Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2015, Qupperneq 29

Læknablaðið - 01.11.2015, Qupperneq 29
LÆKNAblaðið 2015/101 529 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Elínborg Bárðardóttir og Leifur Bárðarson. „Félag íslenskra heimilislækna þrýsti lengi á að þetta yrði að veruleika og við fögnum því mjög að þessi mikilvægi áfangi hafi náðst. FÍH hefur skipað nefnd sem á að vinna að því að taka út kennslustöðvar og þar miðum við við evrópska staðla Euract (European Academy of Teachers in Gereral Practice / Family Medicine) en þar gegndi ég formennsku um tíma. Við munum að sjálfsögðu vinna eftir fyrirmælum mats- nefndarinnar um hvaða kröfur kennslu- stöðvarnar þurfa að uppfylla.“ Sambærilegt því besta sem býðst Alma Eir segir sérnámið í heimilis- lækningum vel undirbúið fyrir þessar breytingar enda hafi fyrsta marklýsing í heimilislækningum þegar legið fyrir 1995 og verið uppfærð síðan, síðast árið 2008. Marklýsingin var gefin út í sérstakri bók ásamt annarri, Hugmyndafræði heimilis- lækninga, sem Ólafur Mixa skrifaði. „Við þurfum að endurrita marklýsinguna núna að nokkru leyti þar sem sérnámið hefur verið fjögur og hálft ár en verður nú 5 ár samkvæmt nýju reglugerðinni. Við þurfum einnig að rita nýja marklýsingu fyrir kandídatsárið þar sem tíminn á heilsugæslunni hefur lengst. Við byggjum á 25 ára reynslu af kennslu í heimilislækn- ingum á Íslandi og við erum mjög stolt af því að geta sagt að skipulag sérnámsins sé mjög gott og standi jafnvel framar því sem er í boði í nágrannalöndunum. Upp- bygging námsins er þannig í grunninn að námslæknirinn tekur þrjú ár á heilsugæslu og tvö ár á spítala. Námslæknirinn verður að sækja skipulagða kennslu, hann verður að hafa mentor og hann verður að standast ákveðin próf og gæðakröfur.“ Alma segir námið þannig byggt upp að námslæknirinn sæki tíma þar sem fer fram formleg kennsla kjarnafyrirlestra. Nemendur mæta undirbúnir og þetta er þriggja ára prógram þar sem fyrir- lestrarnir taka til fjölmargra þátta sér- greinarinnar. Við förum yfir spurningar úr bandaríska heimilislæknaprófinu frá árinu áður og síðan er alltaf BALINT- fundur í lok kjarnakennslunnar. Balint var ungverskur geðlæknir sem rannsakaði ítarlega samskipti lækna og sjúklinga og það eru Katrín Fjeldsted og Þórdís Anna Oddsdóttir heimilislæknar sem leiðbeina á þessum fundum. Við förum síðan með alla hópa sérnámslækna til Oxford á svokall- aða BALINT-helgi með breskum heimilis- læknum og sérnámslæknum. Þetta er gríðarlega gagnlegt námskeið sem allir láta mjög vel af.“ Hver sérnámslæknir hefur mentor eða handleiðara sem þarf að hafa lokið tilskil- inni þjálfun í handleiðslu og við höldum námskeið fyrir handleiðara annað hvert ár. Handleiðarinn fylgist með framvindu námslæknisins, hittir hann reglulega og heldur utan um námsmöppu þar sem öll gögn eru geymd sem snerta námsfram- vinduna. Á hverju ári tekur sérnáms- læknirinn bandaríska heimilislæknaprófið sem er eins konar stöðupróf og þannig sjáum við hvernig viðkomandi er að þroskast og þróast í námi sínu. Þá notum við mikið nokkrar tegundir af mats- blöðum sem Gunnar Helgi Guðmundsson yfirlæknir í Efstaleiti hannaði en það gerir Sérnámslæknar í heim- ilislækningum á góðri stund. Efsta röð frá vinstri: Gunnar Þór Geirsson, Þórunn Hannesdóttir, Anna Kristín Þórhallsdóttir, Ragnar Freyr Rúnarsson, Haukur Heiðar Hauksson, Guðbjartur Ólafs- son og Sveinn Rúnar Sigurðs- son. Miðjuröð frá vinstri: Fríða Guðný Birgisdóttir, Bjarki Steinn Traustason, Sig- urbjörg Ólafsdóttir, Kristrún Erla Sigurðardóttir, Sunna Björk Björnsdóttir, Guðný Ásgeirsdóttir og Hanna Torp. Fremsta röð frá vinstri: Guð- rún Ása Björnsdóttir, Fjölnir Guðmannsson, Julia Leschhorn, Ruth Auffenberg, Víóletta Ósk Hlöðversdóttir og Súsanna Ástvaldsdóttir.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.