Fréttablaðið - 04.04.2015, Síða 71

Fréttablaðið - 04.04.2015, Síða 71
LAUGARDAGUR 4. apríl 2015 | MENNING | 47 STÆRÐ 30/40 HUMAR STÆRÐ 18/24 HUMAR STÆRÐ 12/15 HUMAR STÆRÐ 7/9 HUMAR Gleðilega páska FISKIKÓNGS INS SKELFLETTUR - BEINHREINSUÐ OPIÐ Í DAG LAUGARDA G 4. APRÍL 10-15 Ath. aðeins á Sogavegi BÆKUR ★★★ ★★ Gleymdu stúlkurnar HÖFUNDUR: SARA BLÆDEL ÞÝÐING: ÁRNI ÓSKARSSON BJARTUR Gleymdir og grafnir glæpir gegn konum eru glæpasagnahöfund- inum Söru Blædel hugleiknir í nýrri bók hennar, Gleymdu stúlk- unum. Aðalsöguhetja bókarinnar er rannsóknarlögreglukonan Louise Rick og heimahagar Söru sjálfrar eru sögusviðið, skógi vaxið strjál- býli í Austur-Danmörku, Hvalso. Sara Blædel hefur sjálf sagt að sagan um Gleymdu stúlkurnar sé byggð á sönnum atburðum. Blædel starfaði reyndar um áraraðir sem blaðakona og býr því yfir ákveðnum styrk- leika þegar kemur að heim- ildavinnu og úrvinnslu sam- félagslegra mála sem auka tvímælalaust á trúverðug- leika í verkum hennar almennt. Í upphafi bókar tekur aðalsöguhetjan Louise hvatvísa ákvörðun um að taka að sér að stýra nýrri deild sem rannsakar mannshvörf. Tilraunaverkefni sem er ekki víst að gangi upp. En fyrsta málið leiðir hana til fortíð- ar þar sem hvíla sorgir og óleyst persónuleg mál. Saga Söru fjallar um kaldrana- legt samfélag fortíðar þar sem fólk með andlega fötlun átti sér ekki viðreisnar von. Saga af ótrú- legri grimmd, eða er hún svo ótrú- leg? Svo virðist sem grimmdin blómstri oft á stöðum þar sem varnarlausir og saklausir dvelja. Aðalsöguhetjan Louise er dauf og einræn. Ekki á heillandi máta, eins og sérlundaðar erkitýpur norrænu glæpasagnanna, Wall- ander Mankells, Smilla hans Peters Hoeg og Lisbeth Salander hans Stiegs Larson. Frú- strering Louise er allt annað en heillandi, félagslegu flækjurnar minna okkur of mikið á hversdag- inn. Í lífi hennar er eilífur mánu- dagur. Mér virðist þyngra yfir henni en í fyrri bókum, en það er ef til vill ætlunin. Höfundur virð- ist meðvitaður um þetta og reyn- ir að rífa upp stemninguna með líflegum starfsfélaga, Eik, sem er frjáls í sinni sérvisku. Breysk- ur en líflegur, þótt klisjan um drykkfellda snillinginn sé þreytt. Ef til vill má rekja norræna glæpasöguæðið til ársins 1992, þegar út kom bókin Smil- las sense of snow eftir Peter Høeg. Þetta endur- tekna stef einrænu og and- félagslegu konunnar virð- ist enduróma úr bók Peters til dagsins í dag. Fallegt stef og kraftmikið, en þegar það er endurtekið svo oft fer það líklega að þreytast. Dauflynd- ar, bældar, stífar og félagslega bæklaðar konur. Veikleikar sögunnar felast þó ekki endilega í lægðinni sem hvílir á Louise eða persónugerð hennar, því ekki er víst að öllum þyki hún þreytandi. Brestirnir eru í persónulegri sögu Louise sem höfundur flétt- ar inn í glæpasöguna. Hana skort- ir dýpt og er að auki óljós. Þetta kemur þó ekki verulega að sök þar sem aðalatburðarásin er hag- anlega fléttuð. Að auki er efnið trúverðugt. Hér á Íslandi höfum við líka þurft að horfast í augu við glæpi gegn börnum og ungu fólki á barnaheimilum á vegum ríkisins. Þessi tenging höfundar við eigin samtíma og eigin uppruna gerir söguna sterka og þess virði að lesa en hún líður aftur á móti fyrir helst til einsleita og grunna pers- ónusköpun. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir NIÐURSTAÐA: Grípandi bók og ágætis afþreying en aðalsöguhetjan er heldur dauf. Þar sem grimmdin blómstrar 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 8 -5 6 0 C 1 7 6 8 -5 4 D 0 1 7 6 8 -5 3 9 4 1 7 6 8 -5 2 5 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.