Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Side 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Side 26
*Sextíu pizzagerðarmenn bökuðu lengstu pizzu í heimií Mílanó á Expo 2015 sem nú stendur yfir. Um var aðræða margarítu og var hún rétt tæplega míla að lengd,eða 1,59545 km og þurfti fimm ofna til að elda hana. Íhana voru notuð 1,7 tonn af hveiti, 1,5 tonn af mozz-arella-osti og tvö tonn af tómatsósu. Baksturinn tókátján klukkustundir og hefur metið verið skráð í Heimsmetabók Guinness. Lengsta pizza í heimi Matur og drykkir Fyrir tveggja lítra krukku stór haus af kínakáli búnt af vorlauk tvær gulrætur 1 ½ bolli af radísum einn stór laukur bolli af hvílauksrifjum matskeið af engiferrót rautt epli ½ bolli fiskisósa a.m.k. bolli af chili-dufti (eftir smekk) 2 bollar vatn 2 msk hveiti Fyrst þarf að pækla kínakálið. Hausinn er skor- inn í fjóra hluta, frá rót í fernt þannig að blöðin haldist saman. Helgi Svavar mælir með því að líta á YouTube til hjálpar. Kálið er bleytt og síð- an saltað digurlega á milli blaðanna. Skilið eftir á borði í stofuhita í um fimm klukkustundir eða þar til hægt er að beygja rótina í U án þess að kálið brotni. Á meðan kálið er að mýkjast er sósan gerð. Laukur, hvítlaukur, engifer og epli sett í mat- vinnsluvél og blandað vel saman. Út í þetta fer fiskisósan og chili. Vatnið er hitað og hveitið leyst upp í heitu vatninu. Sett út í chili-blönduna. Vorlaukurinn skorinn gróft niður, gulrætur og radísur skornar í strimla. Kálið skolað vel úr köldu vatni. Kálið er brotið í sundur og öllu er blandað vel og rækilega saman. Sett í steríla glerkrukku og þrýst vel ofan á blönduna svo sem minnst loft sé í krukkunni. Það má byrja að borða þetta strax en þá verður að gæta þess að nota steríl áhöld til að taka upp úr krukkunni. Ef eitthvað kemst ekki ofan í krukkuna má borða það strax en ferskt kimchi þykir herramannsmatur í Kóreu. Krukkan er geymd í að minnsta kosti viku við stofuhita en margir mæla með fjórum vikum. Helgi Svavar mælir með því að smakka þetta jafn óðum því bragðið breytist dag frá degi og setja krukkuna í ísskáp þegar bragðið er orðið að smekk viðkomandi en í ísskápnum hægist verulega á gerjuninni. H elgi Svavar Helgason tónlistarmaður er líka mikill mat- gæðingur. Þegar Sunnudagsblað Morgunblaðsins hringdi í hann var hann í miðju kafi að þurrkrydda (e. dry rub) svínakjöt. „Hringdu aftur eftir tíu mínútur,“ sagði hann og blaðamaður gerði það. Svínakjötið var á leiðinni í hægeldun og er ekki efni þessa viðtals heldur hið kóreska „kimchi“, sem Helgi Svavar er búinn að vera að prófa að gera sjálfur. „Kimchi er í raun og veru gerjað kínakál í chili-hvítlauks-engifer- legi,“ segir hann um þetta hefðbundna kóreska meðlæti. „Það er líka notað út í núðlusúpur í staðinn fyrir chili,“ segir hann og líkir kimchi í gamansömum tón við „súrkál með „hot sauce““. En hvar kynntist þú kimchi fyrst? „Það var í Japan. Ég fór á kóreskan „barbeque“-grillstað í Tókýó og fékk einhvern besta mat sem ég hef fengið á ævinni. Síðan þá hef ég farið fjórum sinnum aftur til borgarinnar og alltaf fengið mér kóreskan grillmat. Svo fór ég til Seúl fyrir um þremur mán- uðum og var fullur tilhlökkunar að fá loksins alvöru kóreskt barbe- que. En svo kom í ljós að Japanirnir voru bara betri í því. Þetta var ekki alveg sami hluturinn en frábær matur líka. Þá fékk ég al- veg svakalega gott kimchi og fékk það á heilann eftir þetta,“ segir Helgi Svavar sem fór að gera tilraunir í eldhúsinu heima og er bú- inn að búa til kimchi nokkrum sinnum. „Þegar ég geri þetta nota ég einn til tvo bolla af chili þannig að þetta er verulega sterkt,“ segir Helgi Svavar en hann er mikið fyr- ir sterkan mat. Hann hefur verið ánægður með útkomuna og var nýlega búinn að skella í nýjan skammt af kimchi þegar blaðamaður ræddi við hann. Helgi Svavar spilar á trommur með Ásgeiri Trausta og er því búinn að ferðast mikið um heiminn að undanförnu. Þar ræktar hann matarást sína í fjarlægum heimshornum. Aðalvinnan er tón- listin en matseldin er áhugamál, hann grillar og hægeldar, ræktar chili og býr til chilisósur. Kimchi-gerðin er því rökrétt framhald af „hot sauce“-gerðinni sem hann er búinn að vera að einbeita sér að en hún er líka gerjuð. Hann lumar á nokkrum góðum ráðum sem um er að gera að nýta sér. Hann notar til dæmis vatnslás á krukkuna sem hann keypti í bruggbúð. Vatnslásinn hleypir þrýstingi úr krukkunni svo það er enginn hætta á því að hún springi. Svo minnir hann á nauð- syn þess að vera með plast- eða matreiðsluhanska af einhverju tagi þegar verið er að búa þetta til því chiliduftið er mjög sterkt. Kóreskt chiliduft fæst í asískum matvörubúðum en hægt er að nota hvaða chiliduft sem er, fólk verður þó að gæta að styrkleik- anum. Kóreskar radísur er erfiðara að finna en þá notar hann venjulegar radísur í staðinn. Í sumum uppskriftum af kimchi eru notaðar þurrkaðar kóreskar rækjur en það er um að gera að nota fiskisósu í staðinn. Grænmetisætur geta sleppt hvoru tveggja. Ljósmyndir/Stefanía Thors RÆKTAR MATARÁSTINA Í FJARLÆGUM HEIMSHORNUM Súrkál með sterkri sósu MATGÆÐINGURINN OG TROMMARINN HELGI SVAVAR HELGASON ER MIKIÐ FYRIR STERKAN MAT OG HEFUR NÝVERIÐ VERIÐ AÐ PRÓFA SIG ÁFRAM Í GERÐ KÓRESKA MEÐLÆTISINS KIMCHI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Helgi Svavar hefur smekk fyrir sterkum sósum. Helgi Svavar, með kimchi í hendi, kann vel við sig ná- lægt grillinu sínu. Kimchi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.