Fréttablaðið - 25.04.2015, Side 88

Fréttablaðið - 25.04.2015, Side 88
25. apríl 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 52 TÍST VIKUNNAR GÍSLI PÁLMI, GAUI LITLI OG KALT TE betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík, Sími 588 8477 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16 Dalsbraut 1, Akureyri, Sími: 558 1100 • Skeiði 1, Ísafirði, Sími 456 4566 ÞÍN STUND ÞINN STAÐUR TIMEOUT Hægindastóll með skemli Fáanlegur í mörgum útfærslum og litum. Svart leður og hnota með skemli. Fullt verð: 379.980 kr. Tilboðsverð 299.990 kr. AFSLÁTTUR 20% Stillanlegur höfuðpúði. Þægilegt handfang til að stilla halla á baki. Skemill hentar öllum óháð lengd. Halldór Armand @HalldorArmand 21. apríl Twitter gegndarlaus echo chamber. Það er verðmætt að búa í samfélagi þar sem fráleitar skoðanir þrífast og allir eru ekki alveg eins. Saga Garðars- dóttir @harmsaga 22. apríl Munið þegar við vissum alltaf hvað Gaui litli var mörg kíló. Og Jóhannes Haukur. Nú lifum við í endalausri óvissu. Árni Vil- hjálmsson @Cottontopp 23. apríl Ein af ástæðunum fyrir því að ég elska Kringluna er að ég fæ menningar- sjokk í hvert skipti sem ég fer þangað. Þóra Tómasdóttir @thoratomas 22. apríl Mér finnst ég svo mis- þroska að hlusta á Gísla Pálma allan daginn. Ég þoli ekki hvað þetta er gott. Unnur Eggertsdóttir @UnnurEggerts 20. apríl 1. Hella upp á te 2. Brenna sig á fyrsta sopanum, láta það standa aðeins 3. Gleyma að maður hafi hellt upp á te og finna það kalt klst seinna TÓNLIST ★★★★ ★ Gísli Pálmi Smekkleysa „Ég snýst í hringi, flýjandi kvíð- ann minn. Svífandi í endalausri spilavídd. Vímuefna vítahring. […] Ég er svo fokking háður, þarf alltaf að vera undir einhverjum áhrifum. […] Átti lærdómsfulla æsku, handjárn, kærur. Inni í klefa læstur. […] Bara finn ekk- ert öryggi, án þess að finna á mér örlítið.“ Þetta eru textalínur úr laginu Spilavítið sem er persónulegasta lagið á frumraun rapparans Gísla Pálma sem kom út í síðustu viku. Rithöfundurinn Mikael Torfa- son lýsti plötunni sem „Ísbjarn- arblús sinnar kynslóðar“ enda rauk platan út í bílförmum eftir að mikil eftirvænting skapaðist fyrir henni á samfélagsmiðlum eins og Twitter. Gísli Pálmi naut lið sinnis Jóhanns Bjarkasonar og Inga Más Úlfarssonar við laga- smíðar og útfærslu. Þegar platan er spiluð fær hlustandinn fljótt á tilfinninguna að hér sé eitthvað alveg nýtt á ferðinni og Mikael gæti haft eitthvað til síns máls enda gríp- ur fyrsta lagið, Efnið, hlustand- ann strax. Lagið Meðnóg er gríp- andi og sterkt. Einnig 5AM. Þrjú sterkustu lög plötunnar, Drauma- landið, Háar hæðir og Spilavítið, koma öll í röð en þau hafa alla burði til að slá í gegn á útvarps- stöðvum landsins í sumar. Texta- gerð, framsetning og tímasetn- ingar eru allar framúrskarandi. Spilavítið er langpersónuleg- asta lagið á plötunni. Textinn er á köflum óþægilegur („Kalt í mínum æðum. Útúr sveittar sængur, lyfjakassinn tæmdur, klósett fullt af ælu“) og hlustand- inn vill helst senda Gísla Pálma í læknisskoðun. En þessi texti er einlægur og persónulegur og það er oft