Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2015
Matur og drykkir
S
igríður Ágústa Ásgrímsdóttir og eiginmaður hennar Björn Erlends-
son héldu glæsilegt boð fyrir vini sína í Þrándheimsklúbbnum.
„Við vorum saman í verk- og tækninámi í Þrándheimi í Noregi á
sínum tíma, ég og eiginmennirnir. Þá var samningur milli skól-
anna og hægt var að taka seinni hluta námsins í skólanum í Þrándheimi.
Við fórum fimm saman héðan sem vorum búin að taka fyrri hluta námsins
í Háskóla Íslands. Nokkrar eiginkvennanna sem þá voru í Noregi ákváðu
að stofna saumaklúbb árið 1965 eða fyrir 50 árum og var það áður en ég
fór út í námið. Hins vegar buðu þær mér að vera með seinna og nokkrar í
hópnum komu einnig inn seinna. Ein úr hópnum hóaði okkur svo saman
eftir skólavistina og stakk upp á því að við myndum halda áfram að vera
með saumaklúbbinn hér á landi, sem við gerðum,“ segir Sigríður en hún
er fyrsta íslenska konan til að útskrifast sem rafmagnsverkfræðingur.
Fyrsti íslenski kvenkyns rafmagnsverkfræðingurinn
„Ég var eina stelpan í rafmagnsdeildinni í skólanum, fyrsta íslenska kon-
an sem lauk rafmagnsverkfræði og þriðja sem brautskráðist með slíka
gráðu frá skólanum en svo hefur þeim fjölgað. En það hafa alltaf verið fá-
ar í rafmagninu. Ég tók hagnýta rafmagnsverkfræði og starfaði í eitt ár á
ríkissjúkrahúsinu í Ósló. Ég hugsaði með mér að annaðhvort yrði ég bara
norsk, ég var byrjuð að tala norsku í öll mál og talaði norsku í vinnunni,
eða þá að ég myndi gefa því séns að fara heim. Ég fór heim og fékk starf
hjá Orkustofnun og þar kynntist ég manninum mínum, hitti þennan gæja
frá Seyðisfirði. Þá breyttist nú ýmislegt,“ segir Sigríður brosandi. „Á
barneignatímanum tók ég að mér smákennslu til að halda mér við og
kenndi stærðfræði. Það var ekki í boði á þessum tíma að karlmenn tækju
að sér minni vinnu svo að konan gæti einnig starfað úti. Það var heldur
ekki hægt að fá leikskólapláss fyrir hjón með barn á þessum árum, það
var aðeins í boði fyrir einstæðar mæður.“ Sigríður fór hins vegar í fram-
haldsnám eftir barneignir og lærði á tölvur. Hún var með fyrstu verk-
fræðingunum sem störfuðu við tölvur á Íslandi. „Þetta var þegar tölvu-
bylgjan var að skella á og starfaði ég sem deildarstjóri og umboðsmaður á
því sviði. Þannig að ég kom mér vel áfram í tölvutækni og var ein af fáum
konum í þeim geira líka sem voru sérfræðingar.“
Sigríður er nú á eftirlaunum og segir það mikil viðbrigði. „Í dag er ég
að passa barnabörnin, spila á gítar og svona. Það er ekkert síður
skemmtilegt en það eru mikil viðbrigði og ekki endilega auðvelt að hætta
að vera þátttakandi í þjóðlífinu. Þetta ætti í rauninni ekki að vera svona.
Mér finnst að fólk ætti að fá að taka meiri þátt einhvern veginn. Okkur
eldra fólkinu verður svolítið ýtt til hliðar og lítið er um valkosti,“ segir
Sigríður.
Eyddu deginum saman og héldu sig nálægt Noregi
Þrándheimsklúbburinn er afar duglegur að hittast og skiptast þau á að
halda matarboð. Að þessu sinni var ákveðið að hittast á Seyðisfirði en Sig-
ríður segir að ákveðin tengsl séu innan hópsins við Seyðisfjörð. „Hjón í
hópnum okkar bjuggu hér lengi vel og einnig er maðurinn minn frá Seyð-
isfirði og á fjölskyldu hér. Við höfum því tengsl hingað og komum hingað
reglulega. Þá eru ein hjónin búsett á Egilsstöðum og því fannst okkur
kjörið að vera hér,“ segir Sigríður. „Mörg okkar hafa heimsótt Þrándheim
eftir námið en við höfum ekki enn farið öll saman. Það hefur legið í loft-
inu. Við komumst ekki nær Noregi en hérna á Austurlandi svo þetta er
tilvalinn staður.“ Það var einnig haldinn klúbbur á Egilsstöðum á föstu-
Hópurinn var ánægður með matinn sem Sigríður reiddi fram.
