Fréttablaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 32
25. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Hvað finnst þér best við embætti alþingismannsins? Ég held að flestir sem setjast á Alþingi geri það af góðum ásetn- ingi. Við viljum hafa góð áhrif á samfélagið, gera gagn, byggja upp og bæta. Þetta er kannski skrítið að segja þegar svona léleg ríkisstjórn hefur komist til valda en þetta er samt í megin- atriðum satt. Mig langar til að gera landið betra og líf fólks betra og það besta við starfið er að fá tækifæri til þess. Og svo kannski hitt, að Alþingi er góður skóli, maður lærir hvernig hlut- irnir hanga saman og samfélagið virkar. En verst? Mér finnst verst að við erum ekki að gera hlutina nógu vel. Er eitthvað úr reynslubankanum sem nýtist þér vel í starfinu? Ég reyni að læra af öllu sem ég lendi í og upplifi en ég er kannski ekki nógu mikill nörd. Ég er þakklát fyrir að hafa verið í sagnfræði og hagfræði, það hjálpar þegar maður þarf að reyna að skilja flókna hluti. Ég reyni að læra af alls konar rugli í lífinu líka og veit að maður er ótrúlega ófullkominn. Í pólitík lærði ég mikið af Kvennalist- anum og öllum þessum snill- ingum sem ég hef starfað með í alls konar aðstæðum. Reynsla er alveg einstaklega teygjanlegt hugtak. Varð hræddust á ævinni í IKEA Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur langar að gera landið og líf fólks betra. Hún hefur farið höndum um forna skinnskó, perlur og mannabein. Vildi gjarnan vera útivistartýpa í raun, ekki bara í dagdraumum, og dans hennar er fegurri en nokkur tangó. Fædd 29. maí 1968. Hvaðan Reykjavík. Maki Birgir Hermannsson. Börn Natan Sigríðarson, Jakob, Hanna Sigþrúður og Davíð Birgisbörn. Áhugamál Lestur og handavinna. Menntun BA í sagnfræði frá HÍ, MA í viðskipta- og hag- fræði frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Störf Verkefnisstjóri hjá Norræna félaginu, sérfræðingur á Hagstofu Íslands, hagdeild ASÍ og velferðarsviði félags- og tryggingamálaráðu neytis. Formaður fram- kvæmdastjórnar Ráð- gjafarstofu um fjármál heimilanna. Alþingis- maður frá 2009. Einnig nefndarmaður, fulltrúi eða stjórnarmaður í Kvennalista, Samfylk- ingarfélaginu í Reykja- vík, bankaráði Seðla- bankans og hússjóði Öryrkjabandalagsins. Hvernig nærir þú þig helst andlega? Mér finnst gott að vera með öðru fólki. Að vera jafnaðarmann- eskja er ekki síst fólgið í því að virða skoðanir og sjónarmið ann- arra í fúlustu alvöru – og hafa gaman af því. Ertu göngukona? Nei. Ég fer í sund og einstöku sinnum út með Lubba og Birgi. Mér finnst gott að vera úti og ég vildi að ég væri útivistar- týpa í raun en ekki bara í dag- draumum. Finnst þér gaman að dansa? Já. Ég dansa það sem ungt fólk með takmarkaða dansreynslu kallar „miðaldra dans“, set stút á munninn, sletti í góm og sveifla höndum frjálslega, ásamt losta- fullu mjaðmadilli. Dans minn er fegurri en nokkur tangó. Hefurðu komið í torfbæ? Já já, og klaustur og göng, ofan í sýruker og grafir frá sögu- öld. Ég gróf eftir fornleifum á sumrin þegar ég var í sagn- fræðinni, þannig að ég hef skafið innan ótal torfbæi. Í Viðey gróf ég það sem er líklega sjálft Við- eyjarklaustur, undir stjórn Margrétar Hallgrímsdóttur, og baksaði jöfnum höndum við forna skinnskó, perlur, kamba og