Fréttablaðið - 25.04.2015, Qupperneq 96
25. apríl 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 60
Mér fannst ég ekki
vera tilbúin að fara út
átján ára. Ég vildi fyrst
fara annað og taka síðan
stóra skrefið.
Katrín Ásbjörnsdóttir.
visir.is
Meira um leiki
gærkvöldsins
Gengið síðustu sex tímabil | 2009 10. sæti (B-deild) | 2010 1. sæti (B) | 2011 12. sæti | 2012 6. sæti (B) | 2013 2. sæti (B) | 2014 4. sæti ● Íslandsmeistari 5 (síðast 1991) ● Bikarmeistari 1 (1971)
PEPSI
DEILDIN
2015
Hefst 3. maí
1. SÆTI ?
2. SÆTI ?
3. SÆTI ?
4. SÆTI ?
5. SÆTI ?
6. SÆTI ?
Spá Fréttablaðsins
7. Víkingur
8. Keflavík
9. Fjölnir
10. ÍA
11. ÍBV
12. Leiknir
EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★ ★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★ ★★ LIÐSSTYRKURINN ★★★★★ HEFÐIN ★ ★ ★ ★★
VÍKINGUR HAFNAR
Í 7. SÆTI
➜ Binni bjartsýni ➜ Nýju andlitin
Víkingi er spáð sjöunda sæti
en það er þremur sætum lægra
en liðið endaði síðustu leiktíð.
Víkingar komu liða mest á óvart í
fyrra og nældu sér í Evrópusæti í
fyrsta sinn í 23 ár. Ólafur Þórðar-
son þjálfar Víking þriðja árið í
röð, en nú hefur Serbinn Milos
Milojevic fengið stöðuhækkun og
er orðinn samþjálfari Ólafs. Sam-
starf þeirra hefur skilað Víkingum
miklu síðustu ár.
Miðjumaðurinn Igor Taskovic tók
Pepsi-deildina síðasta sumar með trukki
og dýfu og var einn besti leikmaður
deildarinnar.
Hann er algjör lykilmaður í
Víkingsliðinu; fyrirliði þess og
leiðtogi.
Taskovic les leikinn ótrúlega
vel, brýtur niður sóknir and-
stæðinganna og ber upp
boltann fyrir liðið. Igor er mikil-
vægasti leikmaður Víkingsliðsins.
Það missa öll góð íslensk lið sína
bestu menn. Það er ekkert nýtt.
Þótt margir leikmenn séu komnir
var hópurinn klár þokkalega
snemma og hefur liðið getað
spilað á sínu sterkasta lengi.
Andri R. Bjarnason BÍ/Bol.
Atli Fannar Jónsson ÍBV
Denis Cardaklija Fram
Finnur Ólafsson Fylkir
Hallgrímur Mar Steingr. KA
Haukur Baldvinsson Fram
Milos Zivkovic Serbíu
Rolf Toft Stjarnan
Stefán Þór Pálsson Breiðabl.
Thomas Nielsen AaB
Tómas Ingi Urbancic á láni
Viktor B. Arnarsson Fram
➜ Siggi svartsýni
Þetta er ekki sama liðið og náði
í Evrópusæti í fyrra. Lið sem fá
tólf leikmenn og missa tíu gera
ekkert af viti eins og hefur sann-
ast. Of mikil uppbygging í gangi.
➜ Lykilmaðurinn í sumar
ÆTLAÐI ALLTAF ÚT Katrín Ásbjörnsdóttir hefur farið vel af stað í atvinnu-
mennskunni í Noregi. Hér er hún með Þór/KA í bikarúrslitaleiknum gegn Breiða bliki
sumarið 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Í gær var dregið í
undan úrslit í Meistaradeild
Evrópu. Real Madrid spilar við
Juventus og Barcelona mætir
Bayern München.
Seinni rimman er ívið áhuga-
verðari og verða leikirnir sér-
staklega skemmtilegir fyrir
þjálfara Bayern, Pep Guardiola,
sem þjálfaði Barcelona áður en
hann fór til Bayern.
„Ég naut mikillar velgengni hjá
Barcelona en ég er afar ánægður
hjá Bayern. Þetta er í góðu lagi
mín vegna. Barcelona er auð vitað
besta liðið sem er eftir,“ sagði
Guardiola auðmjúkur.
„Það verður afar sérstakt.
