Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2015, Side 27

Læknablaðið - 01.11.2015, Side 27
LÆKNAblaðið 2015/101 527 Ég tel að mikilvæg leið til að viðhalda byggðum landsins sé að efla heilbrigðis- þjónustu þeirra. Í þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014-2017 kemur fram í kaflanum um opinbera þjónustu að markmiðið sé að „íbúar landsins, óháð búsetu og efnahag, njóti sömu tækifæra hvað varðar aðgengi að opinberri grunn- þjónustu og kröfur eru gerðar um í nú- tímasamfélagi og að á tímabilinu 2014-2015 verði réttur landsmanna til grunnþjónustu í öllum landshlutum skilgreindur á helstu sviðum opinberrar þjónustu, svo sem að því er varðar heilbrigðisþjónustu, lög- gæslu, menntun, menningu, samgöngur og fjarskipti.“ Það kemur einnig fram að fjölga eigi vel menntuðum einstaklingum á „varnarsvæðum“ landsins. Byggðastofnun í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga og stýrinet stjórnarráðsins bera ábyrgð á að framfylgja þessari áætlun. Ein af ástæðum þess að fólk flytur úr dreifbýli er sú að fólk menntar sig burt. Oft er því þannig farið að þegar ungt fólk utan af landi lýkur framhaldsmenntun, fær það ekki vinnu við hæfi í sinni heimabyggð og flyst því til höfuðborgar- svæðisins. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni eru mikilvægar sem atvinnuveitendur í mörgum bæjum á Íslandi og oft eru þær eini vinnustaðurinn fyrir fólk með heil- brigðistengda menntun. Sem dæmi má nefna að á Akranesi er sjúkrahúsið stærsti vinnustaðurinn og á Hvammstanga er Heilbrigðisstofnunin einn stærsti vinnu- staðurinn í Húnaþingi vestra fyrir utan sveitarfélagið sjálft og svona mætti lengi telja hringinn í kringum landið. Landsbyggðin þarf hins vegar sífellt að búa við þá umræðu að sjúkrahúsin þar séu rekstrarlega óhagkvæm og best væri að sem mest af þjónustunni væri veitt í Reykjavík. Vissulega er þetta rétt ef bara er horft á beinharðan kostnað við rekstur þjónustunnar. Það eru þó ekki bara óhag- stæðar rekstrareiningar á landsbyggðinni því segja má að í raun sé Ísland í heild sinni óhagstæð rekstrareining. Það hefur háð starfsemi heilbrigðis- stofnana úti á landi að hún er brothætt og viss starfsemi hefur jafnvel staðið og fallið með einum einstaklingi. Þetta á þó ekki bara við um landsbyggðina. Í launadeilum lækna var raunveruleg hætta á því að ekki yrði hægt að manna Landspítalann með sérfræðilæknum til að halda uppi því þjónustustigi sem við eigum að venjast. Landspítalinn var þá í raun kominn í sömu stöðu og landsbyggðarsjúkrahúsin. Það eru fá lönd sem við getum borið okkur saman við þegar kemur að skipu- lagi heilbrigðisþjónustu og við verðum því að vera með sérsniðnar lausnir. Ef við viljum bera okkur saman við önnur lönd er viss samsvörun milli Íslands og Noregs. Rannsóknir í Noregi hafa sýnt að fólk vill fá sem mesta heilbrigðisþjónustu í sinni nærbyggð (borte er bra, men hjemme best) og þegar kemur að gæðum minni að- gerða, er ekki munur á því hvort aðgerðin er framkvæmd á stóru eða litlu sjúkrahúsi. Aðrar norskar rannsóknir sýna að þegar sjúklingar voru spurðir um hvað væri mikilvægast fyrir þá hvað heilbrigðis- þjónustununa varðar, var númer eitt að heilbrigðisstarfsfólkið hefði góða menntun og númer tvö að meðferðin virkaði. Númer þrjú var svo nálægð þjónustunnar. Enn aðrar rannsóknir sýndu að upplifun sjúklinga af minni sjúkrahúsum var betri en af þeim stærri. Hafa verður í huga að í mörgum til- fellum er nálægð við þjónustuna gæði útaf fyrir sig, til dæmis ef einstaklingar þurfa að leggjast oft inn, ef þeir þurfa að ferðast um langan veg og sérstaklega í þeim bráðatilfellum þar sem tími er mikil- vægur þáttur. Heilbrigðisráðherra Noregs, Bent Høie, telur að minni sjúkrahús eigi að vera best í að eiga við það sem hrjái marga (Lokalsykehusene skal bli best på det som feiler folk flest) og að þeir sem þurfa oft á sjúkra- húsvist að halda eigi að fá tilboð um það í sinni heimabyggð. Ofangreint má vel heimfæra upp á Ísland, það er að flestir vilji fá sem mesta heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. En hvernig styrkjum við sjúkrastofn- anir á landsbyggðinni? Það þarf að líta á Ísland sem eitt heil- brigðissvæði. Skilgreina þarf, út frá læknisfræðilegu sjónarmiði, hvaða lág- marksþjónusta á að vera á hverjum stað og hvernig henni verði sinnt. Síðan má ákveða hvaða aðrir möguleikar finnast til eflingar á starfsemi viðkomandi staðar og hvaða viðbótarþjónustu mætti sinna á hverjum stað. Styrkja þarf samvinnu milli Land- spítalans og heilbrigðisstofnana úti á landi og tryggja þarf eins og hægt er samfellu í þjónustunni með því að sameina starfs- krafta. Þetta á sérstaklega við um sjúkra- húsin í nágrenni Reykjavíkur þar sem stutt er fyrir lækna að fara á milli staða. Ekki má gleyma að læknisverk, eins og til dæmis aðgerðir, skapa afleidd störf. Að halda kvóta í héraði er gott, enn betra er að hlúa að vinnustöðum með fjöl- breytt framboð á sérhæfðum störfum. Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í Þorbjörn jónsson, formaður orri Þór ormarsson, varaformaður Björn Gunnarsson, gjaldkeri Magdalena Ásgeirsdóttir ritari Arna Guðmundsdóttir Hildur Svavarsdóttir Magnús Baldvinsson Tinna Harper Arnardóttir Þórarinn Ingólfsson Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Stjórn lÍ Byggðastefna og heilbrigðisþjónusta Orri Þór Ormarsson barnaskurðlæknir á Landspítala og í stjórn Læknafélags Íslands otormarsson@hotmail.com CHAMPIX hindrar áhrif nikótíns. Eins og nikótín veldur það losun dópamíns, en í minna magni, og dregur þannig úr jákvæðri upplifun af reykingum, auk þess að minnka nikótínþörf og fráhvarfseinkenni.1-4 Með þessu rýfur CHAMPIX lyfjafræðilegar ástæður fíknar hjá reykingamönnum.5 Aðstoðaðu skjólstæðinga þína við að hætta að reykja og losna við nikótínfíkn með CHAMPIX1 Hindrum áhrif nikótíns og hjálpum reykingamönnum að hætta að reykja Hættum að reykja án nikótíns Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir CHAMPIX. 2. Coe JW, Brooks PR, Vetelino MG et al. Varenicline: an a4β2 nicotinic receptor partial agonist for smoking cessation. J Med Chern 2005; 48:3474-3477. 3. Gonzales D, Rennard Sl, Nides M et al. Varenicline, an a4β2 nicotinic acetylcholine receptor partial agonist, vs sustained release bupropion and placebo for smoking cessation. A randomized controlled trial. JAMA 2006; 296:47-55. 4. Jorenby DE, Hays JT, Rigotti NA et al. Efficacy of varenicline, an a4β2 nicotinic acetylcholine receptor partial agonist, vs placebo or sustained-release bupropion for smoking cessation. A randomized controlled trial. JAMA 2006; 296:56-63. 5. Benowitz NL. Pharmacology of Nicotine: Addiction, Smoking-Induced Disease, andTherapeutics.Annu Rev Pharmacol Toxico 2009; 49:57-71. CHAMPIX (vareniclin) 0,5 mg og 1 mg filmuhúðaðar töflur Ábendingar: CHAMPIX er notað hjá fullorðnum til að hætta reykingum. Skammtar: Ráðlagður skammtur er 1 mg vareniclin tvisvar á sólarhring eftir skammta- aðlögun í eina viku skv. eftirfarandi: Dagur 1-3: 0,5 mg einu sinni á sólarhring. Dagur 4-7: 0,5 mg tvisvar á sólarhring. Dagur 8 til lok meðferðar: 1 mg tvisvar á sólarhring. Sjúklingur skal velja dag sem á að hætta að reykja. CHAMPIX meðferð skal venjulega hefjast 1-2 vikum fyrir þann dag. Meðferð með CHAMPIX skal standa yfir í 12 vikur. Fyrir þá sjúklinga sem eru algjör- lega hættir að reykja eftir 12 vikna meðferð má hugleiða 12 vikna viðbótarmeðferð með 1 mg tvisvar á sólarhring til að auka líkur á áframhaldandi reykbindindi. Íhuga skal að leyfa sjúklingum sem ekki hafa getu eða vilja til að hætta snögglega að reykja að minnka reykingarnar smám saman með CHAMPIX. Sjúklingar ættu að draga úr reykingum á fyrstu 12 meðferðarvikunum og hætta þeim í lok þess tímabils. Sjúklingar skulu því næst halda áfram að taka CHAMPIX í 12 vikur til viðbótar, sem þýðir að meðferðin varir í alls 24 vikur. Sjúklin- gar, sem langar til að hætta að reykja en tókst ekki að hætta meðan á fyrri meðferð með CHAMPIX stóð, eða byrjuðu aftur eftir meðferðina, geta haft gagn af því að reyna aftur að hætta að reykja með CHAMPIX. Sjúklingar sem ekki þola aukaverkanir CHAMPIX geta fengið skammtinn minnkaðan niður í 0,5 mg tvis- var á dag, tímabundið eða allan tímann sem lyfjagjöf stendur yfir. Minnka má skammta í 1 mg einu sinni á sólarhring fyrir sjúklinga með meðal svæsna nýrnabilun finni þeir fyrir óþægilegum aukaverkunum. Ráðlagður skammtur fyrir sjúklinga með alvar-lega nýrnabilun er 1 mg CHAMPIX einu sinni á sólarhring. Í byrjun skal gefa 0,5 mg einu sinni á sólarhring fyrstu 3 dagana og auka síðan skammtinn í 1 mg einu sinni á sólarhring. Ekki hefur verið enn sýnt fram á öryggi og verkun CHAMPIX hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. CHAMPIX er til inntöku og töflurnar á að gleypa heilar með vatni. CHAMPIX má taka með eða án matar. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. CHAMPIX er undir sérstöku öryggiseftirliti. Vinsam- lega tilkynnið allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Markaðs- leyfishafi: Pfizer Limited. Pakkningar og verð 1. september 2015: Upphafs- pakkning (0,5 mg 11 stk+1 mg 42 stk): 15.611 kr. 8 vikna framhaldspakkning (1 mg, 112 stk): 26.658 kr. Afgreiðs- lutilhögun: R. Greiðslu- þátttaka: 0. Stytt samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) byggð á SmPC dags. 24. júní 2015. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum má hafa samband við umboðsaðila: Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík, sími 540 8000. PF151002 / EU C H AM 1925

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.