Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2015/101 511 Nýr valkostur Fyrir jafnan blóðsykur1 Er meðferðin stöðug málamiðlun milli blóðsykursfalla og viðunandi HbA1c?2,3 Myndræn framsetning unnin af Sanofi Tími frá lyfjagjöf undir húð (klst.) In nr e nn sl i g lú kó sa (m g /(k g m ín ) 3 2 1 0 60 12 18 24 30 36 Lantus® Toujeo® Stöðugt Jöfn dreifing Meira en 24 klst. Jafn verkunarprófíll Toujeo® hefur jafnari verkun en Lantus® í a.m.k. 24 klst.1 Toujeo® veitir sambærilega blóðsykur- stjórn og Lantus® með minni hættu á blóðsykurföllum hjá sjúklingum með sykursýki tegund 21,4,5 Auðveldara er að stilla Toujeo® en Lantus® til að ná meðferðarmarkmiðum1,3,4,5 Toujeo® hefur sama langtíma öryggis- prófíl og Lantus® og er á sama verði1,6,7,8 Fyrir sjúklinga með sykursýki tegund 1 og 2 IS -T O U- 15 -0 9- 02 insúlín glargín 300 einingar/ml NÆSTA KYNSLÓÐ GRUNNINSÚLÍNS Frá framleiðendum LANTUS insúlín glargín 100 einingar/ml 1. Toujeo sérlyfjatexti 22.06.2015 kafli 5.1 2. Cooper JG, Claudi T, Thordarson HB. Behandling av type 1-diabetes I spesialisthelsetjenesten – data fra Norsk diabetesregister for voksne. Tidsskr Nor Legeforen 2013; 133: 2257 – 61 3. Home PD, Bergenstal RM, Bolli GB. New Insulin Glargine 300Units/mL Versus Glargine 100 Units/mL in People With Type 1 Diabetes: A Randomized, Phase 3a, Open-Label Clinical Trial (EDITION 4). Diabetes Care 2015. DOI: 10.2337/dc15-0249 [Epub ahead of print 17 Juni 2015]. 4. Riddle MC, Bolli GB, Ziemen M et al. New insulin glargine 300 units/mL versus glargine 100 units/mL in people with type 2 diabetes using basal and mealtime insulin: glucose control and hypoglycemia in a 6-month randomized controlled trial (EDITION 1). Diabetes Care 2014;37:2755–2762. 5. Yki-Järvinen H, Bergenstal R, Ziemen M, et al. New insulin glargine 300 units/mL versus glargine 100 units/mL in people with type 2 diabetes using oral agents and basal insulin: glucose control and hypoglycemia in a 6-month randomized controlled trial (EDITION 2). Diabetes Care 2014; 37:3235–3243. 6. Lantus sérlyfjatexti 29.07.2015, kafli 5.1 7. Lantus styttur sérlyfjatexti 21.09.2015 8. Toujeo styttur sérlyfjatexti 20.08.2015 Sanofi á Íslandi, Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. Sími: 535-7000. Netfang: sanofi@vistor.is Inngangur Kransæðasjúkdómar eru algengir í hinum vestræna heimi1,2 og mikill árangur hefur náðst í meðferð þeirra eins og komið hefur fram í tveimur nýlegum yfirlits- greinum í Læknablaðinu.3,4 Hjartaendurhæfing er vel ígrunduð meðferð hjá sjúklingum með kransæða- sjúkdóma og komin er mikil og áralöng reynsla á því sviði.5-7 Fáar nýlegar rannsóknir hafa verið fram- kvæmdar á þessu sviði á Íslandi,8 en fjölmargar rann- sóknir hafa verið gerðar erlendis.9-11 Endurteknar safn- greiningar hafa sýnt að endurhæfing sjúklinga með kransæðasjúkdóma leiðir til meiri lífsgæða og dregur úr dánartíðni.5,6" Hjartaendurhæfing felst yfirleitt í einhvers konar hreyfingu, en auk þess spilar fræðsla og forvarnarstarf stóran þátt.12 Hjartaendurhæfing skiptist í þrjú stig.13 Stig I þjálfun fer yfirleitt fram inni á sjúkrahúsum strax að sjúkrahúsmeðferð lokinni. Stig II endurhæfing fer fram á endurhæfingarstöðvum og eru sjúklingar undir nákvæmu eftirliti og stendur endurhæfingin gjarnan í 4-6 vikur. Stig III hjartaendurhæfing er viðhaldsmeð- ferð undir eftirliti og getur staðið árum saman.14" Hjarta- og lungnaendurhæfingarstöðin í Reykjavík (HL-stöðin) hefur starfað frá 1986 og fer þar meðal annars fram endurhæfing kransæðasjúklinga eftir kransæðahjáveituaðgerðir og kransæðavíkkun með eða án stoðnetsísetningar. Fylgt er viðurkenndum al- inngangur: Hjartaendurhæfing er