Ég mun aldrei gleyma þessum
tveimur leikjum.“ - hbg
Barcelona er
besta liðið
PEP GUARDIOLA
SPORT
FÓTBOLTI Knattspyrnukonan
Katrín Ásbjörnsdóttir opnaði
marka reikninginn sinn í norsku
úrvalsdeildinni um síðustu helgi
og lið hennar, Klepp, er með fullt
hús á toppnum eftir þrjár fyrstu
umferðirnar.
„Þetta er ágæt byrjun og bara
eins og við vildum. Það er fínt að
vera með níu stig eftir þrjá leiki,“
segir Katrín en hún skoraði sitt
fyrsta mark í sigrinum á Trond-
heims-Örn á sunnudaginn var.
„Ég opnaði markareikninginn
loksins. Ég var farin að hafa svo-
litlar áhyggjur því ég var ekkert
búin að skora í æfingaleikjunum
og var orðin svolítið pirruð á því.
Svo loksins kom þetta í síðasta leik
og það var smá léttir. Vonandi held
ég bara áfram og þetta er alls ekki
síðasta markið,“ segir Katrín sem
steig stóra skrefið í vetur.
„Þetta er miklu erfiðara, finnst
mér, og það er meira tempó hérna.
Maður fær ekki eins mikinn tíma
með boltann og heima. Það er
samt frábært fyrir mig sem knatt-
spyrnukonu og það er líka gaman
að prufa eitthvað nýtt og erfiðara.
Það er fínt að komast hingað út
og vonandi kemst ég meira inn í
landsliðið með þessu skrefi,“ segir
Katrín.
Katrín er ekki eini Íslendingur-
inn í liðinu því Jón Páll Pálmason
þjálfar liðið og þá spilar hin norsk-
íslenska María Þórisdóttir einnig
með henni.
„Ég veit að okkur var spáð
níunda sætinu og það hafa ekki
margir trú á okkur. Mér finnst
gaman að sýna fólki hvað við
getum. Mér finnst við vera með
mjög gott lið þegar við eigum
góðan dag. Við erum með marka-
skorara í hverri einustu stöðu og
allar geta skorað hjá okkur hvort
sem það eru miðverðirnir eða bak-
verðirnir.“
„Það er samkeppni alls staðar og
þetta er góður hópur þar sem allar
standa saman,“ segir Katrín.
Katrín varð Íslandsmeistari
með Þór/KA sumarið 2012 og
skoraði alls 23 mörk í 42 deildar-
leikjum með norðanliðinu. „Það
gekk mjög vel fyrir norðan. Ég var
þarna í þrjú ár og fyrsta árið gekk
langbest þegar við urðum Íslands-
meistarar. Ég átti góða tíma þar en
það var bara milliskref. Ég ætlaði
mér alltaf að fara út,“ segir Katrín
og bætir við: „Mér fannst ég ekki
vera tilbúin að fara út átján ára
gömul. Ég vildi því fyrst fara
annað og taka síðan stóra skrefið,“
segir Katrín.
Hún er ekki þó ekki bara í fót-
boltanum. „Ég er í fjarnámi við
Háskólann á Akureyri í hjúkrunar-
fræði. Ég læri þetta í gegnum
netið. Það er líf eftir fótboltann
og maður verður að mennta sig,“
segir Katrín.
Meiðsli hafa sett mikinn svip á
feril Katrínar og oft komið í veg
fyrir að hún gæti nýtt sér kall í
landsliðið.
„Öll meiðslin hafa styrkt mig
en ég var næstum því búin að gef-
ast upp á tímabili. Þegar ég komst
ekki með landsliðinu í lokakeppn-
ina 2013 þá hugsaði ég hingað og
ekki lengra,“ segir Katrín en hún
hélt þó áfram.
„Ég þurfti þá að taka á mínum
málum en þetta eru aðallega hné-
meiðsli. Ég er búin að vera að
vinna í því mjög mikið í vetur. Ég
tók mér alveg pásu í fótbolta fram í
janúar. Ég einbeitti mér þess í stað
að því að styrkja mig. Vonandi nýt-
ist það bara en ég er búin að vera
heil,“ segir Katrín.
Klepp er við Stavanger en þar
spilar Íslendingaliðið Viking í
karladeildinni.
„Viking-liðið er með fjóra
Íslendinga í liðinu. Við erum mikl-
ir félagar þeirra og höfum verið að
grilla með þeim og svona,“ segir
Katrín og hún kvartar ekki undan
heimavellinum.
