Fréttablaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 34
25. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN TÆKNI | 34 Óskar Steinn Ómarsson formaður Bersans– Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði Árið er 2037. Yfir Kyrra-hafi myndast litrík-ar, bogadregnar rákir á himni. Þær brenna í örfáar sekúndur og hverfa. Fáeinir forvitnir vísindamenn fylgjast með á jörðu niðri og hátt fyrir ofan fara geim- farar með vel valin orð. Atburður- inn ratar vonandi í fjölmiðla en það verður að teljast ólíklegt. Fyrirbærið sem fuðrar upp í loft- hjúpi Jarðar eftir 22 ár er 11 tonna járnhlunkur að nafni Hubble og með honum brennur fornaldar- legur tækjabúnaður og hallæris- legar tölvur frá 9. áratug 20. aldar. Þar með lýkur 47 ára dvöl Hubble á sporbraut um Jörðu. Hann verð- ur að engu eftir að hafa hringað plánetuna rúmlega 257 þúsund sinnum og fært mannkyni marga af stórkostlegustu leyndardómum alheimsins. Við höfum aldrei verið sérstaklega samúðarfull þegar úrelt tækni er annars vegar. Auga heimsbyggðarinnar Þann 24. apríl 1990 húkkaði Hubble-geimsjónaukinn far með geimferjunni Atlantis og aldar- fjórðungi síðar stendur hann enn vaktina. Hubble er langt því frá elsta manngerða fyrirbærið á sporbraut um Jörðu, en líklega það frægasta. Hugmyndin um sjónauka á sporbraut um plánetuna, sem sneiðir hjá truflunum lofthjúpsins, má rekja allt til ársins 1923. Upp úr 1943 hófst raunveruleg barátta stjörnufræðinga og hún stóð ára- tugum saman. Á endanum fékkst samþykki og fjármagn og NASA og ESA tóku höndum saman. Frá upphafi 10. áratugarins hefur Hubble margsannað vís- indalegt mikilvægi sitt. Með því að rýna í bjagað ljós frá fjarlægum vetrarbrautum hjálpaði Hubble vís- indamönnum að setja saman þrí- víða mynd af hulduefni alheims- ins. Árið 1994 fylgdist sjónaukinn með þegar halastjörnuklasinn Shoemaker-Levy 9 skall á Júpíter á 216 þúsund kílómetra hraða og með krafti 300 gígatonna af TNT (samanlagður sprengikraftur allra kjarnavopna heimsins samsvarar 7 gígatonnum). Svarthol skipa síðan sérstakan sess í sögu Hubble-verkefnisins. Sjónaukinn sá að ofurstór svart- hol leynast í flestum vetrarbraut- um sem eru með áberandi bungu í miðjunni. Enn fremur virðast vera tengsl á milli stærðar svartholanna og umfangs vetrarbrautanna. Sú staðreynd hjálpaði vísindamönn- um að skilja mikilvæga þætti í þróunar sögu alheimsins. Páll Jakobsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands, er einn af fjölmörgum vís- indamönnum sem hafa notað gögn frá Hubble til að rannsaka svart- hol. Páll var hluti af rannsóknar- teymi sem sá hvernig risavaxið svarthol í fjarlægri vetrarbraut tætti í sig stjörnu á braut um það. Hubble styður Hubble Hubble skar síðan endanlega úr um hversu gamall alheimurinn er í raun og veru. Vísindamenn höfðu lengi vel þurft á takast á við óþolandi þversagnir þar sem sumar stjörnur virtust vera eldri en alheimurinn. Hubble tókst að áætla af mikilli nákvæmni hversu hröð útþensla alheimsins er og með (tiltölulega) einföldum hætti gátu vísindamenn reiknað 13,75 millj- arða ára aftur í tímann. Þar biðu reyndar aðrar þversagnir, en það er önnur saga. Í vísindasögulegu samhengi er ein uppgötvun sem vekur sérstaka athygli. Árið 2013 starði Hubble í 36 stundir á þyrpingu vetrarbrauta og skilaði um leið sjónrænni stað- festingu á almennri afstæðiskenn- ingu Einsteins. Samanlagður massi þúsunda vetrarbrauta og huldu- efnis afmyndaði ljós (þyngdarlins- ur) sem barst frá svæðinu. Ljósið sveigðist til í tíma og rúmi, rétt eins og kenning Einsteins gerir ráð fyrir. Uppgötvunin er skemmtileg enda hafði stjörnufræðingurinn Edwin Hubble, sá sem sjónaukinn er nefndur eftir, að mati margra einnig sannað kenningu Einsteins árið 1929 þegar hann sýndi fram á útþenslu alheimsins. Óreiðan tekur völd Lítið breytist með aldarfjórðungs afmæli Hubble. Næstu árin mun sjónaukinn halda áfram að rýna í stjörnurnar en dagar hans eru tald- ir. Hönnun Hubble gerði ráð fyrir virkri geimferðaáætlun Banda- ríkjamanna en hún er vart til staðar í dag. Fjórum sinnum hafa geimfarar sinnt viðhaldi á Hubble, síðast 