mannabein. Svo er auðvitað Glaumbær í Skagafirði í uppá- haldi. Hvert er leiðinlegasta húsverkið að þínu mati? Ég skammast mín fyrir það, en mér leiðast öll húsverk. Þetta bitnar talsvert á manninum mínum en minna á börnunum, því börn hafa svo mikla aðlög- unarhæfni. Ég geri þetta, og við hjálpumst að, en það er af skyldurækni og fórnfýsi fremur en áhuga. Ryksugur eru hávær- ar, skúringafötur blautar og hárugar, uppvaskið er alltaf leiðinlegra en máltíðin. Börnin eru hrein og nærð og það er í for- gangi. Hvert vildir þú helst ferðast? Við fjölskyldan erum að leggja drög að hringferð í sumar og ég get ekki beðið eftir að renna úr hlaði. Ég hef ferðast víða en á þó ansi marga heimshluta eftir. Efst á óskalistanum núna eru Istanbúl og Japan. Helst vildi ég geta heimsótt Stokkhólm og New York á hverju ári. Hvar finnst þér fallegast á Íslandi? Ó, það eru svo margir fallegir staðir á Íslandi. En verði ég að velja einn þá vel ég Kirkjubæjar- klaustur og svæðið í kring. Veit ekki af hverju, bara svo fullkom- ið. Þingvellir eru líka í uppáhaldi og það þarf ég örugglega ekki að útskýra fyrir neinum. Svo er náttúrulega enginn staður feg- urri en góður leikskóli. Hefurðu lent í lífsháska eða annarri dramatískri reynslu? Ég hef í rauninni aldrei lent í meiri lífsháska en þeim sem fylgir lífinu: að eignast og eiga börn og ala þau upp, reyna að ráða við sjálfa mig, eignast fólk og missa. Það eru allir í lífs- háska meira og minna. Hrædd- ust varð ég á ævinni í IKEA í Uppsala, þegar byssumenn stormuðu með látum inn í rúma- deildina þar sem ég var að spá í uppfærslu á 10 sentimetra dýnu- bleðli. Ég fraus, og mátti þakka fyrir að hafa ekki einu sinni getað leitað skjóls undir tví- breiðu rúmi á sanngjörnu verði, því þetta voru bara einhver strákapör. Í kosningabaráttu vorið 2013. Sigríður Ingibjörg með Jakob, Davíð og Hönnu Sigþrúði á ferðalagi í Kaupmannahöfn sumarið 2008. Með Birgi í New York haustið 2013. Sigríður Ingibjörg og Hanna Sigþrúður í Flatey sumarið 2014. ÞEKKTU ÞINGMANNINN Reykjavíkurkjördæmi suður 25.02.2014 Ég vék hér að andverð- leikasamfélaginu og helm- ingaskiptakerfi Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Það er þetta kerfi sem þorir ekki að leyfa þjóðinni að sjá samning við Evrópusam- bandið. 04.11.2014 Lánasjóður íslenskra námsmanna hættir að vera sá sjóður sem honum er ætlað að vera, sem á að tryggja jafnrétti til náms óháð efnahag, ef ákveðinn hópur festist í skuldafeni ævina á enda. 24.02.2015 Er aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar ekki augljós svik við afdráttar- laus kosningaloforð Framsóknarflokksins um afnám verðtryggingar? Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Sigríður Ingibjörg Ingadóttir SIGRÍÐUR Í ÞINGSAL JÖFNUÐUR OG MANNRÉTTINDI ÚR FJÖLSKYLDUALBÚMINU ➜ Helstu baráttumál ● Gott heilbrigðiskerfi og skólar fyrir alla, óháð efnahag. ● Mannréttindi og frelsi til að vera við sjálf. ● Íbúðir fyrir alla. ● Alvöru aðgerðir gegn loftslags- breytingum. ÞINGMAÐURINN „Ég reyni að læra af öllu sem ég lendi í og upplifi en ég er kannski ekki nógu mikill nörd,“ segir Sigríður Ingibjörg. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 8 -3 8 6 C 1 7 6 8 -3 7 3 0 1 7 6 8 -3 5 F 4 1 7 6 8 -3 4 B 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.