Fréttablaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 16
25. apríl 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 MÍN SKOÐUN: JÓN GNARR S íðustu vikur hef ég unnið hörðum höndum við að ljúka þriðju og síðustu bókinni í æskuminninga- ritröð minni. Fyrsta bókin var Indjáninn, önnur Sjóræninginn. Bókin sem ég skrifa núna heitir Útlaginn. Verkefnið hefur heltekið huga minn. Ég get ekki hugsað um annað. Ég ýti öllu til hliðar til að geta skrifað og þessi bók er orðin einsog fíkn. Ég byrjaði rólega, það byrjaði einsog hálfgert fikt. Smátt og smátt varð hún fyrir- ferðarmeiri. Nú er svo komið að hún tekur umþaðbil 85% af allri heilastarfsemi minni. Ég er orðinn þræll þessarar bókar. Mér þykir það leitt en þannig er það. Ég ræð ekki ferðinni, það er ekki ein- hver „Ég“ sem er að skrifa, heldur er bókin einungis að nota mig til að skrifa sig. Ég er ekki að skrifa mér til ánægju held- ur til að slá á þá vanlíðan sem byggist upp innra með mér þegar ég er ekki að skrifa, soldið eins- og alkóhólisti sem drekkur, ekki sér til ánægju heldur til að deyfa vanlíðan. Þegar ég var lítill átti ég mér fyrirmyndir í rithöfundum. Ég leit upp til manna einsog Þór- bergs Þórðarsonar og Halldórs Laxness og langaði til að verða einsog þeir þegar ég yrði stór. Ég fann til meiri tengingar við Þór- berg því hann skrifaði um sjálfan sig og eigin ævintýri en skáldaði lítið. Ég gat ekki skrifað, en ég átti auðvelt með að tala. Ég hafði ljóta rithönd. Ég var lélegur í stafsetn- ingu og vissi ekki hvernig stafirn- ir áttu að snúa. Ég gat ekki einu sinni munað hvernig minn eiginn stafur, Joð, átti að snúa, þannig að ég sneri honum bara til skipt- is, rétt og öfugt. Ég skammaðist mín fyrir það sem ég skrifaði og henti því. Það átti greinilega ekki fyrir mér að liggja að verða rit- höfundur. Að vera maður sjálfur Standöppið varð minn bjarg-vættur. Þar þvældist þetta ekki fyrir mér. Þegar ég tal- aði var ég frjáls frá öllum þess- um flóknu stafsetningar- og mál- fræðireglum. Ég gat talað þessa góðu og skemmtilegu íslensku sem mér var fyrirmunað að skrifa. Ég skrifaði í skýin. Ég var fyndinn, ég vissi það. Mér fannst gaman að fara á flug og blaðra á sviði. Ég naut mín. Og aðrir höfðu gaman af því. Ég hafði vald á þessu formi. Ég þurfti ekki að hafa fyrir grín- inu, það var hluti af mér sjálfum einsog meðfæddur hæfileiki. Grínið leiddi mig útí leiklistina. Það gerðist óvart. Mér datt margt sniðugt í hug. Besta leiðin til að framkvæma það var að gera það sjálfur. Það var líka ódýrara. Ég lék í sjónvarpsþáttum, bíómynd- um og auglýsingum. Ég lék á sviði. Ég framfleytti mér með leiklist. En ég var ekki alvöru leikari. Ég hafði aldrei lært leiklist og var hálfgerður utangarðsmaður meðal leikara. En með því að leika öðl- aðist ég smám saman starfsrétt- indi og viðurkenningu. Á endanum var ég tekinn inní Félag íslenskra leikara og hef fulla starfsviður- kenningu sem slíkur. Ein helsta ástæðan fyrir því að ég fékk atvinnuleyfi í Bandaríkjunum er vegna þess fjölda Edduverðlauna sem ég hef unnið til á mínum ferli. Ég er viðurkenndur af Bandaríska leikarafélaginu. Ég er samt ekki alvöru leikari, meira einsog boð- flenna sem neitaði að fara. Ég skrifaði í skýin Úr leiklistinni hélt ég í stjórnmálin. Ég fékk hug-mynd og hrinti henni í framkvæmd. Besti flokkurinn hafði engan stofnkostnað, fékk engin framlög og byggðist á sjálf- boðavinnu. Enn og aftur var ég að reyna að gera eitthvað sjálfum mér og öðrum til ánægju. Hug- myndin vatt uppá sig og fyrren varði var ég orðinn borgarstjóri í Reykjavík og hafði tekið fullt af fólki með mér. Ég var allt í einu orðinn einn áhrifamesti stjórn- málamaður á Íslandi. Ég hef aldrei séð mig sem stjórnmála- mann. Mér finnst ég ekki vera stjórnmálamaður. Ég var bara boðflenna. Ég hefði getað haldið áfram í stjórnmálum og átt far- sælan frama en mig langaði ekki til þess. Og nú er ég kominn í enn eitt hlutverkið. Ég er orðinn rithöf- undur, það sem ég óskaði mér að verða fyrir 40 árum. Nú ferðast ég um heiminn og kynni og árita bækur sem ég er alltíeinu búinn að skrifa. En mér finnst