HAFA HALDIÐ HÓPINN FRÁ ÞVÍ Í HÁSKÓLA
Æfingin skapar
meistarann
Sitjandi frá vinstri: Aðalheiður Jónsdóttir, Jón-
ína Melsteð, Halldóra Kristjánsdóttir, Sigríður
Ásgrímsdóttir, Hanna Eiríksdóttir, Margrét
Sveinsdóttir, Björg S. Blöndal og Birna Björns-
dóttir. Standandi frá vinstri: Sigrún Magnús-
dóttir, Ólöf Birna Blöndal og Sigríður Hjartar.
Tvær úr hópnum komust ekki í gleðskapinn.
HÓPUR SEM HIST HEFUR Í 50 ÁR ÁTTI SAMAN GÓÐAR
STUNDIR Á SEYÐISFIRÐI Á DÖGUNUM. GESTGJAFINN AÐ
ÞESSU SINNI VAR SIGRÍÐUR ÁSGRÍMSDÓTTIR SEM ER EIN-
MITT FYRSTA ÍSLENSKA KONAN TIL ÞESS AÐ VERÐA RAF-
MAGNSVERKFRÆÐINGUR.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Blandaður pönnuréttur fyrir 8-10 manns
1 l kjúklingasoð (ég notaði Oscar Chicken food-
kraft blandaðan skv.
leiðbeiningum)
slatti af saffran-kryddþráðum (pakkað í álpapp-
ír og hitað snöggt á pönnu á
báðum hliðum)
2-3 msk. ólívuolía til steikingar
3 kjúklingabringur í sneiðum
2 tsk. kryddblanda (ég notaði HEIMA-krydd-
salt)
svartur nýmalaður pipar eftir smekk
150 g beikon (ég notaði paleo)
3 laukar smátt brytjaðir
4 hvítlauksgeirar marðir og saxaðir
2 stk. rauð spænsk paprika í bitum
3 bollar Arborio-hrísgrjón
1 bolli grænar baunir (ég notaði frystar)
1 kúffull tsk. reykt paprikukrydd
safi úr hálfri sítrónu
2 pylsur chorizo (2x 250 g)
1 l kræklingur vel hreinsaður
1-2 bollar hvítvín
1 poki risarækjur (ekki í skel)
1 pakki surimi-smokkfiskur (300 g)
1 búnt steinselja
Saffran-þráðum pakkað inn í álpappír og hitað
snöggt á báðum hliðum á snarpheitri pönnu. Kjúklinga-
soðið hitað að suðu og saffran bætt í soðið. Látið bíða
um stund. Ólívuolían hituð á pönnu og kjúklingabit-
arnir með kryddblöndunni og piparnum, brúnaðir létt
á pönnunni í nokkrar mínútur. Kjötið sett á fat og inn í
heitan ofn og bakað þar við 190°C í 30 mínútur. Beik-
on steikt þar til gullinbrúnt á báðum hliðum og síðan
látið á eldhúspappír og geymt þar til það verður klippt
í bita og stráð yfir pönnuréttinn um leið og hann verð-
ur borinn fram. Laukur og hvítlaukur hitaðir í beik-
onfeitinni í nokkrar mínútur, papriku bætt út á og látið
malla í 10 mín. eða svo. Hrísgrjónum bætt á pönnuna
og hrært í blöndunni og mallað um stund. Grænum
baunum, kryddi og sítrónusafa bætt á pönnuna og
kjúklinga-saffran-soðinu hellt yfir allt saman og suðan
látin koma upp. Pylsubitum bætt út í og allt soðið við
hægan hita á pönnunni í 15 mínútur.
Síðan er steiktum kjúklingabitum blandað vel saman
við grjónin og einnig kræklingi í skelinni (ef hann er
notaður) ásamt bolla af hvítvíni og suðan látin koma
vel upp. Látið malla í 10 mínútur til viðbótar. Skeljar
sem ekki hafa opnað sig veiddar upp úr og þeim hent.
Slökkt undir pönnunni og rétturinn látinn bíða í 10
mínútur en á meðan eru risarækjur og smokkfiskur
steikt létt á pönnu eða brugðið yfir grill í 7-8 mínútur.
Að lokum er smokkfiski og rækjum (þeim stungið á
haus niður í hrísgrjónin) og beikonbitum dreift yfir
ásamt klipptri steinseljunni og borið fram. Svartar ólív-
ur, sítrónubátar, sýrður rjómi og ferskt grænt salat
borið fram með ef vill.
Matreiðsla tekur um 2 klukkutíma.
Paella