Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2015, Qupperneq 23

Læknablaðið - 01.11.2015, Qupperneq 23
LÆKNAblaðið 2015/101 523 hreyfingar, val um hóp- og einkatíma og að fá leiðsögní hvert skipti, hafi skilað þessari auknu hreyfingu. Samkvæmt Ussher og félögum27 telja sjúklingar með geðklofa og aðrar geðraskanir að ein aðalhindrunin fyrir því að stunda hreyfingu sé að þeir kunni ekki að framkvæma æfingar rétt, viti ekki hvernig best sé að hreyfa sig og finnist erfitt að byrja á eigin vegum. Einnig töldu sjúkling- arnir í þeirri rannsókn að einkenni sjúkdómsins valdi því að þá skorti drifkraft til að hreyfa sig. Mikilvægt var því að hreyfingin hafi verið skipulögð og sérsniðin að hverjum og einum sjúklingi ásamt því að vera undir handleiðslu fagaðila.27 Fram kom hjá þátt- takendum í þessari rannsókn að þeim þótti ánægjulegt og gagn- legt að stunda hreyfingu, hvort sem var í líkamsrækt eða göngu. Einnig þótti þeim hvetjandi að fá félagsskap frá leiðbeinanda og/ eða öðrum þátttakendum. Niðurstöður einstaklingsviðtala sýndu að hvatning og hrós frá leiðbeinendum og fjölskyldumeðlimum hafði mikil áhrif á áhuga þeirra á stunda reglubundna hreyfingu. Einnig kom fram í viðtölum að þátttakendum fannst gott að hafa alltaf æfingaáætlun til þess að fara eftir, vita nákvæmlega hvað þeir voru að fara að gera og skrá niður jafn óðum. Með þessu móti gátu þátttakendur sett sér markmið og fylgst með framförum sem virkaði hvetjandi. Erlendar rannsóknir á einstaklingum sem þjást af geðsjúkdómum hafa sýnt fram á að hreyfing í hóptímum gefi góða raun, þátttakendur séu ánægðari og minna brottfall.10,13,14 Líkamlegar mælingar Í viðtölum lýstu þátttakendur betri líkamlegri líðan, minni þreytu og auknu úthaldi. Einnig sýndu niðurstöður að hvíldarpúls þátt- takenda lækkaði eftir íhlutun. Fyrri rannsóknir sem skoðað hafa áhrif hreyfingar á sjúklinga með geðklofa, hafa ekki sýnt mikinn árangur í breytingum á holdafari.7,28,29 Þær niðurstöður má þá helst rekja til þess að einstaklingar með geðklofa eru í flestum tilfellum á geðrofslyfjum sem geta valdið þyngdaraukningu og truflun á efnaskiptum.7,28 Íhlutanir vöruðu ekki nógu lengi og ef til vill höfðuðu þær ekki nógu vel til þessa hóps.29 Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að engin breyting varð á flestum líkamlegum mælingum. Það er sérstaklega jákvæð niðurstaða fyrir einstak- linga sem taka geðrofslyf að engin þyngdaraukning átti sér stað á rannsóknartímabilinu. Rannsóknir benda til að íhlutanir sem miða að því að auka fræðslu um góðar matarvenjur og aukna hreyfingu, sýni bestan ár- angur hvað varðar þyngdartap og bættan lífsstíl hjá einstaklingum með geðklofa.30 Í framhaldi af þessari rannsókn væri áhugavert að gera stærri íhlutunarrannsókn á þessum hópi einstaklinga. Ákjósanlegt væri að hafa úrtakið stærra, hafa samanburðarhóp og skoða hvernig mismunandi tegundir líkamsþjálfunar hafa áhrif á líkamlegt og andlegt heilsufar einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma. Einnig væri áhugavert að rannsaka hvaða þættir stuðla að óheilbrigðum lífsstíl þessara einstaklinga og skoða hvað einkennir þann lífs- stíl. Þá væri líka mögulegt að nota samskonar íhlutun og í þessari rannsókn og auka vægi fræðslu um næringu og skráningu mat- aræðis. Þá væri fróðlegt að auka tímalengd íhlutunar ásamt því að kanna hvort að aukning hreyfingar haldi áfram eftir að rann- sóknartímabili lýkur. Að lokum væri einnig áhugavert að skoða hvort munur sé á áhugahvöt sjúklinga varðandi hreyfingu, bæði almennt og eftir að meðferð með geðrofslyfjum hefst. Styrkleikar og veikleikar Fáar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi og er- lendis. Þátttökuhlutfall var ásættanlegt miðað við fjölda sjúklinga á endurhæfingardeildinni þar sem rannsóknin fór fram. Brottfall var lítið og niðurstöður voru heilsufarslega jákvæðar fyrir þátttak- endur. Hreyfingin var einstaklingsmiðuð og var bæði boðið upp á hóp- og einkaþjálfun. Einnig var íhlutunartímabilið nokkuð langt miðað við rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar á þessum hóp. Aðeins 17 einstaklingar samþykktu að taka þátt í rannsókninni og því var úrtakið frekar lítið, sem leiðir til skorts á afköstum í öllum greiningum gagnanna. Endurhæfingardeildin sinnti mjög fámennum skjólstæðingahópi á þeim tíma sem rannsóknin fór fram, sem gerði erfitt um vik að hafa samanburðarhóp og því erfitt að fullyrða hvort íhlutunin hafi skilað þeim árangri sem hér hefur verið greint frá. Eins höfðu rannsakendur ekki vitneskju um hreyfingarmynstur þátttakenda áður en íhlutun hófst, slíkar upplýsingar hefðu auðveldað rannsakendum að draga ályktanir af íhlutuninni. Einnig má nefna að ekki varð hjá því komist að gera lyfjabreytingar á íhlutunartímabilinu í einstaka tilfellum, sem gætu litað niðurstöður rannsóknarinnar. Allir þátttakendur í rannsókninni héldu einnig áfram í sinni hefðbundnu meðferð sem gæti á einhvern hátt litað niðurstöður. Það að sá aðili sem framkvæmdi rannsókn og íhlutun tók jafnframt einstaklingsvið- töl gæti mögulega hafa haft áhrif á svör þátttakenda. Ályktun Niðurstöður benda til þess að íhlutun sem þessi sé æskileg fyrir unga einstaklinga með geðklofa. Þátttakendur hreyfðu sig meira, þeir þyngdust ekki og leið betur andlega að lokinni íhlutun. Regluleg hreyfing og leiðsögn um heilbrigðan lífsstíl virðast vera áhrifarík viðbót við meðferð einstaklinga með alvarlega geðsjúk- dóma. Þakkir Rannsóknin var styrkt af vísindasjóði Landspítalans. Rann- sakendur standa í þakkarskuld við alla þá sem tóku þátt í rann- sókninni og starfsfólk á geðsviði Landspítalans sem gaf sér tíma og þolinmæði í þágu verkefnisins. Eins fá eigendur World Class þakkir fyrir að leyfa þátttakendum að æfa án endurgjalds meðan á rannsókn stóð. R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.