum. Stefnt er að blandaðri, vist- vænni byggð á svæðinu með spennandi almenningsrýmum og heilstæðum götumyndum. - jhh Stefnt að blandaðri byggð: RÚV óskar eftir kauptilboði INGI GESTS Þau mæðgin Ingi Gests Guðjónsson og Bjarnlaug Jónsdóttir með mynd af bróður Bjarnlaugar og nafna Inga Gests sem lést árið 1990. MYND/BJARNLAUG JÓNSDÓTTIR SAMFÉLAGSMÁL „Þetta gekk allt saman mjög vel og ég er eig- inlega orðlaus,“ segir Brynj- ar Karl Brynjars son, tólf ára legóbyggingar meistari, um viðtök- urnar sem líkan hans af Titanic fékk í Smáralind í gær. Brynjar hefur unnið í tólf mánuði að líkaninu af Titanic úr legókubb- um. Skipið er sex og hálfur metri. „Þetta var alveg rosalega mikil bygging, 56 þúsund kubbar,“ segir Brynjar sem fékk mikla aðstoð frá móður sinni og afa auk þess sem hann fékk að gjöf fjölmarga legó- kubba frá Lego. Við afhjúpun líkansins fengu Brynjar og Alexander Birgir Björnsson viðurkenningu fyrir störf sín í þágu einhverfra en Alexander og Brynjar fengu viðurkenningu fyrir störf sín í þágu einhverfra: 56 þúsund legókubbar í Titanic ÓTRÚLEGA STOLTUR Bygging líkansins tók eitt ár. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI Þessar niðurstöður hljóta að vera hið minnsta vísbending um að eitt- hvað sé bogið við kerfið eins og það er. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður. Alexander fékk marga færa tón- listarmenn á tónleika til að safna peningum fyrir Birtu og einhverfu- samtökin. Þá hefur Brynjar gefið út bókina „Minn einhverfi stórhugur“ sem er hvatning til annarra barna að fylgja draumum sínum. - srs FRÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN VITA Mallorca VITA er lífið Vaxtalaus ferðalán til allt að 12 mánaða ÍS LE N SK A SI A .I S V IT 74 07 9 4/ 20 14 Fjölskyldan kemst í sólina með VITA fyrir aðeins 25.900 kr. á mánuði*Vaxtalaust VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 *M.v. 2 fullorðna og 2 börn til Mallorca eða Calpe á völdum dagsetningum. Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is -3° -6° -4° -2° -1°4 10 4 3 8 VEÐUR Í dag er vetrarveður á norðanverðu landinu með norðanátt og éljagangi, en sunnan til bjartviðri þótt þar verði kalt og hálfgert gluggaveður. SJÁ SÍÐU 46 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 8 -1 5 D C 1 7 6 8 -1 4 A 0 1 7 6 8 -1 3 6 4 1 7 6 8 -1 2 2 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.