Fréttablaðið - 25.04.2015, Síða 18

Fréttablaðið - 25.04.2015, Síða 18
25. apríl 2015 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Kæru nágrannar! Nýverið hlaut Reykjavíkurborg umhverfisverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir markvissar aðgerðir í umhverfismálum. Umhverfis vaktin við Hvalfjörð óskar Reykvíkingum til hamingju með verðlaunin. Við hvetjum Reykvíkinga og borgar stjóra jafnframt til að hug- leiða hvernig það fer saman að vinna að því að skapa umhverfis- vænni borg og taka við verðlaunum á þeim forsendum, á meðan einnig er unnið að því að stuðla að meng- andi starfsemi utan borgarmark- anna. Með þessu bréfi vill Umhverfis- vaktin við Hvalfjörð vekja athygli ykkar á því að sem meirihluta- eigendur Faxaflóahafna berið þið ábyrgð á iðnaðaruppbyggingu við Hvalfjörð sem stefnir lífríki fjarð- arins og lífsgæðum íbúa hans í hættu. Við teljum þörf á þessu bréfi vegna þess að við höfum áhyggjur af því að íbúar Reykjavíkur, þar með talinn borgarstjóri og borgar- stjórn, séu ekki nægilega meðvit- aðir og upplýstir um þau slæmu áhrif sem mengandi iðnaður hefur nú þegar á fjörðinn. Reykjavíkurborg á rúmlega 75% eignarhlut í Faxaflóahöfnum. Faxaflóahafnir eru sameignar- félag í eigu nokkurra sveitarfélaga og eiga rúmlega 600 hektara lands á Grundartanga. Bróðurparturinn af tekjum Faxaflóahafna kemur frá inn- og útflutningi fyrir mengandi stóriðju. Á Grundartanga eru starfandi fjögur iðjuver sem stöðugt dæla mengun yfir Hvalfjörð. Eftir ábendingar frá Umhverfisvaktinni og fleirum um að staða mengunar frá svæðinu og eftirlit með henni væru ámælisverð réðu Faxaflóa- hafnir sérfræðinga til að fara yfir gögn um málið og skila skýrslu. Umhverfisvaktin fagnaði þessu skrefi í rétta átt, en benti einnig á að höfundum skýrslunnar var þröngur stakkur skorinn í verk- efninu og þeir tóku ýmsum forsend- um mengunarmarka og umhverfis- vöktunar sem gefnum, þótt þær séu það ekki. Skýrslan byggir á vöktunar- skýrslum iðjuveranna, en Umhverfis vaktin hefur ítrek- að bent á að vöktun umhverfis í grennd við Grundartanga þarfn- ist verulegrar endurskoðunar þar sem hún er gerð á ábyrgð forsvars- manna iðjuveranna sjálfra, sem veikir mjög áreiðanleika hennar. Umhverfisvaktin hefur einnig bent ítrekað á það að viðmiðunar- mörk vegna áhrifa mengunar á búfénað séu ekki byggð á full- nægjandi gögnum, en mörkin eru m.a. ákveðin út frá 20 ára gamalli rannsókn á áhrifum flúors á dádýr í Noregi. Þrátt fyrir þessa annmarka skýrslunnar gefur hún samt sem áður mikilvægar vísbendingar um þróun mengunarmála í kring- um Grundartanga, en samkvæmt henni er þolmörkum nú þegar náð hvað varðar mengun af völdum brennisteinstvíoxíðs og flúors, og viðvörunarljós eru einnig kveikt hvað varðar þungmálma og svif- ryk. Þrátt fyrir þessi viðvörunarljós vinnur Reykjavíkurborg að því að fjölga iðjuverum á Grundartanga. Nú á að reisa þar kísilverksmiðju sem borgarstjóri og aðrir forsvars- menn Faxaflóahafna skilgreina sem grænan og umhverfisvænan iðnað. Umhverfisvaktin hefur sett spurningarmerki við þessa skil- greiningu sem virðist byggja á þeim skilningi að ef iðnaður mengi minna en annar sams konar iðnað- ur sé hann umhverfisvænn. Mengandi iðnaður getur aldrei talist vænn fyrir umhverfið, hversu mikið eða lítið sem hann mengar í samanburði við annan mengandi iðnað. Umhverfisvaktin hefur vakið athygli á því að á síðustu árum hafa framleiðsluaukning Norður- áls og nýjar verksmiðjur sem rísa á Grundartanga ekki þurft að sæta mati á umhverfisáhrifum. Sú skýring er gefin að mengun af völdum hverrar verksmiðju eða framleiðsluaukningar einnar og sér sé óveruleg viðbót við núver- andi mengun. