Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 43
og hann féllst á það. Ég gegndi svo þessu embætti til ársins 1970. Þá hafði Sigurður Sigurðsson landlæknir hvatt mig til þess að fara út og kynna mér lýðheilsufræði. Hugmynd hans var að ég sækti um land- læknisembættið þegar hann léti af störf- um. Ég fékk styrk frá Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni og ég og fjölskyldan vorum í Bristol í Englandi veturinn 1969-1970 með- an ég sat á skólabekk í lýðheilsufræðum. Guðrún kona mín sem lokið hafði lækna- námi nokkru fyrr notaði tímann til að kynna sér starf á geðdeildum sjúkrahúsa í Bristol og nágrenni og synir okkar tveir og dóttir settust einnig á skólabekk og það fór ágætlega um okkur þennan vetur.“ Það fór þó ekki þannig að Páll Sigurðsson yrði landlæknir heldur varð atburðarásin á annan veg. „Um vorið 1970 þegar ég er í prófum fæ ég bréf frá Egg- erti Þorsteinssyni. Ég hafði kynnst honum nokkrum árum fyrr þegar hann 1962 fékk mig til að taka sæti á lista Alþýðu- flokksins til borgarstjórnarkosninga og ég lenti óvænt í borgarstjórn 1966 þegar Alþýðuflokkurinn bætti við sig manni. Eggert var þarna orðinn sjávarútvegs- ráðherra og með nýjum lögum um Stjórnarráð Íslands sem gengu í gildi 1. janúar 1970 var stofnað heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti og Eggert fór einnig með það. Hann bað mig að hitta sig í London og erindið var að spyrja hvort ég vildi taka að mér embætti ráðuneytisstjóra í hinu nýja ráðuneyti. Ég lofaði að skoða það, ákvað að sækja um embættið og var skipaður. Ég tók svo við embættinu þegar ég kom heim sumarið 1970. Ég lenti í hálf- gerðum vandræðum þegar kom að því að ráða fólk í nýja ráðuneytið. Ekkert af því fólki sem sinnt hafði þessum málaflokkum í félagsmála- og dómsmálaráðuneytinu vildi skipta um ráðuneyti. Ég þurfti því að leita annað en var strax í upphafi mjög heppinn með starfsfólk. Það kom svo í ljós mjög fljótt að það var ekki nokkur leið fyrir mig að starfa sem læknir meðfram starfinu í ráðuneytinu. Ég varð að vera tiltækur hvenær sem ráðherrann þufti á að halda og því gat ég ekki bundið mig annars staðar á ákveðnum tímum. Oftast komu ráðherrarnir í ráðuneytið seinnipart dags þegar starfinu í þinginu var lokið og þá varð maður að vera til staðar. Guðrún fékk starf deildarlæknis á geðdeild Borgar- spítalans eftir að við komum heim og lauk síðan sérnámi í geðlækningum. Hún varð fyrsta konan til að fá sérfræðileyfi í geðlækningum hér á landi í byrjun árs 1976.“ Afnám tilvísanakerfisins var mikill skaði „Það merkilega var að ég saknaði þess ekkert að hætta sem læknir og gerast emb- ættismaður. