Fréttablaðið - 25.04.2015, Síða 40
FÓLK| HELGIN
Barnamenningarhátíð í Reykjavík var sett á þriðjudaginn og stendur yfir til sunnudagsins 26. apríl.
Mjög fjölbreytt og viðamikil dagskrá er
um helgina og óhætt að segja að barna-
fjölskyldur og börn á öllum aldri geti
fundið margt við sitt hæfi.
Hátíðin var fyrst haldin árið 2010 og
átti upphaflega að vera haldin annað
hvert ár. Eftir hátíðina árið 2012, sem
þótti heppnast óvenjuvel, var ákveð-
ið að halda hana árlega að sögn Hörpu
Rutar Hilmarsdóttur og Guðmundar
Birgis Halldórssonar, verkefnastjóra
hátíðarinnar í ár. „Nú er hátíðin orðin
ein stærsta hátíðin í viðburðalandslagi
borgarinnar. Markmið hennar hefur allt-
af verið að efla menningarstarf barna og
ungmenna í borginni og er hátíðin því
kærkominn vettvangur fyrir menningu
barna, menningu með börnum og menn-
ingu fyrir börn. Í fyrra mættu rúmlega
42.000 gestir og tæplega 11.000 börn
komu fram á hátíðinni,“ segir Harpa.
Barnamenningarhátíðin er þátttöku-
hátíð líkt og Menningarnótt og Vetrar-
hátíð þar sem stofnanir og einstaklingar
sem tengjast eða einfaldlega hafa áhuga
á barnamenningu eru hvattir til þátt-
töku. „Viðburðalandslag hátíðarinnar
mótast af þátttakendum hennar sem
eru meðal annars leik- og grunnskólar,
frístundamiðstöðvar, dans-, myndlistar-
og tónlistarskólar, menningar- og lista-
stofnanir, sjálfstætt starfandi listhópar
og listamenn, félagasamtök ýmiss konar
sem og fjölmargir aðrir. Með því að
skoða dagskrá hátíðarinnar má sjá að
barnamenningu er ekkert óviðkomandi.
Hún fléttast inn í öll svið samfélagsins
allt frá listum til skipulags, frá gagnrýn-
inni hugsun til leikja og (ó)láta,“ bætir
Guðmundur við. Ókeypis er inn á alla
viðburði helgarinnar.
EITTHVAÐ FYRIR ALLA
Fjölbreytt dagskrá er í boði í dag og á
morgun um alla borg að sögn þeirra
beggja. „Iðnó verður breytt í ævin-
týrahöll þar sem má finna yfir fimmtíu
smiðjur og sýningar af öllum stærðum
og gerðum, meðal annars tónleika,
dans- og leiksýningar og smiðjur á borð
við legósmiðju, sirkussmiðju og brúðu-
gerðarsmiðju.“
Í dag verður fjölskyldudiskó í Ævin-
týrahöllinni í Iðnó þar sem frænkurnar
Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir (8 ára)
og Margrét Erla Maack (31 ára) stýra
fjölskyldudiskói. „Þar verður gleðin
svo sannarlega við völd á dansgólfinu.
Frænkurnar munu stýra ýmiss konar
dansi, t.d. Bollywood og limbó.“
Bruninn mikli í Reykjavík árið 1915
verður viðfangsefni áhugaverðrar sýn-
ingar sem haldin er í Ráðhúsinu í dag.
„Þar gefst gestum kostur á að fræðast
um atburði þessarar örlagaríku nætur
þegar stór hluti miðbæjar Reykjavík-
ur brann til grunna á einni nóttu. Á
sýningunni verður einnig hægt að sjá
gamla muni frá Slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins auk þess sem hægt verður
að skoða gamla og nýja slökkviliðsbíla
við Austurvöll milli klukkan 13.00 og
17.00.“
Eins og undanfarin ár verður loka-
hátíðin haldin í Laugardalslaug á
sunnudegi. „Hún ber heitið Bullumsull
en þar munu fjörugir tónar munu flæða
um sundlaugarbakkana og skemmtilegir
gestir gleðja unga sem aldna. Ofurhug-
arnir í BMX BROS munu sýna listir sínar
og hægt er að busla í vaðlauginni, taka
salíbunu í vatnsrennibrautinni, hring
á mínígolfbrautinni, prufa leiktækin og
glíma við kolkrabbann!“
Fjölmargir aðrir viðburðir verða
um helgina en dagskrána má nálgast
á www.barnamenningarhatid.is. Nýjar
fréttir má einnig finna á Facebook og
Twitter (@barnamenning).
VEISLA FRAM UNDAN
HÁTÍÐ BARNANNA Lokadagar Barnamenningarhátíðar í Reykjavík eru um
helgina. Fjölbreytt dagskrá er víða um borg og er ókeypis inn á alla viðburði.
ÖLD SÍÐAN
Bruninn mikli í Reykjavík
árið 1915 verður við-
fangsefni áhugaverðrar
sýningar.
MYND/LJÓSMYNDASAFN
REYKJAVÍKUR
FJÖLBREYTNI
Mörg dansatriði og
danssmiðjur eru í boði á
hátíðinni.
MYND/RAGNAR TH. SIGURÐSSON
LITAGLEÐI
Nemendur hvers grunn-
skóla klæddust sama lit
svo úr varð veisla fyrir
augun.
MYND/RAGNAR TH. SIGURÐSSON
HÁTÍÐ Í BORG Harpa Rut Hilmarsdóttir og Guðmundur Birgir Halldórsson eru
verkefnastjórar Barnamenningarhátíðarinnar í Reykjavík. MYND/ERNIR
#BYLGJANBYLGJAN989
HLUSTAÐU
HVAR SEM ER,
HVENÆR SEM ER
SIGURJÓN M. EGILSSON
OG ÞJÓÐMÁLIN Í BEINNI
SPRENGISANDUR
ER Í LOFTINU
MILLI KL. 10:00 - 12:00SUNNUDAG
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
9
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
B
-4
9
7
C
1
7
6
B
-4
8
4
0
1
7
6
B
-4
7
0
4
1
7
6
B
-4
5
C
8
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K