Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.2015, Page 33

Læknablaðið - 01.11.2015, Page 33
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R LÆKNAblaðið 2015/101 533 frekar lagt eitthvað til málanna og miðlað af reynslu og þekkingu.“ Ólíkar aðstæður eftir löndum Sveinn segir það bæði styrk og veik- leika WHO að vera samtök margra þjóða. „Það þýðir að þó við í stjórninni sjáum ýmsa veikleika innan ákveðinna landa getum við ekki gengið þar inn og tekið stjórnina. Þar verður að beita öðrum aðferðum. Styrkurinn felst hins vegar í því að þegar mörg lönd hafa tekið sameigin- lega ákvörðun í tilteknu máli er erfitt fyrir einstök lönd að vera á móti. Sérstaklega þegar um er að ræða heilbrigðismál þar sem velferð fólksins er í forgrunni. WHO vinnur að málum á nokkrum þrepum og neðsta þrepið er fólkið á gólfinu, þeir sem fara inn fyrir okkar hönd og aðstoða, fræða og kenna heilbrigðisstarfsmönnum í þeim löndum þar sem vandamálin eru til staðar og skortur á þekkingu. Hvernig rækta á berklabakteríur, hvernig á að leita að smitberum, hvernig á að hindra smit og slík grundvallaratriði. Næsta þrep getur verið að fá sérfræðinga WHO til að skoða ákveðna hluta heilbrigðiskerfis og benda á leiðir til að gera þá skilvirkari og hag- kvæmari, skoða tryggingavernd ákveðinna hópa og lífsstíl þeirra sem getur haft áhrif á aðgang þeirra að heilbrigðiskerfinu. Dæmi um slíkt eru hópar sem sífellt eru á faraldsfæti eins og Rómafólkið eða hópar sem neita að láta bólusetja börnin sín og skapa þannig hættu á því að upp komi faraldrar smitsjúkdóma eins og dæmi eru um. Í þeim löndum sem þurfa mestan stuðning hefur WHO rekið landaskrif- stofur um lengri eða skemmri tíma. Næsta þrep ofan við þetta eru sérfræðingar WHO sem starfa í höfuðstöðvunum í Kaup- mannahöfn. Það geta skapast þær aðstæð- ur tímabundið í tilteknu landi að þörf sé á sérfræðiráðgjöf og þeir sem starfa í höfuð- stöðvunum eru miklir sérfræðingar hver á sínu sviði með mikla reynslu. Efsta lagið getum við síðan sagt að sé aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem samþykktar eru áætlanir fyrir allan heim- inn til lengri tíma samanber markmið um sjálfbærni 2015-2030. Það snertir starfsemi okkar enda er WHO undirstofnun Sam- einuðu þjóðanna. Þar hafa verið gerðir al- þjóðlegir sáttmálar um tiltekna þætti heil- brigðismála sem WHO fylgir síðan eftir. Ég nefni FCTC sáttmálann (WHO Fram- ework Convention on Tobacco Control) þar sem þjóðir heims hafa skuldbundið sig til að draga úr tóbaksnotkun með öllum til- tækum ráðum.“ Fjölónæmar bakteríur eru mikil ógn „Á alþjóðavísu er WHO að fást við að- stæður í ólíkum heimshlutum sem gætu varla verið ólíkari. Annars vegar er verið að reyna draga úr hungurdauða og koma í veg fyrir útbreiðslu mjög auðmeðhöndlan- legra smitsjúkdóma og hins vegar er verið að fást við afleiðingar ofáts og óheilbrigðs lífsstíls sem veldur ýmsum langvinnum og banvænum sjúkdómum.“ Mikilvægi þess að þjóðir hafi með sér náið og öflugt samstarf í heilbrigðismálum er augljóst enda virða sýklar og veirur engin landamæri. „Þetta hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú þar sem flutningar fólks á milli heimshluta eru meiri og örari en nokkurn tíma fyrr í sögu mannkyns. Við stöndum líka frammi fyrir þeirri ógn að gagnvart fjölónæmum bakteríum eru flest sýklalyf gagnslaus. Að óbreyttu stefnum við hraðbyri inn í sama ástand gagnvart bakteríusýkingum og fyrir daga sýklalyfjanna. Það er því miður sáralítið í pípunum hvað varðar ný lyf til að taka á þessu og pípurnar í lyfjaþróun eru mjög langar, 10-15 ár, frá því að einhverjum dettur eitthvað í hug og þangað til nothæft lyf dettur út á hinum endanum. Lyfjafyrir- tækin hafa oft ekki áhuga á veikum mörk- uðum. Ebólufaraldurinn er gott dæmi um þetta þar sem veiran var þekkt frá því um 1980 en svæðið var afmarkað, fátækt og því enginn markaður fyrir lyf gegn þessu. Um leið og Ebólan fór að ógna hinum vest- ræna hluta heimsins var allt sett á fullt og lyf komið fram á rétt rúmlega ári. Það má sannarlega draga lærdóm af þessu.“ „Það er einnig ánægjulegt að Ísland hefur ekki verið mikill þiggjandi aðstoðar WHO frá stofnun eftir síðari heimsstyrjöldina. Við höfum verið í þeirri stöðu að geta frekar lagt eitthvað til málanna og miðlað af reynslu og þekkingu,“ segir Sveinn Magnússon sem nýverið var kjörinn í stjórn Evr- ópusvæðis WHO.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.