Fréttablaðið - 25.04.2015, Side 35
Soffía Björg er ein átta systkina frá bænum Einarsnesi, rétt utan við Borgarnes. Tónlistin hefur ávallt verið ríkur þáttur á heimilinu og
þessi stóri hópur kemur gjarnan saman, syngur
og leikur tónlist. Móðir hennar er Björg Karitas
Jónsdóttir sópransöngkona og amma er Soffía
Karlsdóttir, leik- og söngkona. Faðir hennar, Óðinn
Sigþórsson, grípur gjarnan í nikkuna, píanó og
gítar. Þá er systir Soffíu, Kristín Birna, einnig söng-
kona. Það er því óhætt að segja að þetta sé tónelsk
stórfjölskylda í Borgarfirðinum. „Ég held að það sé
tónlist í okkur öllum systkinunum. Það er tónelskt
fólk í báðum ættum,“ segir Soffía. „Það hefur alltaf
verið líf og fjör á þessum bæ.“
PLATA Í VINNSLU
Soffía er 29 ára og býr heima um þessar mundir
eftir tíu ára búsetu í höfuðborginni. „Ég saknaði
kyrrðarinnar í sveitinni á meðan ég bjó í borginni.
Núna sakna ég stundum erilsins í Reykjavík,“ segir
Soffía og bætir við að þægilega stutt sé að skjótast
í bæinn, enda þarf hún oft að vera á ferðinni á milli.
„Ég útskrifaðist í tónsmíðum frá Listaháskóla Ís-
lands síðastliðið vor. Platan sem ég er að vinna er
partur af lokaverkefni mínu þar,“ segir hún. „Mér
fannst sóun að setja upp tónleika fyrir útskriftina og
nýta þá ekkert frekar. Þess vegna ákvað ég að vinna
efnið frekar með plötu í huga. Önnur lög á plötunni
hef ég verið að flytja með hljómsveit minni.“
TÓK LANGAN TÍMA
AÐ STÍGA Á SVIÐ
SVEITASTELPA Soffía Björg Óðinsdóttir, söngkona, laga- og textahöfundur,
nýtur sín best heima í sveitinni þegar hún semur lögin sín. Fyrsta platan er
væntanleg í byrjun sumars en Soffía Björg hefur undirbúið hana í heilt ár.
Á UPPLEIÐ
Soffía Björg er ung og
hæfileikarík. Hún er
bæði laga- og texta-
höfundur og fyrsta
platan á leiðinni.
MYND/BIRTA RÁN
Hátíð barnanna
Lokadagar Barna-
menningarhátíðar
í Reykjavík eru um
helgina.
Síða 6
Söguganga í Hafnarfirði
Páll Bjarnason arkitekt
leiðir hönnunargöngu
um Hafnarfjörð.
Síða 4
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
9
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
6
A
-E
1
C
C
1
7
6
A
-E
0
9
0
1
7
6
A
-D
F
5
4
1
7
6
A
-D
E
1
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K