Fréttablaðið - 04.04.2015, Side 34

Fréttablaðið - 04.04.2015, Side 34
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 4. APRÍL 20152 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, jonatan@365.is, s. 512-5446 Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. Tilkynningum um skemmdar eða týnd- ar ferðatöskur hefur fækkað um 60 prósent um allan heim síðastliðin sjö ár þrátt fyrir að flugfarþegum hafi fjölgað um nær 40 prósent á sama tíma. Árið 2007 bárust nítján tilkynningar um skemmdar eða týndar ferðatöskur á hverja þúsund farþega en þær voru aðeins sjö á hverja þúsund í fyrra. Samkvæmt frétt í Los Angeles Times má þakka það nútímalegra farangurskerfi. Góðu fréttirnar fyrir flugfar- þega eru þær að svo virðist sem sífellt fleiri töskur sem tékkaðar eru inn séu meðhöndl- aðar rétt, allt á leiðarenda. Skýringin gæti þó líka verið sú að árið 2008 byrjuðu flug- félögin að taka gjald fyrir far- angur og hefur töskum far- þega fækkað um sautján prósent síðan þá. Hver svo sem skýringin er getur hver og einn lagt sitt af mörkum til að draga úr rugl- ingi á færibandinu því það er lítið hægt að hafa áhrif á það sem gerist frá því að taskan er tékkuð inn og þar til hún kemur á færibandið á áfangastað. Í fyrsta lagi er ráð að kaupa ferðatösku í óvenjulegum eða áberandi lit. Þannig er auðvelt að koma auga á hana. Ef slíkri tösku er ekki til að dreifa er sniðugt að hnýta á hana litríkan borða og ekki verra ef hann er í fánalitum heimalandsins. Heimild: dn.se Færri ferðatöskur týnast Kristy Fjeldsted frá Filippseyjum hefur verið búsett hér á landi samfleytt frá árinu 2008 en hafði þó búið hér áður um nokkurra ára skeið með þáverandi eiginmanni. Hún heimsótti heima- land sitt fyrr á árinu og hjólaði um hluta landsins og æskuslóðirnar í Maníla. Það væri kannski ekki frétt- næmt nema fyrir þær sakir að einungis eru fjögur ár síðan hún lærði að hjóla að einhverju ráði. Kristy, sem er 47 ára gömul, fæddist rétt fyrir setn- ingu herlaga í landinu og telur hún að móðir sín hafi bannað sér að hjóla svo hún væri örugg innandyra. „Ég átti hins vegar vinkonu sem átti reiðhjól sem kenndi mér að hjóla eftir skóla. Einn daginn komst móðir mín að því og var mér í kjölfarið, 10 ára gam- alli, bannað að umgangast hana meir.“ Árið 2011 hóf hún að mæta á hjólaæfingar með Landssamtökum hjólreiðamanna og lærði að hjóla upp á nýtt og hefur varla stoppað síðan. Hugur hennar leitaði þó alltaf til baka til Filipps- eyja þar sem hún átti þá ósk heitasta að hjóla um æskuslóðirnar. Í janúar varð ósk hennar að veru- leika þegar hún hélt til Luzon sem er stærsta og fjöl- mennasta eyja landsins en þar er einnig höfuð borgin, Man íla. Hjólreiðamenningin á Filippseyjum hefur tekið miklum breytingum að sögn Kristy. „Fyrsta daginn hjólaði ég með skipulögðum hjólahópi en ákvað síðan að ferðast ein. Það tók svo sannarlega á taugarnar að hjóla á þröngum vegum enda engir aðskildir hjóla- stígar. Oftast var ég hjólandi í þungri umferð innan um vörubíla, strætisvagna, bifreiðar, dýr, mótorhjól og fólk. Fyrst fannst mér þetta algjört öngþveiti en svo fann ég hvernig allt gekk einhvern veginn upp og þá byrjaði ég að njóta ferðarinnar.“ Mikil gestrisni Mannlífið sem bar fyrir augu hennar var eftirminni- legt og ekki síst daglegt líf fólksins. „Alls staðar voru götusalar að selja mat og ýmsan varning, bændur huguðu að uppskeru sinni, börn voru við leik á götum og fjölskyldur eyddu tíma saman. Ég hjólaði yfirleitt rólega og naut þess að drekka í mig andrúmsloftið og stemninguna hverju sinni. Svo var alltaf notalegt að finna matarilminn frá heimilum.“ Hún segir hjólreiðaferð sína ekki hafa snúist um vegalengdir eða hversu fljótt hún var á milli staða. „Þetta ferðalag snerist fyrst og fremst um fólkið sem ég hitti á leiðinni. Jafnvel þótt ég sé Filippseying- ur finnst mér alveg ótrúlegt að koma heim eftir svo langan tíma og upplifa þessa miklu gestrisni landa minna. Breið bros þeirra og hlýlegur hlátur eru svo smitandi. Einnig var hjartnæmt að sjá fólk, sem jafn- vel hafði lítið milli handanna, gefa endalaust af sér þótt það þekkti mig ekki neitt.“ Í lok ferðarinnar hélt Kristy til Maníla þar sem hún ólst upp. „Þar fékk ég lánað hjól og hjólaði meðal annars um gamla hverfið mitt þar sem mér var áður bannað að hjóla. Mengunin er mikil í borginni og ekki ráðlagt að hjóla um án grímu. Umferðin er mjög þung þar en sífellt fleiri kjósa þó að nýta hjól til að komast á milli staða. Vonandi á það bara eftir að aukast þannig að fleiri hjóli í vinnu og skóla en áður en ekki bara um helgar.“ Hjólað á gömlu heimaslóðunum Tíu ára gamalli var Kristy Fjeldsted frá Filippseyjum bannað að hjóla. Hún lærði að hjóla á Íslandi 33 árum síðar og er nýkomin úr hjólreiðaferð um heimaland sitt. Mannlífið sem bar fyrir augu hennar var eftirminnilegast. Hjólagarpurinn Kristy Fjeldsted starfar við leikskólann Vesturborg í Reykjavík. MYND/GVA Amma hennar Kristy byrjaði að hjóla 72 ára gömul. MYND/ÚR EINKASAFNI Alls staðar var hægt að stoppa og fá sér hressingu. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 A -7 F 0 C 1 7 6 A -7 D D 0 1 7 6 A -7 C 9 4 1 7 6 A -7 B 5 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.