Fréttablaðið - 04.04.2015, Síða 11

Fréttablaðið - 04.04.2015, Síða 11
LAUGARDAGUR 4. apríl 2015 | FRÉTTIR | 11 Nýttu þér séreignarsparnaðinn Sparnaður Kostir séreignarsparnaðar eru augljósir Þú hefur hærri ráðstöfunartekjur við starfslok, mótframlag vinnuveitanda jafngildir í raun tveggja prósenta launahækkun og ráðstöfun iðgjalda tímabundið til lækkunar húsnæðislána felur í mörgum tilfellum í sér tækifæri til að styrkja fjárhagslega stöðu heimilisins til framtíðar. Hafðu samband við ráðgjafa í síma 440 4900. Þú finnur nánari upplýsingar um séreignasparnað á islandsbanki.is Lækkaðu höfuðstól húsnæðislánsins Enn er hægt að nýta sér tímabundnar heimildir ríkis stjórnarinnar til að ráðstafa iðgjöldum séreignar sparnaðar skattfrjálst* inn á húsnæðislán eða til kaupa á húsnæði. * Vakin skal athygli á því að skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Lífeyrissparnaður islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook FRAKKLAND Yfirvöld í Frakklandi vilja banna notkun of grannra fyrirsætna í viðleitni til að draga úr anorexíu í Frakklandi. Ísrael og Spánn hafa einnig bannað hyllingu „hættulega grannra“ fyrirsæta. Talið er að frönsku lögin muni hafa áhrif langt út fyrir landsteinana vegna sterkrar stöðu Frakklands í tísku- heiminum. AP-fréttaveitan segir frá því að áætlað sé að um 40 þúsund Frakk- ar þjáist af anorexíu og 90 pró- sent þeirra eru konur. Neðri deild franska þingsins mun greiða atkvæði um lögin í næstu viku. Samkvæmt frumvarpinu verður einstaklingi sem er undir ákveðn- um stuðli varðandi hæð og þyngd bannað að þiggja tekjur fyrir fyrir sætustörf. Stuðullinn hefur enn ekki verið ákveðinn. Refsing vegna brota á þessum lögum getur varðað allt að sex mánaða fangelsisvist og 75 þús- und evra sekt, sem er um ellefu milljónir króna. Fyrirsætuskrif- stofur í landinu eru mjög ósáttar við frumvarpið. Fyrr í vikunni tóku nýjar regl- ur gildi sem skilyrða aðila til að láta vita sé myndum breytt til að láta fyrirsætur líta út fyrir að vera grennri, eða þyngri. - skó, vh Franska þingið greiðir atkvæði um lög sem er ætlað að sporna gegn anorexíu: Vilja banna of grannar fyrirsætur EKKI OF LÉTTAR Verði frumvarpið samþykkt verður fyrirsætum sem eru undir vissum stuðli varðandi þyngd og hæð bannað að starfa sem slíkar. FRÉTTABLAÐIÐ/ATP LÖGREGLUMÁL Kona var hand- tekin um hádegið á fimmtudag á hesthúsasvæði í Hafnarfirði. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að konan hafi verið ölvuð og grunuð um að hafa ráðist á aðra konu á hesthúsasvæðinu. Þá hafði lögreglan afskipti af manni sem svaf undir stýri í bif- reið á bílastæði í Hraunbæ. Að sögn vitna hafði maðurinn ekið bílnum inn á stæðið og svo lagst fram á stýrið. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna en einnig kom í ljós að hann var próflaus. - skh, vh Árás í hesthúsahverfi: Réðst á konu BJÖRGUN Björgunarsveitir frá Þórshöfn og Kópaskeri sóttu á föstudag vélsleðamann sem ók fram af hengju á Öxarfjarðar- heiði og slasaðist. Sjúkraflutn- ingamaður var í för með björg- unarsveitarmönnunum og mat ástand hins slasaða á vettvangi. Hann reyndist ekki alvarlega slasaður og voru þá aðrar bjargir afturkallaðar. Vélsleðamaðurinn var fluttur í sjúkrabíl sem beið í Sandfellshaga og var svo ekið með manninn á Sjúkrahúsið á Akur- eyri til frekari aðhlynningar. - vh Sóttu slasaðan vélsleðamann: Ók fram af hengju á vélsleða EKKI ALVARLEGA SLASAÐUR Mað- urinn reyndist ekki alvarlega slasaður en sjúkrabíll flutti hann á sjúkrahúsið á Akureyri til frekari aðhlynningar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NORÐUR-KÓREA Stjórnvöld í Suður- Kóreu segja að nágrannarnir í norðri hafi skotið fjórum tilrauna- eldflaugum á haf út í gær. Flaugarnar voru ekki lang- drægar en þær draga um 150 kílómetra. Þeim var skotið frá Dongchang-ri í norðurhluta Norður- Kóreu. Kóreuríkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem Kóreustríð- inu (1950-53) lauk með vopnahléi en ekki friðarsamkomulagi. - jóe Vopnatilraunir Norður-Kóreu: Eldflaugum skotið á haf út 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 9 -2 0 7 C 1 7 6 9 -1 F 4 0 1 7 6 9 -1 E 0 4 1 7 6 9 -1 C C 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.