Fréttablaðið - 04.04.2015, Síða 20
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20
Við fáum þó nokkuð af fyrirspurnum og pöntunum með sér-óskum. Það er róm-antík í þessu, sett ástarbréf og jafn-
vel trúlofunarhringar. Við
erum með eitt svoleiðis egg í
ár. Svo eru sum eggin skreytt
með skilaboðum til ástvina,
til dæmis „Til bestu mömmu
í heimi“, þetta er að færast
í aukana,“ segir Hafliði sem
hefur undanfarnar vikur
unnið myrkranna á milli við
súkkulaðieggjaframleiðslu.
„Það er til dæmis einn
lítill strákur hérna hjá mér
núna sem er með mjólkur- og
glútenóþol. Hann kemur með
nammi sem hann má borða og
við setjum það í egg sem er
búið til úr hreinu súkkulaði.“
Undanfarin ár hefur land-
inn fengið aukinn áhuga
á öðru súkkulaði en ljósu,
sykursætu mjólkursúkkul-
aði. „Mjólkursúkkulaðið er
alltaf vinsælt en ég sérvel
það frá Belgíu og svo er ég
með karmelíserað hvítt súkk-
ulaði sem er mjög vinsælt.
Annars er dökka súkkulaðið
alltaf vinsælast. Ég vel alltaf
sérstaklega súkkulaðið sem
ég nota í eggin á hverju ári
þannig að það skapast líka
spenna hjá súkkulaðiunn-
endum að sjá hvað er í boði
hverju sinni.“
Hafliði heldur þó fast í
hefðina um að hafa málshátt
í eggjunum. „Það er eitthvað
sem við Íslendingar viljum.
En það er vandmeðfarið að
finna málshætti og sumir
geta vissulega verið kaldr-
analegir. Fólk sem er ekki
sátt við málsháttinn sinn
hefur haft samband við mig.
Maður þarf svo sannarlega
að huga vel að þessu.“
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Bústaður með mömmu og pabba
Ég ætla í sumarbústaðinn til mömmu og pabba með
fjölskyldunni. Þetta er paradís fyrir krakkana og ekki
verra að hestarnir eru með í för. Við Arna konan mín
förum þó væntanlega fyrr í bæinn því hún er á vakt á
Landspítalanum á páskadag og annan í páskum.
SÚKKULAÐIKÓNGURINN Hafliði Ragnarsson segir að um tuttugu manns hafi samband árlega og vilji setja eitthvað sérstakt í eggin til ástvina sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Erla Björg Gunnarsdóttir
erlabjorg@frettabladid.is
Auður Jónsdóttir,
rithöfundur
Íkornar og nesti
Ég ætla að fara í lautarferð
með Þóru Tómasardóttur,
mökum og börnum. Eitthvað
út í skóg, rétt út fyrir Berlín
og helst við vatn, þar sem
við getum horft á íkorna og
borðað nesti.
Ugla Egilsdóttir,
nemi og hlaðvarpsstjarna
Þjáningar og
drykkjukennsla
Ég ætla fyrst og fremst að
íhuga þjáningar Krists, fara í
Ríkið fyrir unga ættingja og
kenna þeim að drekka. Svo
hangi ég á Facebook og dæmi
fólk eftir fegurð barna og
stjórnmálaskoðunum.
Sigríður Björg Tómasdóttir,
almannatengill Kópavogs
Skíði á Akureyri
Ég verð með fjölskyldunni
og vinum á Akureyri um
páskana. Við ætlum á skíði
og að njóta lífsins í höfuð-
stað Norðurlands. Fara í
sund, borða páskaegg og
spóka okkur í bænum.
Á TUNGL-
KVÖLD VI
í Kling og
Bang í kvöld klukkan
20.00 þar sem fagnað
verður tveimur nýjum
bókum. Höfundar
þeirra eru Óskar
Árni Óskarsson
og Dóri DNA.
Á ELSKU MÍÓ MINN eftir
Astrid Lindgren í Útvarpsleik-
húsi RÚV. Annar og þriðji hluti
sögunnar verða fluttir á morgun og
annan í páskum.
NÝJA
BÓK VILBORGAR DAVÍÐS-
DÓTTUR, Ástin, drekinn og
dauðinn, sem veitir innsýn í veröld
krabbameins og djúpa sorg þess sem
hefur elskað og misst.
Á THE LEGO MOVIE á Stöð
2 klukkan 19.35. Skemmtileg
mynd fyrir alla fjölskylduna.
HELGIN
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR
FARÐU
HLUSTAÐU
LESTU
HORFÐU...
Upphaf páskaeggsins má rekja til þess
að á miðöldum þurftu leiguliðar í Mið-
Evrópu að gjalda landeigendum skatt
í formi eggja fyrir páska. Um páska-
leytið á vorin voru egg mjög eftir-
sóknarverð því þá voru hænurnar
nýbyrjaðar að verpa á ný eftir
vetrarhléið. Snemma skapaðist
sú hefð að landeigendur gáfu
fimmtung af þessum
eggjum til bágstaddra.
Sá siður að gefa börnum
páskaegg er dreginn af
þessari hefð. Fljótlega var
farið að blása úr þeim, þau
skreytt og notuð til gjafa á
páskum.
Á barokktímanum
byrjaði yfirstéttarfólk að
gefa hvert öðru skreytt egg
og oftar en ekki var lítið
gat gert á skurnina og litlu
spakmæli, rímu eða ljóði
stungið í eggið.
Sælgætisframleiðendur
hófu páskaeggjagerð í Mið-Evr-
ópu á 19. öld en á Íslandi urðu
þau ekki algeng fyrr en í kringum
1920 enda engin hefð í kringum
páskaegg, enginn páskaeggjaskatt-
ur og fyrst og fremst fáar hænur.
Heimild: Vísindavefurinn
SAGA PÁSKAEGGSINS
HEFÐ Á ÍSLANDI Í TÆP 100 ÁR
Trúlofunarhringir í eggjunum
Hafliði Ragnarsson gerir handgerð páskaegg. Það færist í aukana að fólk sé með séróskir
og vilji lauma sínum eigin málshætti í eggin, ástarbréfum eða jafnvel trúlofunarhringjum.
● Það þarf um 400 kakóbaunir
til að búa til 450 grömm af
súkkulaði.
● Á hverri sekúndu borða
Bandaríkjamenn um 45 kíló af
súkkulaði.
● Stærsta súkkulaðistykki í heimi
vó um 5.792 kíló.
● Að borða dökkt súkkulaði
á hverjum degi minnkar
líkurnar á hjartasjúkdómum
um þriðjung.
➜ Staðreyndir
um súkkulaði
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
8
-D
B
5
C
1
7
6
8
-D
A
2
0
1
7
6
8
-D
8
E
4
1
7
6
8
-D
7
A
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
8
8
s
_
3
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K