hreinasta form listsköpun- ar. Gísli Pálmi opnar sig alveg og stendur berskjaldaður gagnvart umhverfi sínu og áliti annarra. Aðrir rapparar koma við sögu á plötunni og hér er ástæða til að nefna framlag Helga Sæmundar í Háum hæðum. Þótt textinn sé ekki mjög djúpur er frammistaða Helga Sæmundar framúrskar- andi og gerir mjög mikið fyrir lagið. Sá sem þetta ritar reyndi að staðsetja Helga Sæmund við hlið erlends listamanns sem hann tengdi við en áttaði sig á því að það væri óþarfi. Hér er á ferð- inni íslenskt rapp sem þarf ekki speglun í erlendri fyrir- mynd. Þá má hér nefn a nefna fram- lag Tiny í laginu 5AM enda er það rímnaflæði Tinys sem gerir lagið. Gísli Pálmi er ekki allra og hann er heldur ekki að reyna það. Hann var hér um árið óhræddur við að koma fram ber að ofan með Range Rover-bifreiðar í bak- grunni í tónlistarmyndbandi af því að efnishyggja er leiðarstef í listrænni tjáningu margra rapp- ara vestanhafs. Listamanna sem Gísli Pálmi, sem var lengi búsett- ur í Los Angeles, samsamar sig. Einhverjum hefur ef til vill þótt einkennilegt að sjá ungan hvítan Íslending apa þetta eftir en Gísla Pálma er alveg sama. Hann er ekki að reyna að þóknast neinum. Og það er hluti af því sem gerir hann að svo áhugaverðum lista- manni. Að þessu leyti er hann óhræddur og hreinasta listsköp- unin er afrakstur óttaleysis. Sá sem þetta ritar hlustaði marg- sinnis á plötuna heima og í bíln- um og leiddist aldrei enda hefur hún að geyma ótrúlega kröftugar lagasmíðar á köflum og hlýtur að koma til greina sem ein af plötum ársins. Gísli Pálmi, rétt eins og margir aðrir hæfileikaríkir einstakling- ar, er efasemdamaður um eigin hæfileika. („Hvernig get ég elsk- að ef ég elska ekki sjálfan mig?“) Þetta er oft ríkjandi einkenni framúrskarandi listamanna enda er í efanum innbyggð þrá til að skapa eitthvað frábært og einstakt og um leið ótti um að afrakstur sköpunarinnar sé ekki nógu góður. Gísli Pá lmi er óhrædd- ur við að lýsa sam- tíma sínum og reynslu á raunsæjan hátt . Hann segir söguna án þess að fegra hana. Í raun má segja að ríkt forvarn- argildi sé í text- unum því það skín svo í gegn að Gísli Pálmi er ekki stoltur af því sem hann hefur lent í. Til þess að skilja list Gísla Pálma þarf samt að skilja hver hann er. Sá sem þetta ritar upp- lifir texta Gísla Pálma eins og hann sé meðvitaður um mis- tök sín og hvers sé ætlast til af honum („Búinn að finna sátt við sjálfan mig og allt sem ég þoldi.“) enda er hér á ferðinni skarpgreindur ungur maður sem lenti á glapstigum snemma á lífsleiðinni. En það er skært ljós við enda ganganna og frum- raun Gísla Pálma er besti vitnis- burðurinn um það. Ef Gísli Pálmi heldur rétt á spöðunum er þetta bara byrjunin á einhverju miklu stærra. Þorbjörn Þórðarson Innbyggð þrá að skapa eitthvað einstakt MEÐ PLÖTUNA Hér má sjá rapparann Gísla Pálma og Ásmund Jónsson, útgefanda hjá Smekkleysu, með plötuna á útgáfudag. LÍFIÐ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 8 -3 8 6 C 1 7 6 8 -3 7 3 0 1 7 6 8 -3 5 F 4 1 7 6 8 -3 4 B 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.