ég ekki vera alvöru rithöfundur. Þeir eru öðruvísi en ég. Ég er ekki rithöf- undur frekar en ég var leikari eða stjórnmálamaður. Kannski er það með þetta einsog svo margt annað, um leið og eitthvað er ekki til þá verður það raunverulegt einsog eilífðin sem er ekki enda- laus tími heldur ástand án tíma. Og myrkrið verður til þar sem ekki er ljós. Ég hlakka óskaplega mikið til að koma heim til Íslands í birtuna og ylinn frá fólkinu mínu sem talar þetta sama tungu- mál og ég. Það skiptir kannski engu máli hvort ég er leikari, stjórnmála- spekingur eða rithöfundur ef ég er áfram ég sjálfur. Og ef maður er með það á hreinu þá getur maður verið hvað sem er. Ég óska öllum gleðilegs sumars. Enn eitt hlutverkið L íklega fjölgar ferðamönnum til Íslands hvað sem líður náttúrupassa og innviðum samfélagsins til að mæta fjölguninni. Ísland er komið á kortið. Víðernin eru falleg og ósnortin. Hér búa örfáir í stóru landi. Reifa þarf hugmyndir, sem tryggja góðar tekjur af gestunum og vernda landið. Ísland er eftirsóknarvert fyrir stórborgarbúa, sem sumir geta vart þverfótað hver fyrir öðrum á götu heima hjá sér. Lífsgæði í stórborgum eru engu að síður ótvíræð, en ólík okkar. Ísland er þess vegna spennandi í þeirra augum – eins og stórborgirnar eru spennandi í okkar augum. Við þurfum að tryggja að gestirnir okkar dreifist víðar um landið til að forðast átroðn- ing. Vekja þarf athygli á því að lækjarspræna í eyðifirði er ekki síður áhugaverð en Gullni hringurinn. Auðvitað er það reynt. Takist vel til, eru gífurleg tækifæri í sveitum landsins. En sveitafólkið, sem skortir reynslu, þarf stuðning og leiðbein- ingar, sem koma í veg fyrir að rasað verði um ráð fram. Fyrir- mynda má leita í Ölpunum. Í Sviss og Austurríki er ekki tjaldað til einnar nætur í ferðamannaiðnaði. Hefðbundin fjölskylduhótel standast kröfur um útlit og þjónustu. Þau eru ekki lýti í ægifögru umhverfinu. Og stoltir eigendur lifa fínu lífi. Líka þarf að hugsa stórt. Tasmanía er stór og fámenn eyja suður af Ástralíu. Þangað flykkjast ferðamenn frá stórborgum langt að af sömu ástæðu og þeir sækja Ísland heim. Óspillt og ægifögur víðerni, sums staðar ofurviðkvæm, freista borgar- búanna. Þar þarf að dreifa hópnum. Nýjasta tromp Tasmana er alþjóðlegt, metnaðarfullt nýlista- safn, MONA, sem er sagt afskekktasta listasafn í heimi. Það var byggt niðri við strönd, í sveit þar sem fáir bjuggu fyrir. Í safninu eru umdeild verk eftir mörg stærstu nöfnin í myndlist samtím- ans, sem sannarlega koma róti á tilfinningar fólks. Milljón gestir heimsóttu MONA í fyrra, flestir útlendingar. Safnið kostar stórfé – enda byggt utanum það mikið völundar- hús. En mörg fínustu listasöfn heimsins eru í einföldum skemm- um. Skemmur eru víða á Íslandi – gömul frystihús eða síldar- bræðslur, sem bíða eftir nýju hlutverki. Fyrir verð eins fjölveiðiskips mætti fá útlenda safnstjóra til að annast innkaup á listaverkum, blöndu íslenskrar og útlendrar nútímalistar af bestu sort. Þannig yrði til áhugavert safn. Vita- skuld þarf að kanna rekstrargrundvöllinn. Getur svona safn skilað ávöxtun eins og fiskiskip? Fordæmið frá Tasmaníu er lif- andi dæmi, sem má hafa til hliðsjónar. Ekki er ástæða til að óttast að íslensk list falli í skuggann þó að keypt verði verk eftir listamenn sem trekkja úti í hinum stóra heimi. Þvert á móti. Hér á landi eru myndlistarmenn sem stand- ast allan samanburð. Heimslistin myndi setja þá á hærri stall. Stungið er upp á útlendum safnstjórum af því að íslenskur listaheimur er lítill og allir þekkja alla. Innkaup svona safns verða að vera hafin yfir grun um klíkuskap. Ef vinargreiðar ráða ferð brestur grundvöllurinn. Listunnendur streyma á nútímalistasafn í Tasmaníu: Afskekktasta listasafnið Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is KOMDU MEÐ Í ÞJÓRSÁRVER! Magnaðar gönguleiðir um Kerlingarfjöll og Þjórsárver halendisferdir.is / info@halendisferdir.is / s: 6914212 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 7 -F 3 4 C 1 7 6 7 -F 2 1 0 1 7 6 7 -F 0 D 4 1 7 6 7 -E F 9 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.