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð telur það forkastanlegt að gefinn sé afsláttur á kröfum um mat á umhverfisáhrifum. Þessi þróun vekur spurningar um raunverulega framtíðarsýn Faxaflóahafna fyrir Grundar- tanga. Á heimasíðu Faxaflóahafna má finna umhverfisstefnu fyrir- tækisins þar sem fram kemur að Faxaflóahafnir ætli sér að vera leiðandi í umhverfismálum. En athygli vekur að á ensku síðunni er Grundartanga lýst sem iðnaðar- svæði og gæði svæðisins fyrir iðn- aðaruppbyggingu eru talin upp. Hvergi er þar að finna upplýsingar um umhverfisstefnu fyrirtækisins. Þessi og önnur misvísandi skila- boð frá Faxaflóahöfnum valda íbúum við Hvalfjörð áhyggjum. Loforð um umhverfisvænan og grænan iðnað á Grundartanga af hálfu Reykjavíkurborgar og Faxa- flóahafna hafa verið svikin. Því miður er raunin sú að allt stefnir í að áfram bætist við fleiri og fleiri verksmiðjur og aukin mengun ef haldið verður áfram að skilgreina alla nýja mengandi starfsemi sem óverulega viðbót. Það liggur í augum uppi miðað við núverandi mengunarálag og fyrirhugaðar framkvæmdir að vonir íbúa við Hvalfjörð um að fjörðurinn fái að vaxa og dafna sem útivistarpara dís og landbún- aðarhérað verða að engu ef áfram er unnið að því að breyta honum í mengaðan iðnaðarfjörð og rusla- haug Reykvíkinga. Við hvetjum Reykvíkinga og borgarstjóra til að hugleiða hvernig eftirfarandi yfirlýsing úr drög- um að svæðisskipulagi sveitar- félaganna við höfuð borgar svæðið samræmist uppbyggingunni á Grundar tanga, en þar segir: „Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga greiðan aðgang að sameigin- legu útivistarsvæði umhverfis borgina. Þetta gefur þeim færi á að viðhalda góðri heilsu, slaka á og endurnærast, hvort sem um ræðir ströndina, Græna trefilinn, heiðar eða fjöll.“ Já, þetta eru mikilvæg lífsgæði, sem höfuðborgarbúar njóta allt í kringum sig, og íbúar við Hval- fjörð eiga skilyrðislaust einnig að fá að njóta. Ágæti borgarstjóri og Reykvík- ingar! Nú er komið nóg. Iðnaðarsvæðið á Grundartanga er mettað og má alls ekki við meiri mengandi iðnaði. Við förum því fram á það að þið, kæru nágrannar, hættið tafar laust að laða að Grundartanga meng- andi iðnað sem þið mynduð aldrei samþykkja að fá á hafnarbakkann í Reykjavík. Hvalfirði 24. apríl 2015 Stjórn Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð Við nýja forystu á Rík- isútvarpinu urðu þær breytingar að kvöldbæn á Rás 1 var felld af dag- skrá og morgunbænir fluttar fram til kl. 6.25. Ákvörðunin var umdeild og margir mótmæltu og þótt ákvörðunin hafi ekki verið dregin til baka sýndi umræðan hversu margir hlusta á slíka dagskrár- liði. Sama má segja um sunnudagsguðsþjónustuna sem hefur gríðarlega hlustun um allt land. Sú var tíðin að sjónvarpað var sunnudagshugvekjum á RÚV en þær voru lagðar niður í október 1993 af þáverandi útvarpsstjóra, Heimi Steinssyni. Síðan þá hefur ekki verið reglulegt helgihald í Ríkissjónvarpinu. Eitt af því sem kom fram í umræðunni var það viðhorf að útsendingar af kirkjulegum vett- vangi eigi ekki heima í ríkisfjöl- miðli, annars vegar þar sem verið væri að gera upp á milli trúar- skoðana og hins vegar vegna þess að trúariðkun eigi ekki að heyr- ast á opinberum miðlum. Við fyrri rökunum má nefna að ekkert er því til fyrirstöðu að aðrir kristnir söfnuðir komi að guðsþjónustum og bænahaldi RÚV og sömuleiðis væri það fagnaðarefni ef bæna- líf annarra trúarbragða fengi að heyrast og sjást á öldum ljósvak- ans. Opinberir miðlar í nágranna- löndum okkar sinna allir því hlut- verki að sjónvarpa guðsþjónustum frá þjóðkirkjum þeirra. Danska ríkisútvarpið starfræk- ir svokallaða DR kirke, þar sem eru sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunn- ar. Styr hefur staðið undanfarið um þá ákvörðun að sýna ekki frá eigin legum