Fréttablaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 80
25. apríl 2015 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 44
Fjörutíu ár eru liðin frá stofnun Hesta-
mannafélagsins Feykis í Norður-
Þingeyjasýslu. Starfssvæði þess er í
Kelduhverfi, Öxarfirði, Núpasveit og
Melrakkasléttu og meðlimir félagsins
eru um 70 talsins og starfsemin nokk-
uð viðburðarík.
„Við gerum ýmislegt skemmtilegt,“
segir Úlfhildur Ída Helgadóttir, frá-
farandi formaður félagsins, en skipt
var um stjórn um síðastliðna helgi. „Ég
var formaður í tvö ár og hef verið með-
limur nánast frá fæðingu. Pabbi minn
var mjög öflugur í starfinu og ég smit-
aðist af honum.“
Úlfhildur segir að félagið haldi
nokkrar árlegar uppákomur. „Árið
byrjar á folaldasýningu hjá okkur. Hún
er yfirleitt haldin í janúar eða febrúar.
Það er fín afsökun fyrir því að hittast,
fá sér súpu og bjór. Við höldum einnig
gjarnan námskeið fyrir félagsmenn og
fáum þá kennara annars staðar frá og
yfirleitt höldum við hestamannamót ár
hvert í júní eða júlí.“
Úlfhildur segir mótin skemmtileg
og að fólk komi víða að. „Við fáum
Akureyringa og Húsvíkinga til okkar.
Stundum kemur fólk frá Þórshöfn á
Langanesi.“
Auk hestamannamótsins segir Úlf-
hildur að félagsferðirnar séu hvað vin-
sælastar. „Við förum í þær yfirleitt í
ágúst. Þá hittast félagarnir, ríða út,
grilla og hafa gaman.“
Félagið sendir einnig keppendur á
Landsmót hestamanna. „Við fáum að
senda einn keppanda í hvern flokk. Við
erum svo lítið félag,“ segir Úlfhildur
kát í bragði.
Félagið Feykir fertugt
Fjörutíu ár eru liðin frá stofnun Hestamannafélagsins Feykis í Norður-Þingeyjasýslu. Það
fer í félagsferðir og heldur árlegt hestamannamót þar sem stemningin er góð.
BRUGÐIÐ Á LEIK Hér hafa aktygi verið lögð
á einn skjóttan til að ferðast í vagni.
Í ÚTREIÐARTÚR „Félagarnir hittast, ríða út, grilla og hafa gaman,” segir Úlfhildur Ída. MYNDIR AF HEIMASÍÐU FEYKIS
Árið byrjar á folalda-
sýningu hjá okkur. Hún er
yfirleitt haldin í janúar eða
febrúar. Það er fín afsökun
fyrir því að hittast, fá
sér súpu og bjór.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGA SIGURJÓNSDÓTTIR
Stórahjalla 33, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þann 21. apríl. Útför hennar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík þann 30. apríl nk.
Fyrir hönd aðstandenda,
Eiríkur L. Ögmundsson
Alfreð Erlingsson Birna Bragadóttir
Sæunn Kalmann Erlingsdóttir Ragnar G.D. Hermannsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
Þórðarsveig 3,
áður Borgarnesi,
lést þriðjudaginn 21. apríl. Útför hennar fer
fram frá Guðríðarkirkju miðvikudaginn 29. apríl kl. 13.
Hallur Björnsson
Sigurbjörn, Mjöll,
Hafþór, Ágústa,
Ingþór, Louise,
Laufey, Betúel
og barnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
STEINÞÓR BJARNI INGIMARSSON
bóndi og bifvélavirki,
Miðhúsum, Innri-Akraneshrepp,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 18. apríl.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 30. apríl kl. 14.
Nína Ólafsdóttir
Ingimar Kristján, Guðný Jódís, Sólveig, Rannveig,
Bóthildur og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar,
RAGNA ÞORGERÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
lést á hjúkrunarheimilinu Eir sumardaginn
fyrsta, þann 23. apríl. Útförin verður auglýst
síðar.
