Fréttablaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 38
FÓLK|HELGIN Páll V. Bjarnason þekkir byggingar-listarsögu Hafnarfjarðarbæjar út og inn en hann er sérfræðingur í endurbyggingum og varðveislu húsa. Hann hóf feril sinn í Hafnarfirði þar sem hann bjó í fjórtán ár og sá um viðbygg- ingar við mörg gömul hús í bænum. Hann leiðir sögugöngu um Hafnarfjörð í dag sem hefst klukkan 14. „Ég hef kynnt mér sögu þessara húsa talsvert og hún er því komin í gagna- bankann í hausnum á mér,“ segir Páll. „Ég kalla þetta hönnunargöngu og mun í henni fjalla um þróun hafnfirskrar byggingarlistar á mannamáli. Gangan tekur um einn til einn og hálfan tíma og efnistökin því aðeins bundin þeirri tímalengd. Ég fer um miðbæinn og byrja á elstu torfu bæjarins, hjá húsi Bjarna Sívertsen og Hansensbúð. Þaðan kíki ég upp á Kirkjuveg þar sem hús Bjarna Snæbjörnssonar læknis stendur og fleiri steinsteypuklassísk hús frá því um 1930. Þaðan verður gengið inn í miðbæinn eftir Strandgötunni en þar eru nokkur funkishús, ráðhúsið, spari- sjóðurinn og Venusarhúsið svokallaða sem ég mun segja frá.“ ÁTTI AÐ RÚSTA MIÐBÆNUM „Ég mun aðeins taka fyrir miðbæjar- skipulagið og söguna þar á bak við en það átti að rústa öllum miðbæ Hafnarfjarðar árið 1962 og þær ákvarð- anir höfðu óneitanlega áhrif á bygg- ingarlistina á þessu svæði,“ segir Páll. „Nokkur gömul hús voru rifin í fram- haldinu en svo var hætt við þessar framkvæmdir, sem betur fer. En þarna standa því nokkur funkishús eins og steinrunnin tröll í miðbænum, innan um gömlu húsin.“ „Þaðan heldur gangan áfram upp Gunnarssund og eftir Vesturgötunni í áttina að læknum. Ég segi frá húsum á leiðinni eins og Vesturgötu 40 sem er mjög flott steinsteypuklassík og Einars- búð niðri við Strandgötu sem er gömul verslun frá 1907. Þá tekur við nýrri hönnun, safnaðarheimilið, kirkjan og tónlistarskólinn sem er áfastur kirkj- unni, í síðfunkisstíl. Gangan endar svo við elsta hús Hafnarfjarðar, sem var Strandgata 50 en er núna hluti af Fjöru- kránni.“ Hönnunargangan er öllum opin og ókeypis. Hún hefst klukkan 14 í dag við Vesturgötu 8. SAGA BYGGINGA Í HAFNARFIRÐI HÖNNUNARGANGA Páll V. Bjarnason arkitekt leiðir hönnunargöngu um Hafnarfjörð í dag. Páll mun fara yfir sögu hafnfirskrar byggingarlistar og segja frá íbúum margra elstu húsanna, starfsemi innan veggja þeirra og höfundum þeirra. HÚS ÓLA BORGARA. MYNDIR/BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR KIRKJUVEGUR 7. SÉRFRÓÐUR UM GÖMUL HÚS Páll V. Bjarnason arkitekt leiðir hönnunargöngu um miðbæ Hafnarfjarðar í dag og segir frá byggingarlistarsögu bæjarins, íbúum og starfsemi í húsunum. MYND/GVA AKURGERÐI OG LINNETSHÚS. HAFNARFJARÐARBÆR FRÁ HAMRINUM. Veldu innréttingar frá InnX þegar gæðin skipta máli! InnX • Fosshálsi 110 Reykjavík • Sími 577 1170 • www.innx.is • innx@innx.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 1 0 4 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 B -6 7 1 C 1 7 6 B -6 5 E 0 1 7 6 B -6 4 A 4 1 7 6 B -6 3 6 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.