Fréttablaðið - 25.04.2015, Qupperneq 36
FÓLK|
Þegar Soffía er beðin að útskýra eigin lög,
svarar hún: „Þetta er þjóðlagapopptónlist en svo-
lítil sveitatónlist líka. Með annarri hljómsveit,
Brother Grass, hef ég leikið gömul Suðurríkjalög en
sá stíll hentar mér mjög vel. Ég er svo melankólísk,
lögin mín og textar eru lituð af því. Ég á annars
erfitt með að skilgreina þessa tónlist en frá unga
aldri hef ég alltaf litið upp til Erics Clapton. Ég
var hugfangin af hljómfallinu og textunum í lögum
hans. Ég held að fyrstu áhrifin séu frá honum
komin. Með aldrinum hef ég farið um víðan völl í
tónlistinni. Ég lærði á gítar fyrir fimm árum og hef
þjálfast í gegnum lögin sem ég er að semja,“ út-
skýrir Soffía Björg.
TÓNELSK, FEIMIN SVEITASTÚLKA
Soffía Björg er alin upp í Borgarfirði og segist vera
mikil sveitastúlka. „Mér líður einstaklega vel í
sveitinni. Ég var orðin mjög þreytt á leigumarkaðn-
um í Reykjavík, mig langaði að skipta um umhverfi.
Það var því dásamlegt að flytja aftur heim,“ segir
hún. „Ég er mikil hestakona og nýt þess að vera
í kringum hrossin. Fjölskyldan fór alltaf í árlega
hestaferð og þá var gjarnan mikið sungið og leikið
á hljóðfæri. Alltaf mikil gleði í slíkum ferðum. Ég
segi oft að ég hafi alist upp á hestbaki,“ segir hún.
Soffía Björg stundaði nám í fjölbrautaskólanum
á Akranesi. Flutti síðan til Reykjavíkur til að vinna
og kláraði skólann í fjarnámi. „Þá hóf ég nám við
Söngskólann í Reykjavík hjá Dagrúnu Hjaltadóttur
óperusöngkonu. Þarna fetaði ég fyrstu sporin í tón-
listarnámi og var alveg skíthrædd vegna feimni.
Mér hafði aldrei dottið í hug að ég færi þessa leið.
Mamma hvatti mig hins vegar til að fara í söngnám
til að ná úr mér feimninni. Þetta var eitthvað það
erfiðasta sem ég hef gert. Ég titraði svo mikið á
fyrstu prufunni að lappirnar gáfu sig bókstaflega,“
segir Soffía sem sótti síðan um inngöngu hjá FÍH og
lærði þar djass- og blússöng. „Ég heillaðist mjög af
blús,“ segir hún.
MARGT AÐ GERAST
„Síðan komst ég inn á tónsmíðabraut í Listaháskól-
anum haustið 2011 undir handleiðslu Tryggva M.
Baldvinssonar tónskálds. Eftir námið hef ég verið
að spila og syngja með Brother Grass og við höfum
haft heilmikið að gera. Ég hef meira og minna
unnið við tónlist undanfarin ár og hef nýtt þekk-
ingu mína til að útsetja lögin á væntanlegri plötu
minni. Einnig samdi ég kórverk fyrir Dómkórinn
í Reykjavík síðasta haust sem var einstaklega
skemmtilegt. Það var flutt á tónlistardögum Dóm-
kirkjunnar,“ segir Soffía.
Síðasta sumar fór hún til New York og söng á
útgáfutónleikum fyrir söngleikinn Revolution in
the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter
sem var settur upp „off Broadway“. Þá lék hún
sömuleiðis á Reykjavík Folk-festival. „Í fyrra kom
ég fram á Aldrei fór ég suður og aftur núna sem
bakraddarsöngkona með Boogie Trouble. Það var
alveg gífurlega gaman, mikið dansað,“ útskýrir
hún. „Núna 2. maí verð ég með tónleika í Mengi
á Óðinsgötu en systir mín, Sigríður Þóra, sem
er listakona verður með vídeóverk sem verður
varpað á vegg staðarins. Síðar í maí kem ég fram
á hátíðinni Saga-Fest á Stokkseyri.“
SPENNANDI DAGAR
Soffía kom fram á barnamenningarhátíðinni í
Hörpu í vikunni. Þar söng hún lög í Upptaktinum,
tónsmíðakeppni krakka. „Ég fékk í hendur dásam-
leg lög frá börnum og þetta var svo skemmtilegt.
