Fréttablaðið - 04.04.2015, Page 11

Fréttablaðið - 04.04.2015, Page 11
LAUGARDAGUR 4. apríl 2015 | FRÉTTIR | 11 Nýttu þér séreignarsparnaðinn Sparnaður Kostir séreignarsparnaðar eru augljósir Þú hefur hærri ráðstöfunartekjur við starfslok, mótframlag vinnuveitanda jafngildir í raun tveggja prósenta launahækkun og ráðstöfun iðgjalda tímabundið til lækkunar húsnæðislána felur í mörgum tilfellum í sér tækifæri til að styrkja fjárhagslega stöðu heimilisins til framtíðar. Hafðu samband við ráðgjafa í síma 440 4900. Þú finnur nánari upplýsingar um séreignasparnað á islandsbanki.is Lækkaðu höfuðstól húsnæðislánsins Enn er hægt að nýta sér tímabundnar heimildir ríkis stjórnarinnar til að ráðstafa iðgjöldum séreignar sparnaðar skattfrjálst* inn á húsnæðislán eða til kaupa á húsnæði. * Vakin skal athygli á því að skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Lífeyrissparnaður islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook FRAKKLAND Yfirvöld í Frakklandi vilja banna notkun of grannra fyrirsætna í viðleitni til að draga úr anorexíu í Frakklandi. Ísrael og Spánn hafa einnig bannað hyllingu „hættulega grannra“ fyrirsæta. Talið er að frönsku lögin muni hafa áhrif langt út fyrir landsteinana vegna sterkrar stöðu Frakklands í tísku- heiminum. AP-fréttaveitan segir frá því að áætlað sé að um 40 þúsund Frakk- ar þjáist af anorexíu og 90 pró- sent þeirra eru konur. Neðri deild franska þingsins mun greiða atkvæði um lögin í næstu viku. Samkvæmt frumvarpinu verður einstaklingi sem er undir ákveðn- um stuðli varðandi hæð og þyngd bannað að þiggja tekjur fyrir fyrir sætustörf. Stuðullinn hefur enn ekki verið ákveðinn. Refsing vegna brota á þessum lögum getur varðað allt að sex mánaða fangelsisvist og 75 þús- und evra sekt, sem er um ellefu milljónir króna. Fyrirsætuskrif- stofur í landinu eru mjög ósáttar við frumvarpið. Fyrr í vikunni tóku nýjar regl- ur gildi sem skilyrða aðila til að láta vita sé myndum breytt til að láta fyrirsætur líta út fyrir að vera grennri, eða þyngri. - skó, vh Franska þingið greiðir atkvæði um lög sem er ætlað að sporna gegn anorexíu: Vilja banna of grannar fyrirsætur EKKI OF LÉTTAR Verði frumvarpið samþykkt verður fyrirsætum sem eru undir vissum stuðli varðandi þyngd og hæð bannað að starfa sem slíkar. FRÉTTABLAÐIÐ/ATP LÖGREGLUMÁL Kona var hand- tekin um hádegið á fimmtudag á hesthúsasvæði í Hafnarfirði. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að konan hafi verið ölvuð og grunuð um að hafa ráðist á aðra konu á hesthúsasvæðinu. Þá hafði lögreglan afskipti af manni sem svaf undir stýri í bif- reið á bílastæði í Hraunbæ. Að sögn vitna hafði maðurinn ekið bílnum inn á stæðið og svo lagst fram á stýrið. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna en einnig kom í ljós að hann var próflaus. - skh, vh Árás í hesthúsahverfi: Réðst á konu BJÖRGUN Björgunarsveitir frá Þórshöfn og Kópaskeri sóttu á föstudag vélsleðamann sem ók fram af hengju á Öxarfjarðar- heiði og slasaðist. Sjúkraflutn- ingamaður var í för með björg- unarsveitarmönnunum og mat ástand hins slasaða á vettvangi. Hann reyndist ekki alvarlega slasaður og voru þá aðrar bjargir afturkallaðar. Vélsleðamaðurinn var fluttur í sjúkrabíl sem beið í Sandfellshaga og var svo ekið með manninn á Sjúkrahúsið á Akur- eyri til frekari aðhlynningar. - vh Sóttu slasaðan vélsleðamann: Ók fram af hengju á vélsleða EKKI ALVARLEGA SLASAÐUR Mað- urinn reyndist ekki alvarlega slasaður en sjúkrabíll flutti hann á sjúkrahúsið á Akureyri til frekari aðhlynningar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NORÐUR-KÓREA Stjórnvöld í Suður- Kóreu segja að nágrannarnir í norðri hafi skotið fjórum tilrauna- eldflaugum á haf út í gær. Flaugarnar voru ekki lang- drægar en þær draga um 150 kílómetra. Þeim var skotið frá Dongchang-ri í norðurhluta Norður- Kóreu. Kóreuríkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem Kóreustríð- inu (1950-53) lauk með vopnahléi en ekki friðarsamkomulagi. - jóe Vopnatilraunir Norður-Kóreu: Eldflaugum skotið á haf út 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 9 -2 0 7 C 1 7 6 9 -1 F 4 0 1 7 6 9 -1 E 0 4 1 7 6 9 -1 C C 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.