2009, en það mun aldrei ger- ast aftur. Eins og allir hlutir á spor- braut um Jörðu er Hubble í raun í frjálsu falli. Hann er á lágbraut yfir Jörðu, í 560 kílómetra hæð og öll gervitungl á slíku róli finna fyrir litlu en þó umtalsverðu álagi. Séð með augum Hubble í 25 ár Eitt mikilvægasta tól stjörnufræðinga fagnar aldarfjórðungi á sporbraut. Dagar þessa lukkudýrs geimvísindanna taldir. MORTAL KOMBAT X ★★★★ ★ PS4 BARDAGALEIKUR Tíundi leikurinn í Mortal Kombat- seríunni er sá besti hingað til. Eins og áður er leikurinn best nýttur í að berjast við vini sína og vandamenn. Aftur á móti er sagan svo æðislega klisjukend og hallærisleg að það er stórskemmtilegt að fara í gegnum hana. Mortal Kombat X lítur vel út, allar hreyfingar hafa verið stórbættar og bardagar eru mjög flæðandi. Fjöl- margir nýir karakterar eru kynntir til leiks og er hægt að spila þrjár útgáfur af þeim öllum. Það víkkar leikinn mikið og gerir spilunina skemmtilegri fyrir vikið. Þá er vert að nefna að MK hefur aldrei verið eins blóðugur. Það sem hefur lengi stuðað undir- ritaðan varðandi Mortal Kombat- leikina er að það er sama hvað maður æfir sig og lærir mörg brögð, maður virðist alltaf tapa fyrir fólki sem pikkar bara á einhverja takka á gífurlegum hraða og er svo steinhissa þegar það vinnur. Netspilun hefur verið bætt. Þegar leikurinn er fyrst spilaður þarf að velja einn af fimm flokkum sem berjast um stig í hverri viku. Sá flokkur sem sigrar er verðlaunaður með nýjum svokölluðum Fatalities, eða endabrögðum, breyttu útliti bardagamanna og öðru. Á heildina litið er Mortal Kombat umfram allt skemmtilegur leikur að spila. Framleiðendum leiksins, NetherRealm Studios, tekst vel að halda þróun leiksins áfram svo að bæði gamlir spilarar kannist við hann og nýir séu fljótir að læra inn á hann. - skó Mortal Kombat aldrei betri og blóðugur sem aldrei fyrr ➜ NASA gerir ráð fyrir að Hubble verði á braut um Jörðu næstu 22 árin. Árið 2037, þegar Hubble verð- ur löngu óstarfhæfur, nær annað lögmál varmafræð- innar yfirhöndinni og Hubble kveður stjörnurnar. HUBBLE Ultra-Deep Field er ljósmynd sem sjónaukinn tók á 4 mánaða tímabili yfir áramótin 2003-2004. Hann horfði 13 milljarða ára aftur í tímann. Á myndinni er að finna 10 þúsund vetrarbrautir. Myndin var tekin af litlu svæði á himninum í stjörnumerkinu Ofninum. Hubble fann þessar vetrarbrautir á agnarsmáum bletti sem samsvarar einum 13 milljónasta af himninum. Hubble verður öðru lögmáli varmafræðinnar að bráð. MIKLAR BREYTINGAR Þrátt fyrir að mörg kunnugleg andlit sé í leiknum hefur fjölmörgum verið bætt við. TWITTER Ég elska Twitter. Íslenska Twitter-samfé- lagið stækkar hratt og hefur aldrei verið fjölbreyttara. Ég er @osomarsson á Twitter. STRÆTÓ Ég elska að taka Strætó en þar sem ég nota hann ekki nógu reglulega til að kaupa áskriftarkort hentar appið mér frábærlega. SPOTIFY Ég er ekki alltaf með tónlist í eyrunum en Spotify er frábært til að geta nálgast þá tónlist sem ég vil þegar mér hentar. PAGES MANAGER Ég er mikið í pólitísku starfi og Pages Manager er nauðsynlegt til að halda utan um þær Facebook- síður sem ég stjórna. AIRBNB Þegar ég ferðast vil ég frekar gista í heimahúsum en á hótelum. Þannig kynn- ist ég heimafólki og heimagistingar eru oftar en ekki ódýrari en hótelgisting. DUOLINGO Ég er að fara til Spánar í næsta mánuði og eyði um þessar mundir stórum hluta af frítíma mínum í að rifja upp spænskuna. WIKIPEDIA Wikipedia er uppáhaldsbankinn minn. Endalaust af staðreyndum. Ef ég er í vafa um eitthvað þá veit Wikipedia svarið. HOW TO TIE A TIE Ég get ekki fyrir mitt litla líf lært að binda bindishnút. Ég veit ekki hvort þetta er besta bindishnútaappið á markaðnum, en það hefur aldrei brugðist mér. UPPÁHALDS ÖPPIN8 4G 9:41 AM Wikipedia Airbnb Pages Manager How To Tie a Tie Twitter Spotify Strætó Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is Duolingo 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 1 0 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 A -8 3 F C 1 7 6 A -8 2 C 0 1 7 6 A -8 1 8 4 1 7 6 A -8 0 4 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.