Um helgina ætla ég að spila fyrir hóp í Borgarfirði.
Mæti með gítarinn og syng skemmtilega blöndu
fyrir fólkið,“ segir hún. Soffía hefur sungið heil-
mikið í heimabyggð. Brother Grass hefur til dæmis
oft verið með tónleika í Landnámssetrinu. Einnig
hefur hún haldið tónleika með systur sinni, Krist-
ínu Birnu. Þá hafa þær komið fram á þorrablótum
við góðar undirtektir. Systurnar voru sömuleiðis
með tónleika á Rósenberg um síðustu jól svo
þær hafa unnið talsvert saman. „Tónlistin er svo
fjölbreytt að maður getur gert alls konar,“ segir
Soffía. „Það er allt að gerast í tónlistinni hjá mér.
Þetta er ótrúlega spennandi og ég fæ fiðring fyrir
hvert einasta gigg. Ég gæti ekki hugsað mér að
vinna við neitt nema tónlist þrátt fyrir að þetta sé
hark og óvissa.“
Soffía Björg segir að hún sé að mestu búin að
ná úr sér feimninni. „Það tók alveg nokkur ár að
sættast við að standa á sviði, láta mér líða vel og
njóta. Núna hlakka ég til að koma fram.“ Þegar
hún er spurð hvort hún hafi ekki sungið í grunn-
og framhaldsskóla, svarar hún: „Nei, Guð minn
góður. Ég hefði aldrei getað gert það. Það verður
allt að hafa sinn tíma. Mann langaði auðvitað alltaf
að verða eins og þessar flottu söngdívur en mér
fannst það óraunhæfur draumur.“
NÁTTÚRUBARN
„Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa alist upp í
sveit og sæki margt í náttúruna. Lögin mín verða
til í sólskála móður minnar. Það er svo fallegt
útsýni frá honum sem gefur mér innblástur. Svo
er ég með vinnuaðstöðu í Borgarnesi, í nýsköp-
unar- og frumkvöðlasetri sem heitir Hugheimar, og
þangað fer ég oft. Ég lifi í núinu og læt hlutina hafa
sinn gang. Mér finnst óþarfi að stressa sig,“ segir
þessa unga söngkona.
■ elin@365.is
Á TÓNLEIKUM Soffía á sviði. Það tók hana langan tíma að þora
að stíga á svið vegna feimni. MYND/KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
SVEITIN Soffíu líður best í sveitinni heima. Hún er alin upp í
Borgarfirði og stendur hér fyrir utan bæinn.
Í NEW YORK Útgáfutónleikar í New York á síðasta ári.
MYND/DAVID BURLACU
HELGIN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur
og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja
Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Aðalfundur NLFR
Aðalfundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur
verður haldinn í Norræna húsinu þriðjudaginn
28. apríl 2015 kl. 17:00.
Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf.
Sérstakur gestur fundarins:
Magnús Aðalsteinn Sigurðsson,
sagnfræðingur flytur fróðlegt erindi
um Jónas lækni og áhrifavalda hans.
Léttar veitingar í boði félagsins.
Stjórn NLFR
Berum ábyrgð á eigin heilsu
Vísir.is er hluti af
NÆRANDI ÞÆTTIR
Þorbjörg Hafsteins veitir góð ráð um
hvernig megi efla lífsorkuna, bæta útlit
og viðhalda vellíðan.
Fylgstu með þessum fróðlegu örþáttum á
visir.is/heilsuvisir.
Heilsuvísir er vefsvæði á Vísi tileinkað heilsu,
hreyfingu, hollu mataræði og kynlífi.
Kíktu í heimsókn.
Á NÝJU VEFSVÆÐI VÍSIS
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
9
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
A
-F
5
8
C
1
7
6
A
-F
4
5
0
1
7
6
A
-F
3
1
4
1
7
6
A
-F
1
D
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K