guðsþjónustum safn- aða, en sú nýbreytni var tekin upp í vetur að framleiða sérstak- ar guðsþjónustur þar sem sjón- varpsáhorfendur eru söfn- uðurinn. Mörgum þykir þetta tilgerðarlegra fyrir- komulag og sakna þess að sjá fjölsetna kirkjubekki í útsendingum. Á heima- síðu danska sjónvarps- ins eru gefnar upplýsing- ar um hvernig megi ræða prédikun dagsins eða kom- ast í tengsl við sálgæslu á vegum kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli sóknarkirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju fyrir sig, söfnuð og prest. Lögð er áhersla á að sýna sem flestar kirkjur og greina frá sögu þeirra og munum. Reglulega er síðan leitað til annarra safnaða og sent út frá samkomum þeirra, líkt og Hjálpræðishernum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út guðsþjónustur frá kirkjum landsins og er með stutta umfjöllun um takt kirkjuársins og kirkjur landsins í upphafi, líkt og í Svíþjóð. Í vetur var haldið sálmabókarmaraþon þar sem 899 sálmar hinnar nýju sálmabókar frá 2013 voru fluttir á 60 klukku- stundum. Verkefnið var gríðar- lega metnaðarfullt og áhorf á útsendinguna fór fram úr björt- ustu vonum en 2,2 milljónir fylgd- ust með útsendingunni. Fluttir voru tveir sálmar eftir Hallgrím Péturs son og sálma lag eftir Sig- valda Kaldalóns. RÚV er eftirbátur Jafnvel Færeyingar með sitt litla opinbera sjónvarp KFV sýna vikulega sjónvarpsútsend- ingar frá guðsþjónustum í mis- munandi kirkjum og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjón- ustum á sænsku og finnsku. Í Finnlandi eru tvær kirkjur sem hafa stöðu þjóðkirkju, lútherska kirkjan sem 74% Finna tilheyra og rétttrúnaðarkirkjan sem telur 1% finnsku þjóðarinnar, en YLE hefur skyldum að gegna gagnvart þeim báðum. Það er óhætt að fullyrða að RÚV sé eftirbátur sjónvarps- stöðva á Norðurlöndum þegar kemur að útsendingum frá guðs- þjónustum þjóðkirkna og það er áhugavert að spyrja hvað liggur þar að baki. Hvorki fjárskortur né fjölmenningarrök skýra þessa vanrækslu. Um er að ræða ódýrt sjónvarpsefni sem í öllum tilfell- um er unnið í samstarfi við þjóð- kirkjur Norðurlandanna. Fjöl- menningarrök knýja ekki á um þöggun á átrúnaði heldur þvert á móti er besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu sam- félaga, að menningar- og trúar- hefðir séu sem sýnilegastar. Ríkissjónvarpið hefur skyldum að gegna við að sinna miðlun á trúar- og menningararfi þjóðar- innar. Þeirri skyldu væri sinnt af sóma með sjónvarpsútsending- um frá kirkjum landsins, þar sem færi saman helgihald og fræðsla um kirkjur til sjávar og sveita sem margar eru á minjaskrá. Þjóðkirkja í Ríkisútvarpinu TRÚMÁL Sigurvin Lárus Jónsson prestur í Neskirkju Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. ➜ Það er óhætt að full- yrða að RÚV sé eftirbátur sjónvarpsstöðva á Norður- löndum þegar kemur að útsendingum frá guðsþjón- ustum þjóðkirkna og það er áhugavert að spyrja hvað liggur þar að baki. Hvorki fjárskortur né fjölmenn- ingarrök skýra þessa van- rækslu. Um er að ræða ódýrt sjónvarpsefni sem í öllum tilfellum er unnið í samstarfi við þjóðkirkjur Norður- landanna. Guði sé lof fyrir kenn- ara. Og guð, gefðu að við breytum grunnskólakerf- inu. Og samfélagskerfinu. Steintröllunum sem við höfum setið uppi með um árhundruð. Án kennara veit ég ekki hvernig væri ástatt fyrir börnum eftir hrun. Allt- af þegar á bjátar í sam- félaginu þjappa kennarar sér saman og hamast við að halda börnum réttu megin við velferðarstrik og skaðalínur. Alltaf þegar ekki bját- ar á gera þeir það líka. Kennarar eru hetjur. Um skólakerfið og samfélags- kerfið gegnir öðru máli. Þau skaða nemendur á tvennan hátt. Í fyrra lagi tilfinninga- og félags- lega. Í seinna lagi námslega. Kennarar bjarga nemendum