Fréttablaðið - 25.04.2015, Page 66

Fréttablaðið - 25.04.2015, Page 66
FÓLK|HELGIN Níunda plata hljómsveitarinnar Pink Floyd, Wish You Were Here, er talin ein besta plata rokksögunnar og hefur selst í yfir fimmtán milljónum eintaka. Platan kom út á því herrans ári 1975 og er því fjörutíu ára í ár. Af því til- efni mun hljómsveitin Dúndurfréttir halda veglega tónlistarveislu í Eldborgarsal Hörpu í kvöld klukkan níu og flytja verkið í heild sinni ásamt mörgum bestu lögum Pink Floyd. „Þegar við stofnuðum Dúndurfréttir árið 1995 þá var fyrsta lagið sem fluttum á tónleikum einmitt fyrsta lag Wish You Were Here, Shine on You Crazy Diamond, þannig að við erum búnir að spila hluta af þessu verki í tuttugu ár og því kominn tími á að taka það í heild sinni,“ segir Matthías Matthíasson, söngvari Dúndur- frétta. Hann segir Wish You Were Here vera persónulega og flotta plötu sem fjalli að mörgu leyti um Syd Barret, aðalsprautu hljómsveitarinnar, en hann hafði hætt í hljómsveitinni nokkrum árum áður vegna andlegra veikinda. „Lagið Shine on You Crazy Diamond er lag annarra hljóm- sveitarmeðlima Pink Floyd til Syd Barrets. Wish You Were Here er með vinsælli lög- um rokksögunnar og platan er talin með allra bestu plötum rokksögunnar. Pink Floyd voru einstakir í því að gera plötur sem eru heildstæð verk og þess vegna er svo gaman að flytja verkin þeirra í heild.“ EFTIRMINNILEGIR OG EPÍSKIR Wish You Were Here hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og er til dæmis á lista Rolling Stone yfir 500 bestu plötur allra tíma. Bæði Richard Wright, hljómborðs- leikari Pink Floyd, og David Gilmour gítarleikari hafa sagt að Wish You Were Here sé uppáhalds Pink Floyd-platan þeirra. Matti segir tónleikagesti í kvöld geta bú- ist við eftirminnilegum og epískum tónleik- um. „Við héldum þessa tónleika í Hofi fyrst fyrir tveimur vikum. Við vorum smá stress- aðir yfir því að þetta væri ekki allra því við erum svolítið að brynna nördunum. Fyrsta lagið er til dæmis 23 mínútur,“ segir hann og hlær. Dúndurfréttir hafa með sér í kvöld þrjár frábærar bakraddasöngkonur, þær Ölmu Rut, Írisi Hólm og Guðrúnu Árnýju. Eins verða þeir Haraldur V. Sveinbjörnsson og Steinar Sigurðarson saxófónleikari með í för til að gera þessa tónleika sem flottasta. Þar sem Wish You Were Here er aðeins um 45 mínútur mun þessi stórgóði tónlistar- hópur taka ýmis vel valin lög og tónverk eftir snillingana í Pink Floyd fyrir hlé. Því má ætla að lög af The Wall, Dark Side of the Moon og fleiri plötum Pink Floyd muni hljóma í Eldborg í kvöld. Matti segir að eftir hlé verði allt verkið Wish You Were Here flutt í heild og svo verði endað á flugeldasýningu í lokin. „Fólk má búast við að verða vitni að bæði tón- listarlegri og sjónrænni veislu. Við munum sýna myndbönd allan tímann sem eru búin til í kringum tónlistina og skapar það aukin hughrif. Pink Floyd voru þekktir fyrir mikil ljósasjó, leisera og vídjósýningar á tónleikum sínum og við ætlum að halda í það. Fólk á að geta komið og gjörsamlega gleymt sér í tvo og hálfan klukkutíma í kvöld. Þetta verða ekki beint stuðtónleikar en allir ættu að geta hrifist með, þetta snýst ekki um hvort fólk elskar Pink Floyd heldur erum við að búa til heim geðshrær- ingar, hláturs og gráts,“ segir Matti. HLJÓÐRÆN OG SJÓNRÆN VEISLA DÚNDURFRÉTTIR Í ELDBORG Meistarastykki hljómsveitarinnar Pink Floyd, Wish You Were Here, er fjörutíu ára í ár. Í tilefni af tímamótunum mun hljómsveitin Dúndurfréttir taka verkið eins og henni einni er lagið í Hörpu í kvöld. WISH YOU WERE HERE Plötuumslag meistara- stykkis Pink Floyd, Wish You Were Here, sem er fjörutíu ára í ár. EFTIRMINNILEGT KVÖLD MEÐ MATTA Matti segir alla eiga að geta hrifist með á tónleikunum í kvöld, þeir verði algjör veisla. Þeir sem vilja sjá og upplifa Pink Floyd í flutningi Dúndurfrétta í öllu sínu veldi geta keypt miða á harpa.is og í síma 528 50 50. 12 vænar gulrætur handfylli ferskt timjan, dill eða ferskt krydd að eigin vali ¼ bolli ólífuolía sjávarsalt Kljúfið hverja gulrót í tvennt eða fernt (fer eftir þykkt). Ef gulræturnar eru nýupp- teknar og lífrænar er fallegt að halda þeim heilum. Dreifið úr gulrótunum á pappírsklædda ofnplötu. Dreypið ólífuolíu yfir og stráið ferskum kryddjurtum og salti jafnt yfir. Bakið við 220 gráður í 20-25 mínútur eða þar til gulræturnar eru orðnar gullinbrúnar. SUMARLEGT OG SÆTT UNDIR TÖNN Ristaðar gulrætur eru úrvals meðlæti og passa vel með hvers kyns grillkjöti. Við baksturinn verða þær sætar en sjávarsaltið og fersku kryddjurtirnar vega skemmtilega upp á móti. ● TÓNLEIKAR Karlakór Kjalnesinga heldur vor- tónleika í Norðurljósasal Hörpu í dag klukkan 16. Á efnisskránni eru sígild karlakóralög í bland við létt- ara efni. Andrea Gylfadóttir mun syngja nokkur lög með kórnum við undirleik hljómsveitar. Rúsínan í pylsuendanum verður flutningur á Todmobile-lögum ásamt kórnum. Lögin voru útsett sérstaklega fyrir kórinn af Kjartani Valdemarssyni. Kórstjóri er Örlygur Atli Guðmundsson. KARLAKÓR KJALNESINGA SYNGUR LÖG TODMOBILE w w w .s up er be et s. is - v it ex .is Rauðrófu kristall Betra blóðflæði - Betri heilsa Superbeets Nitric Oxide allt að 5 sinnum öflugra 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Nitric Oxide Nóbelsverðlaun 1998 Sameind ársins 1992 Uppgötvun á Nitric Oxide var upphafið á framleiðslu rislyfja Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum NÝTT w w w .z en be v. is - U m bo ð: v it ex e hf Betri og dýpri svefn Engin eftirköst eða ávanabinding Melatónin Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is úr graskersfræjum ZenBev - náttúrulegt Triptófan Vísindaleg sönnun á virkni sjá vitex.is Tvær bragðtegundir sítrónu og súkkulaði Melatónín er talið minnka líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini sjá vitex.is Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 1 0 4 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 B -6 7 1 C 1 7 6 B -6 5 E 0 1 7 6 B -6 4 A 4 1 7 6 B -6 3 6 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.