Fréttablaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 86
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 62
Íslendingurinn Hjördís Ösp Ottósdóttir innanhúss-
arkitekt tekur þátt, ásamt unnusta sínum Russell
Schaper-Kotter, í stærsta raunveruleikaþætti sem
framleiddur hefur verið í Kanada, Game of Homes.
Í þættinum er keppt um að gera upp gömul hús sem
átti að rífa, og fær sigurvegarinn húsið að launum.
„Vinnufélagi minn benti okkur á að það væri verið að
leita að fólki í þáttinn. Ég hugsaði strax að það væri
ekki séns að ég fengi frí í vinnunni í fimm vikur, en
unnusti minn sagði að við myndum bara víst fá frí,“
segir Hjördís og hlær.
Parið sótti um og fór í prufur, en þau voru ekki
valin. Sólarhring fyrir fyrsta þáttinn fengu þau Hjör-
dís og Russell símtal frá framleiðandanum, sem sagði
að það væri óvissa með eitt parið og þau væru líkleg-
ust til að koma í staðinn.
„Það fór allt á fullt. Við vorum bæði að vinna ann-
ars staðar og vorum send með næsta flugi heim. Þar
var okkur skutlað upp á hótel þar sem við áttum bara
að vera, máttum ekki tala við neinn eða neitt,“ rifjar
Hjördís upp. Daginn eftir var þeim tilkynnt að þau
hefðu verið valin. „Við fengum 20 mínútur til þess að
fara heim og pakka fyrir fimm vikur. Svo var haldinn
neyðarfundur með fjölskyldunni, svo voru símarnir
teknir af okkur eftir það.“
Hjördís segir vinnuveitanda sinn hafa verið mjög
skilningsríkan og gefið henni frí, en Russell var ekki
eins heppinn og missti vinnuna í kjölfarið.
Fyrir þáttinn voru fjögur gömul hús sem átti að
rífa, flutt í miðbæ Vancouver og girt af. „Þegar við
komum á staðinn áttum við að velja okkur hús, en til
þess að fá það þurftum við að smíða lykil að húsinu í
kapp við tímann og hina keppendurna,“ segir Hjördís.
Í þessar fimm vikur bjuggu þau svo í húsinu sem þau
voru að gera upp og í hverjum þætti gerðu þau upp eitt
herbergi. „Það var rosalega skrýtið að hafa allt í einu
myndavélar að fylgjast með þér allan sólarhringinn,
en það vandist fljótt. Við vorum oft að vinna alla nótt-
ina og svo var þátturinn tekinn upp strax morguninn
eftir, þannig að maður var orðinn of þreyttur til að
taka eftir þeim,“ segir Hjördís.
Í lokaþættinum sem ekki er búið að taka upp, kemur
svo í ljós hvaða par er sigurvegari. „Svona hús og lóð
er mjög verðmætt hér í Vancouver og kostar mikið,
þannig að það væri magnað að vinna,“ segir Hjördís.
Þriðji þátturinn af Game of Homes var sýndur í Kan-
ada á þriðjudag, og nú þegar hafa Hjördís og Russell
unnið eina keppni í þættinum, um besta eldhúsið.
Fyrir það fengu þau ferð til Parísar. Hjördís segir
það pínu skrýtið að sjá allt í einu auglýsingar með sér
úti um allt. „Við fórum svo í bankann um daginn og
allt í einu voru allir í bankanum búnir að fatta hver
við værum og allt í einu var allt starfsfólkið komið og
farið að spyrja. En það er bara gaman.“ adda@frettabladid.is
Keppir í Game of
Homes í Kanada
Hjördís Ösp Ottósdóttir keppir í raunveruleikaþættinum Game of Homes í
Kanada, ásamt unnusta sínum, en í þáttunum gera þau upp gamalt hús.
ALLT Á FULLU Hjördís Ösp Ottósdóttir og Russell Schaper-Kotter sjást hér vera að gera upp eldhúsið en þau unnu keppnina um
besta eldhúsið.
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein-
grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI: 512-5402:
Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson
jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Firði Hafnarfirði Sími 555 6655 - 662 5552 • kokulist@kokulist.is
/Kokulist
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex
daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
GAME OF HOMES Þau Hjördís Ösp Ottósdóttir og Russell
Schaper-Kotter eru staðráðin í að vinna Game of Homes.
MYND/SARA ROGERS
LÝKUR ÞRÍLEIKNUM
Jón Gnarr, leikari, skemmtikraftur og
fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur,
vinnur nú að þriðju og síðustu bók-
inni í þríleik sínum. Sú fyrsta heitir
Indjáninn og í kjölfarið
fylgdi Sjóræninginn.
Þriðja bókin mun heita
Útlaginn en þetta
upplýsti hann í
samskiptum við
Gísla Martein
Baldursson á
Twitter. Jón
stefnir að
því að ljúka
bókinni í
sumar. - jóe
LAG Í LÆKNAÞÁTTUM
Lag Ásgeirs Trausta Was There
Nothing? var notað í
nýjasta þætti banda-
rísku læknaþáttanna
Grey‘s Anatomy.
Lagið er ensk
útgáfa lagsins
Hljóða nótt af fyrstu
plötu kappans. Ás-
geir hefur undanfarið
spilað víða um
heim en hann
kemur fram á tón-
leikum í Hörpu
þann 16. júní
næstkomandi.
- jóe
STYTTU SÉR STUNDIR
Föstudagurinn langi er mesti sorgar-
dagur kirkjuársins og hafa hvers kyns
skemmtanir og gleði löngum verið
bönnuð á deginum. Sá siður virðist
vera á undanhaldi en
á meðal fjölmargra
landsmanna sem
lyftu sér upp í gær
má nefna þingmenn-
ina Höskuld Þórhalls-
son og Jóhönnu
Maríu Sigmundsdóttur.
Höskuldur renndi sér
á skíðum á Akur-
eyri en Jóhanna
skemmti sér á
vélsleða í sinni
heimabyggð. - jóe
„Þið vitið hvernig börn
eru. Þau vilja nýja
fótboltaskó, þau vilja
nýja strigaskó. Það kom
að því að hann varð 14
ára og ég hugsaði: Ef þig
langar í eitthvað, farðu
að vinna og þá eignast
þú þína eigin peninga.“
DAVID BECKHAM TALAÐI
UM NÝTT STARF ELSTA SONAR
SÍNS, BROOKLYNS, SEM
VINNUR Á FRÖNSKU KAFFI-
HÚSI Í NÁGRENNI VIÐ HEIMILI
BECKHAM-FJÖLSKYLDUNNAR.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
6
8
-7
8
9
C
1
7
6
8
-7
7
6
0
1
7
6
8
-7
6
2
4
1
7
6
8
-7
4
E
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
8
8
s
_
3
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K