„Við spilum á nýju gervigrasi
sem kom í fyrra, annars voru þær
á grasvelli áður. Mér finnst þetta
gervigras algjör snilld. Það er fínt
að æfa á svona nýju gervigrasi
og mér finnst það eiginlega betra
heldur en moldugt gras,“ segir
Katrín og veðrið er heldur ekki að
spilla fyrir.
„Er ekki frost heima? Hérna
eru tuttugu gráður. Ég var bara
að stikna í síðasta leik. Sumarið er
komið hér,“ sagði Katrín hlæjandi
að lokum. ooj@frettabladid.is
Var farin að hafa áhyggjur
Atvinnumennskan byrjar vel hjá Katrínu Ásbjörnsdóttur í Noregi en lið hennar, Klepp, hefur komið mörgum
á óvart í upphafi tímabilsins með því að vinna þrjá fyrstu leiki sína.
FÓTBOLTI Fulltrúar KSÍ og 365 miðl-
ar hf. undirrituðu í gær stærsta
samning sem gerður hefur verið
um sýningarrétt frá íslenskum
knattspyrnumótum í sjónvarpi.
Samningurinn tryggir að sýnt
verði frá efstu deild, bikarkeppni,
Meistara keppni KSÍ og deildar-
bikar – bæði í karla- og kvenna-
flokki – yfir sex tímabil frá 2016
til 2021.
Samningurinn tryggir íslensk-
um félögum hátt í milljarð króna
yfir samningstímann en um stór-
aukningu er að ræða fyrir þau að
sögn Geirs Þorsteinssonar, for-
manns KSÍ.
„Þetta rennir styrkum stoðum
undir afreksstarf félaganna. Þetta
er líka mikil viðurkenning því við
höfum aldrei fengið slíkar upp-
hæðir áður,“ sagði Geir.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri
365, segir að það sé skynsamlegt að
fjárfesta í íslenskri knattspyrnu.
„Alveg klárlega. Íslenskur fót-
bolti er á mikilli uppleið og við vilj-
um njóta góðs af því að taka þátt í
þeirri uppsveiflu.“
Meðal þess sem nýi samningur-
inn gerir ráð fyrir er sá möguleiki
365 að sýna beint frá öllum 132
leikjunum í efstu deild karla.
„Það er eitt af því sem við erum
að skoða vel hvort við eigum að
nýta okkur,“ sagði Sævar. „Við
viljum gjarnan efla umfjöllun um
íslenska knattspyrnu eins mikið og
mögulegt er.“
Geir segir að það myndi breyta
miklu fyrir félögin sjálf, sem og
stuðningsmenn þeirra, að hafa
alla leiki sína í beinni sjónvarps-
útsendingu.
„Það mun breyta miklu, ekki
síst varðandi sýnileika og verð-
mæti deildarinnar. Það er mikið
markaðsstarf innan félaganna og
skiptir þau gríðarlega miklu máli
að þeirra leikir séu sýnilegir í
sjónvarpi,“ segir formaður Knatt-
spyrnusambandsins. - esá
Nýr samningur færir íslenskum félögum milljarð króna
365 miðlar hf. og Knattspyrnusamband Íslands undirrituðu í gær samning um sýningarrétt frá mótum á vegum KSÍ frá 2016 til 2021.
TÍMAMÓT Geir Þorsteinsson og Sævar Freyr Þráinsson handsala samkomulagið. Til vinstri er Ásgeir Ásgeirsson, formaður
Íslensks toppfótbolta, og til hægri Hörður Magnússon frá Stöð 2 Sport. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ÚRSLIT
DOMINO‘S-DEILD KVENNA
LOKAÚRSLIT, 2. LEIKUR
KEFLAVÍK - SNÆFELL 76-85
Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 43/11 fráköst/7
stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 16/10 fráköst,
Bryndís Guðmundsdóttir 9/7 fráköst, Sandra Lind
Þrastardóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 2.
Snæfell: Kristen Denise McCarthy 43/11 fráköst/5
stoðsendingar/5 stolnir, Hildur Sigurðardóttir
17/13 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/7
fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5, Alda Leif
Jónsdóttir 5/6 fráköst/6 stoðsendingar, María
Björnsdóttir 4, Berglind Gunnarsdóttir 2.
Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Snæfell.
NÆSTI LEIKUR
Snæfell - Keflavík mán. kl. 19.15
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
9
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
6
9
-F
9
B
C
1
7
6
9
-F
8
8
0
1
7
6
9
-F
7
4
4
1
7
6
9
-F
6
0
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K