Fréttablaðið - 04.04.2015, Síða 76

Fréttablaðið - 04.04.2015, Síða 76
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 52 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Sýningartímar á midi.is og laugarasbio.is GLEÐILEGA PÁSKA OPIÐ ALLA PÁSKANA! siSAM SERIAL (BAD) WEDDINGS MYNDIN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM SÝND ÁFRAM VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI AKUREYRI! Sýnd með íslensku tali í 2D og 3D Sýningartímar á eMiði.is og miði.is Opið alla páskana! GLEÐILEGA BÍÓPÁSKA Grátbólgin móðir fer með bænir frammi fyrir líkneski af Maríu mey, hún biður fyrir syni sínum sem er á sjónum. Þegar hún snýr sér við til að fara á brott má sjá tár renna úr augum líkneskisins því það veit að sonurinn drukknaði. ÞESSA harmþrungnu sögu sagði gríska skáldið Konstantí- nos Kavafís í einu ljóða sinna. Kemur það ætíð í koll mér um páskahátíðina þegar líkneski eru borin um bæi og borgir hér í Andalús- íu. Þó að ég sé genginn af trúnni tala ég til líkneskis Jesús enda fer þar frum- mynd frönsku byltingar- innar. „Njóttu þess að vera borinn á höndum,“ segi ég. „Þú afhjúpaðir hræsnarana sem gátu stjórnað með því að halda lýðnum í fávisku og þröngsýni. Sagðir prestunum að hjartalag skækjunnar væri betra en þeirra, faríseunum að líta inn á við áður en þeir dæmdu og yfirvaldinu sagðir þú að til væri annað yfirvald sem ekki stjórnaði af hégóma, vopnum, vélráðum og veraldlegu prjáli. Þú sem hentir gráð- ugu kaupmönnunum út úr musterinu.“ HÉR á Spáni var alþýðunni stjórnað með þessu hætti. Veraldleg og andleg yfirvöld ásamt landeigendum héldu henni í heljargreipum fáfræðinnar og óttans. Hvað hafast þessir menn við í dag? SVO var það einn daginn að ég las páskapistil Jóns Baldvins Hannibals- sonar sem kynnti sér páskaprjál sveit- unganna hér í Andalúsíu að ég fór að leiða hugann að því hverjir það eru sem bera líkneski Krists um borgir og bæi. Það er einmitt aðallinn sem hann atti kappi við forðum, farísear nútímans, andlega og veraldlega yfirvaldið, land- eigendurnir sem héldu lýðnum í fávisku- vistarböndum, leifarnar af fylgismönn- um Francos og afturhaldsöflin sem taka nýjum og ferskum vindum eins og ógn við vald sitt. Reyndar leggur Antonio Banderas sínar herðar til í páskaprjálinu í Málaga en látum það liggja milli hluta. ÉG held áfram að tala við líkneskið eftir þessa uppgötvun. Ég er reyndar farinn að biðja eins og sjómannsmóðirin forð- um. Ég bið „fyrir alla muni, Súlli minn, ekki líta niður“. En ég sé það á þjáning- unni í svip hans að hann er löngu búinn að komast að því hverjir halda á honum. Kaldhæðnisleg örlög Krists Dagana 9. til 12. apríl fer fram heim- ildar- og stuttmyndahátíðin Reykja- vík Shorts&Docs Festival í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Á hátíðinni ægir saman stórum erlendum heim- ildarmyndum og nýjum íslenskum heimildar- og stuttmyndum. Uppljóstranir um njósnir Banda- ríkjamanna, pólsk fjallgöngugoð- sögn, trommuhringur og ísgerð í eftirleik þjóðarmorðsins í Rúanda auk rokks í Neskaupstað og á Græn- landi er meðal þess sem myndir hátíðarinnar fjalla um. Óskarsverðlaunamyndin Citizen- four eftir Lauru Poitras er meðal mynda sem verða sýndar. Myndin var valin besta heimildarmyndin bæði á Óskarsverðlaunahátíðinni og BAFTA-hátíðinni. Lisa Fruchtmann kemur til landsins og fyrsta leikstjórnar- verk hennar, Sweet Dreams, verð- ur sýnt á hátíðinni. Fruchtmann hlaut Óskars verðlaun fyrir klipp- ingu myndarinnar The Right Stuff og klippti einnig Apocalypse Now og Godfather III. Bæði Fruchtmann og Poitras munu vera með námskeið á hátíðinni. Þetta er í þrettánda skipti sem hátíðin fer fram en í gegnum tíð- ina hefur hún verið á hinum ýmsu stöðum. Þar má nefna Háskólabíó, Norræna húsið, Regnbogann og Kex hostel. Miðasala er í Bíói Paradís og afar takmarkaður fjöldi miða er í boði. Nánari upplýsingar má finna á shortsanddocsfest.com. - jóe Óskarsverðlaunahafar og ísgerð í Afríkuríki Heimildar- og stuttmyndahátíð fer fram í Reykjavík í þrettánda skipti. Úrval mynda á hátíðinni er þó nokkuð. CITIZENFOUR Óskarsverðlaunamynd um Edward Snowden er sýnd á hátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Wild Frontier– The Prodigy Sjötta plata Íslandsvinanna í The Prodigy kom út í lok mars. Á henni má finna nokkur ágæt lög. Malaika– Retro Stefsson Fyrsta lagið af fjórðu plötu sveitar- innar. Var upphaflega samið fyrir Young Karin en hentaði betur fyrir Stefson. Headlights– Robin Schulz Þýski plötusnúðurinn gerði allt vit- laust í fyrra með laginu Prayer In C. Headlights þykir líklegt til afreka þetta sumarið. To Be Young– Kassasin Street Fimmmenningar frá Southsea skammt frá Portsmouth. Grípandi gítarstef og viðlög einkenna fyrstu lög sveitarinnar. Need You Know– Hot Chip Sjötta plata Hot Chip hefur fengið nafnið Why Make Sense? Þetta er önnur smáskífan af þeirri plötu. Forest Fires– Axel Flóvent Húsvíkingnum hefur verið líkt við Justin Vernon, söngvara Bon Iver, og honum bregst ekki bogalistin í þessu lagi. Buried– Shlohmo Önnur plata Shlohmo, Dark Red, kemur út í næstu viku. Buried verð- ur að finna á henni. 2Shy– Shura Shura lék á Húrra á síðustu Iceland Airwaves-hátíð. 2Shy hefur vakið verðskuldaða athygli. Serve It Up– Cakes Da Killa Rapparinn frá New Jersey hefur aldrei verið hræddur við að fara ótroðnar slóðir. nO less– SBTRKT SBTRKT spilaði á Sónar-hátíðinni í Hörpu í febrúar. Hann hefur verið að senda frá sér efni á Soundcloud- síðu sinni. 10 ný lög sem við mælum með 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 8 -9 B 2 C 1 7 6 8 -9 9 F 0 1 7 6 8 -9 8 B 4 1 7 6 8 -9 7 7 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.