viðurkennd meðferð hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóma en takmarkaðar upplýsingar eru til um hana á Íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort hjartaendur- hæfing á stigi II í HL-stöðinni eftir kransæðahjáveituaðgerð eða kransæða- víkkun, skilaði bættri líkamlegri heilsu og betri lífsgæðum til sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem gengist höfðu undir inngrip vegna kransæðasjúkdóms var boðin þátttaka. Alls þáðu 64 boðið (af 65) en 48 luku þátttöku í rannsókninni. Að meðaltali mættu þátttakendur í 2,1 skipti á viku í 8,4 vikur. Mælingar gerðar: þrektala (W/kg), blóðþrýstings- og púlssvörun úr áreynsluprófi og líkamsþyngdarstuðull (kg/m2). Til að meta heilsutengd lífsgæði var notaður SF-36v2 lífsgæðakvarðinn. niðurstöður: Þrek batnaði um 14,4% (p<0,001) og 6,1% aukning varð á hámarkspúlsi (p=0,001). Þátttakendum var skipt upp í tvo hópa eftir aldri (32-64 ára og 65-86 ára) og bættu báðir aldurshópar sig svipað í þreki (14,6% og 14,1%) en það var eingöngu eldri hópurinn sem jók hámarks- púls marktækt eða um 7,2% (p=0,007). Þegar þátttakendum var skipt í tvo hópa eftir því hversu oft þeir æfðu á viku kom fram 10,1% aukning á þrektölu hjá hópnum sem æfði sjaldnar en 19,8% hjá þeim sem æfðu oftar (p<0,001). Þátttakendur mátu líkamlega líðan, mælda með spurn- ingalista um lífsgæði, betri við lok þjálfunar (p=0,003) en ekki andlega líðan (p=0,314). Þegar þátttakendum var skipt í tvo hópa eftir því hvernig þeir mátu líkamlega líðan í upphafi rannsóknar varð marktæk hækkun um 15,1% á líkamlegri líðan hjá þeim sem mátu sig í verri stöðu í upphafi (p=0,002), en hinn hópurinn hækkaði um 1,2%. Ályktun: Hjartaendurhæfing bætir þrek og líkamlega vellíðan. Magn þjálf- unar hefur áhrif á bætingu í þreki. ÁgrIp þjóðlegum leiðbeiningum varðandi framkvæmd hjarta- endurhæfingar.15,16 Þótt vitað sé um ótvírætt gildi hjartaendurhæfingar er ekki eins vel þekkt hvaða þjálfun hentar best fyrir þessa sjúklinga, né hversu mikil þjálfunin á að vera, bæði með tilliti til ákefðar og magns þjálfunar. Einnig eru ekki skýrar vísbendingar um hversu lengi slík end- urhæfing á að standa yfir.5-7 Í ljósi þessa var markmið þessarar rannsóknar í fyrsta lagi að kanna hvort Stig II þjálfun í HL-stöðinni skilaði mælanlegum árangri í bættri líkamlegri heilsu og meiri lífsgæðum sjúklinga. Í öðru lagi var tilgangurinn að skoða hversu mikil þjálfunin á að vera svo fram komi jákvæð áhrif á þrek þátttakenda. Efniviður og aðferðir Val á þátttakendum Öllum sjúklingum sem gengist höfðu undir inngrip vegna kransæðasjúkdóms og hófu hjartaendurhæfingu á HL-stöðinni frá febrúar til september 2012 var boðin þátttaka í rannsókninni. Einn hafnaði þátttöku en 64 samþykktu hana. Leyfi til rannsóknar var fengið frá Vísindasiðanefnd (VSN 11-168-S1) og yfirlækni HL- stöðvar og var rannsókn tilkynnt til Persónuverndar (S5511/2011). Allir þátttakendur fengu kynningarbréf Greinin barst 13. apríl 2015, samþykkt til birtingar 1. október 2015. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Áhrif hjartaendurhæfingar HL-stöðvarinnar eftir kransæðahjáveituaðgerð eða annað kransæðainngrip Fríða Dröfn Ammendrup1 tölvunarfræðingur, Mundína Ásdís Kristinsdóttir2 sjúkraþjálfari, Gunnar Guðmundsson2,3 læknir, Erlingur Jóhannsson1 lífeðlisfræðingur 1Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræðum, menntavísindasviði Háskóla Íslands, 2HL-stöðinni Hátúni 14, Reykjavík, 3rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnir: Erlingur Jóhannsson erljo@hi.is http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.11.50 R A N N S Ó K N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.