Fréttablaðið - 25.04.2015, Qupperneq 38
FÓLK|HELGIN
Páll V. Bjarnason þekkir byggingar-listarsögu Hafnarfjarðarbæjar út og inn en hann er sérfræðingur í
endurbyggingum og varðveislu húsa.
Hann hóf feril sinn í Hafnarfirði þar sem
hann bjó í fjórtán ár og sá um viðbygg-
ingar við mörg gömul hús í bænum.
Hann leiðir sögugöngu um Hafnarfjörð í
dag sem hefst klukkan 14.
„Ég hef kynnt mér sögu þessara húsa
talsvert og hún er því komin í gagna-
bankann í hausnum á mér,“ segir Páll.
„Ég kalla þetta hönnunargöngu og
mun í henni fjalla um þróun hafnfirskrar
byggingarlistar á mannamáli. Gangan
tekur um einn til einn og hálfan tíma
og efnistökin því aðeins bundin þeirri
tímalengd. Ég fer um miðbæinn og byrja
á elstu torfu bæjarins, hjá húsi Bjarna
Sívertsen og Hansensbúð. Þaðan kíki
ég upp á Kirkjuveg þar sem hús Bjarna
Snæbjörnssonar læknis stendur og
fleiri steinsteypuklassísk hús frá því
um 1930. Þaðan verður gengið inn í
miðbæinn eftir Strandgötunni en þar
eru nokkur funkishús, ráðhúsið, spari-
sjóðurinn og Venusarhúsið svokallaða
sem ég mun segja frá.“
ÁTTI AÐ RÚSTA MIÐBÆNUM
„Ég mun aðeins taka fyrir miðbæjar-
skipulagið og söguna þar á bak við
en það átti að rústa öllum miðbæ
Hafnarfjarðar árið 1962 og þær ákvarð-
anir höfðu óneitanlega áhrif á bygg-
ingarlistina á þessu svæði,“ segir Páll.
„Nokkur gömul hús voru rifin í fram-
haldinu en svo var hætt við þessar
framkvæmdir, sem betur fer. En þarna
standa því nokkur funkishús eins og
steinrunnin tröll í miðbænum, innan um
gömlu húsin.“
„Þaðan heldur gangan áfram upp
Gunnarssund og eftir Vesturgötunni í
áttina að læknum. Ég segi frá húsum á
leiðinni eins og Vesturgötu 40 sem er
mjög flott steinsteypuklassík og Einars-
búð niðri við Strandgötu sem er gömul
verslun frá 1907. Þá tekur við nýrri
hönnun, safnaðarheimilið, kirkjan og
tónlistarskólinn sem er áfastur kirkj-
unni, í síðfunkisstíl. Gangan endar svo
við elsta hús Hafnarfjarðar, sem var
Strandgata 50 en er núna hluti af Fjöru-
kránni.“
Hönnunargangan er öllum opin og
ókeypis. Hún hefst klukkan 14 í dag við
Vesturgötu 8.
SAGA BYGGINGA Í HAFNARFIRÐI
HÖNNUNARGANGA Páll V. Bjarnason arkitekt leiðir hönnunargöngu um Hafnarfjörð í dag. Páll mun fara yfir sögu hafnfirskrar
byggingarlistar og segja frá íbúum margra elstu húsanna, starfsemi innan veggja þeirra og höfundum þeirra.
HÚS ÓLA BORGARA. MYNDIR/BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR
KIRKJUVEGUR 7.
SÉRFRÓÐUR UM GÖMUL HÚS Páll V. Bjarnason arkitekt leiðir hönnunargöngu um
miðbæ Hafnarfjarðar í dag og segir frá byggingarlistarsögu bæjarins, íbúum og starfsemi í
húsunum. MYND/GVA
AKURGERÐI OG LINNETSHÚS.
HAFNARFJARÐARBÆR FRÁ HAMRINUM.
Veldu innréttingar frá InnX
þegar gæðin skipta máli!
InnX • Fosshálsi 110 Reykjavík • Sími 577 1170 • www.innx.is • innx@innx.is
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
9
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
B
-6
7
1
C
1
7
6
B
-6
5
E
0
1
7
6
B
-6
4
A
4
1
7
6
B
-6
3
6
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K