án þess að geta nokkurn tímann slefað upp í laun til dæmis banka- manna (sem eru indælis fólk, svo það misskiljist nú ekki). En eins og allir vita er tilgangur banka að græða peninga fyrir ríku eigend- urna sína. Þetta er svo beisik að það er óþarfi að nefna það, fyrir- gefið mér. Virðist samt stundum þvælast fyrir fólki. Snúum okkur aftur að skólan- um. Verður enginn vellríkur á honum, af andlegum auðæfum? Jú, þó nokkrir nemendur græða slatta félagslega. Einhverjir námslega. Margir smávegis. En langflestir gætu grætt margfalt meira. Í ríflega 170 grunnskólum og grunnskóladeildum landsins eru hátt í 44 þúsund nemendur. Bagginn á þeim öllum er kerfið. Við erum með lög og reglu gerðir, námskrár, yfirstjórnir, kennaranám, hefðir og pólitíska forsjá sem lýtur föstum og lítt hagganleg- um forsendum. Allt þetta kemur í veg fyrir grund- vallarkerfisbreytingar. Við höfum innleitt ein- staklingsmiðað nám í lög. En kennarar vita að það er brandari. Nám í kerf- inu okkar er ekki hægt að einstaklingsmiða nema að mjög litlu leyti. Til þess að bjóða alvöru einstak- lingsmiðað nám þarf fleiri kenn- ara og kerfisbreytingu. Það kost- ar pening. Hann fæst með því að forgangsraða í samfélaginu upp á nýtt og með aðkomu ríkisins að rekstrinum. Myndum bjarga sálarheill Kennarar hafa náð undraverð- um árangri í að bæta líðan nem- enda. En nemendum líður enn illa. Miklum fjölda barna er hent inn í grunnskóla á sama tíma og eiga bara að pluma sig. Þau eru ekki spurð hvaða væntingar þau hafi til skólans, hvað þau langi til að gera, hvað þeim finnist áhuga- vert og skemmtilegt, hvað þurfi að gera til að þeim líði vel. Þeim er ekki sagt að allir sem stríði einhverjum fari heim þar til þeir hætti því (sjá tillögu í næstu málsgrein). Við höfum sem sagt búið til skólakerfi og samfélags- kerfi þar sem allir eiga að læra það sama, og þar sem skortir samfélagslegt aðhald gegn því að hunsa og stríða. Hugsið ykkur ef það væri nú samþykkt og sjálfsagt í sam- félaginu okkar að foreldrar fengju frí úr vinnu til að vera heima með börnum sínum þar til þeir hefðu kennt þeim að það mætti ekki hunsa og stríða? Og fengju til þess stuðning eftir þörfum. Án stimplunar – þetta væri bara eitthvað sem barnið (og kannski fjölskyldan) þyrfti að læra svolítið betur. Við myndum bjarga sálarheill fjölda barna og líka nokkrum mannslífum. Aftur að náminu. Við erum ein- staklingar. Við lærum á ólíkan hátt og höfum ólík hugðarefni. Fyrstu ár grunnskóla þurfa að vera svolítið eins og hlaðborð. Þar sem nemendur bragða á alls konar viðfangsefnum, með alls konar aðferðum, kynnast mörgu. Smám saman skýrast línur og sérhæfing eykst, bæði í viðfangs- efnum og námsháttum. Þetta er lýðræði með ábyrgð. Með þessum hætti myndum við glæða áhuga allra á námi, þótt það væri með ólíkum hætti. Grunnskólakerfið okkar er afurð iðnbyltingarinnar. Það er ótækt. Ef börnin okkar væru full- orðin væru þau búin að gera bús- áhaldabyltingu. Af hverju breyt- um við ekki kerfinu? Enginn virðist treysta sér til að svara því. Kennarar hetjur en kerfi ð ótækt MENNTUN Kristín Elfa Guðnadóttir rithöfundur og pírati ➜ Við erum einstaklingar. Við lærum á ólíkan hátt og höfum ólík hugðarefni. Fyrstu ár grunnskóla þurfa að vera svolítið eins og hlað- borð. Þar sem nemendur bragða á alls konar við- fangsefnum, með alls konar aðferðum, kynnast mörgu. ➜ Loforð um umhverfi s- vænan og grænan iðnað á Grundartanga af hálfu Reykjavíkurborgar og Faxa- fl óahafna hafa verið svikin. Opið bréf til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Reykvíkinga 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 8 -5 A F C 1 7 6 8 -5 9 C 0 1 7 6 8 -5 8 8 4 1 7 6 8 -5 7 4 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.