Ragnheiður Ármannsdóttir
Sigríður Ármannsdóttir
Sigurður Ármannsson
Kristján Ármannsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRHALLUR HALLDÓRSSON
Árskógum 6, Reykjavík,
lést sumardaginn fyrsta 23. apríl.
Sigrún Sturludóttir
Steinunn Þórhallsdóttir
Auður Þórhallsdóttir Siggeir Siggeirsson
Sóley Halla Þórhallsdóttir Kristján Pálsson
Inga Lára Þórhallsdóttir Elvar Bæringsson
Björg Þórhallsdóttir Gunnbjörn Ólafsson
Bryndís Þórhallsdóttir Vilbergur Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR
Sólvöllum 13,
Selfossi,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni
þriðjudagsins 21. apríl. Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hafþór Magnússon Sólveig Höskuldsdóttir
Einar Baldvin Sveinsson Jóna Sólmundsdóttir
Guðný María Hauksdóttir
Kristín Fjóla Bergþórsdóttir Guðmundur Örn Böðvarsson
og barnabörnin öll.
„Á svona hátíðartónleikum finnst okkur
við hæfi að fara í sparifötin og við
ætlum að klæðast glæsilegum, nýjum
kórkjólum sem hannaðir voru af Snæ-
dísi Guðmundsdóttur hjá Dís,“ segir
Sigríður Þyrí Skúladóttir, formaður
Kvennakórs Hafnarfjarðar. Kórinn
heldur tvenna tónleika nú á vordögum
og fagnar um leið tuttugu ára starfs-
afmæli á þessu ári.
Fyrri tónleikarnir verða í Hamars-
sal Flensborgarskólans í Hafnarfirði
á morgun, 26. apríl, og hefjast klukkan
16 en þeir síðari verða í Fella- og Hóla-
kirkju laugardaginn 2. maí og hefjast
klukkan 15.
„Við ætlum að líta yfir farinn veg og
rifja upp fjölmörg falleg lög frá liðn-
um árum, lög sem hafa öðlast sérstak-
an sess í hjörtum okkur kórkvenna á
tuttugu ára starfsævi kórsins. Einnig
ætlum við að frumflytja lag Þóru Mar-
teinsdóttur við ljóð eftir Örn Árnason.
Það var samið sérstaklega fyrir kórinn
í tilefni afmælisins,“ upplýsir Sigríður
Þyrí.
Tveir hafnfirskir listamenn, þau
Margrét Eir og Páll Rósinkrans, syngja
með kórnum á tónleikunum en hljóð-
færaleikarar verða Antonía Hevesi á
píanó, Jón Rafnsson á kontrabassa og
Kristrún Helga Björnsdóttir á flautu.
Stjórnandi kórsins er Erna Guðmunds-
dóttir. Sigríður Þyrí tekur fram að
tónleikagestum verði boðið að þiggja
afmæliskaffi og konfekt í hléinu.
Miðar eru seldir í forsölu á 2.500
krónur hjá kórkonum. Miðaverð við inn-
ganginn er 3.000 krónur en frítt er fyrir
börn yngri en 12 ára. gun@frettabladid.is
Í sparifötin á afmælistónleikum
Kvennakór Hafnarfj arðar er tvítugur og á tónleikum á morgun ætla kórkonur að
líta yfi r farinn veg og rifj a upp falleg lög sem öðlast hafa sess í hjörtum þeirra.
KVENNAKÓR HAFNARFJARÐAR Þessi mynd er tekin á jólatónleikum og hér eru kórkonur
ekki komnar í nýju kjólana.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
9
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
6
A
-4
8
B
C
1
7
6
A
-4
7
8
0
1
7
6
A
-4
6
4
4
1
7
6
A
-4
5
0
8
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K