Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Síða 29
dagskvöldinu, svo hópurinn hafði sem sagt tvo saumaklúbba á Austurlandi þessa helgi. Sigríður ákvað að vera með norskt þema fyrr um daginn en um kvöldið var spænskt þema, en Sigríður er einmitt að læra spænsku og á gítar. Hópurinn eyddi heilum degi saman á Seyðisfirði og var farið í göngu þar sem staðkunnir menn sögðu sögu Seyðisfjarðar, frá landnámi til okkar daga. „Svo sá ég uppskrift í Sunnudagsmogganum um daginn að spænskri paellu og hugsaði með mér að ég gæti vel stuðst við hana,“ segir Sigríður og hlær. „Þetta er þannig réttur að hann er alltaf góður og getur varla mislukkast. En félagarnir hjálpuðu mér við matreiðsluna og framreiðslu og ég hefði aldrei getað gert þetta ein.“ Maturinn féll vel í kramið hjá hópnum og var hann nokkuð nákvæmlega skammtaður og ekki mikill af- gangur. Fékk ung að spreyta sig í eldhúsinu Sigríði þykir gaman að elda og segir hún að það eigi vel við sig. Áhuginn er kominn úr barnæsku en faðir hennar var bakari. Þá vann Sigríður einnig í mötuneyti með föðursystur sinni á síldarárunum og lærði að tak- ast á við að fæða mikinn fjölda fólks, sem krefst skipulags. „Mamma hafði ekki mikinn áhuga á matargerð og naut þess frekar að fylgjast með dætr- um sínum dunda sér í eldhúsinu. Það hafði líka áhrif á mig, því ég fékk tækifæri til að spreyta mig í eldhúsinu og prófa mig áfram sem barn. Æf- ingin skapar meistarann.“ Ljósmyndir/Pétur Kristjánsson Frá vinstri: Stefán Guðbergsson, Sigþór Jóhannesson, Sveinn Þórarinsson, Björn Erlendsson, Theodór Blöndal, Einar Hafliðason, Viðar Ólafsson, Daði Ágústsson og Edgar Guðmundsson. 28.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Chuletas guisadas kótelettusmásteik 8 stk. beinlausar grísakótelettur 1 dl olía til steikingar 1 dl hveiti 1 msk. salt 2 tsk. svartur nýmalaður pipar 2 bollar vatn eða hvítvín 4 msk. smjör 1 bolli sellerístönglar, smátt skornir 1 bolli laukur í litlum bitum ½ bolli græn paprika í bitum ½ tsk. óreganó ½ tsk. timjan ½ tsk. cayenne-pipar 2 msk. dökkur púðursykur eða síróp 2 msk. græn chili-sósa (í stað lauk- og kryddblöndu má (í hallæri) nota eina stóra krukku af grænni chili-sósu) 2 dósir niðursoðnir tómatar í bitum eða hrein tómatsósa Forhitið bakarofn í 190°C. Blandið hveiti, salti og pipar saman og veltið kótelettum upp úr hveitiblöndunni. Hitið steikingarfeitina á stórri pönnu og brúnið kjötið, 4 kótelettur í einu. Kóteletturnar settar í eldfast form eða ofnskúffu, víni hellt yfir þær og síðan inn í ofn. Smjör brætt á stórri pönnu, lauk bætt á pönnuna og steiktur í 10 mín- útur en ekki látinn brúnast. Sellerí- og paprikubitum, sykri og kryddi bætt á pönnuna og látið malla í 10 mínútur. Kóteletturnar ættu að hafa bakast í um 20 mínútur þegar formið er nú tekið út úr ofninum og laukblöndunni og tómatsósunni hellt yfir. Lok sett á formið eða álþynna breidd þétt yfir það áður en kjötið er sett aftur inn í bakarofninn. Hitinn er lækkaður í 170°C og látið eldast í allt að 2 tíma. Kjötið verður að vera lungamjúkt að lokinni eldun. Borið fram með bökuðu rótargrænmeti eða kartöflustöppu og grænu salati. Fyrir 8-10 manns, þrjár skálar 1 marengsbotn, mulinn í bita ½ kg frosin jarðarber ½ bolli sykur 2-3 msk kartöflumjöl 100 g trönuber þurrkuð 1 glas appelsínulíkjör 1 bolli bláber 400 g Mars-súkkulaðistykki, brytjuð smátt 5 dl rjómi Blæjuber og bláber, nokkur stykki, til skrauts. Jarðarberin eru sett í pott, látin þiðna, sykri og kartöflumjöli hrært út í berin (óþarfi að hella burt vökvanum). Allt hitað að suðu við meðalhita og hrært í pottinum allan tímann. Eftir að suðan er komin upp er hitinn fyrst lækkaður þannig að berjakompottinn malli rólega í um 5-7 mínútur. Tekið af eldavélarhellunni og sett í stóra desertskál þegar mesti hitinn er rokinn burt og látið kólna alveg. Trönuber vætt í appelsínulíkjör og látin taka sig í 2-3 tíma eða leng- ur. Marengsbotninn mulinn nokkuð smátt og skipt í tvo helminga. Mars- súkkulaðistykkin brytjuð smátt og blandað saman við helminginn af mar- engsinum. Rjóminn stífþeyttur og hrært saman við súkkulaðibitana. Helm- ingnum sem eftir er af marengsmulningi er stráð yfir jarðarberjamaukið í skálinni og síðan bleyttum trönuberjum og bláberjunum og því sem eftir er af marengsbitum dreift yfir berin. Súkkulaðirjóminn settur yfir berin og skreytt með bláberjum og blæjuberjum. Desertinn geymdur í kæli í nokkra tíma áður en hann er borinn fram. Þennan rétt má geyma í frysti og taka út 5-6 tímum áður en hans er neytt. Berjadúndur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.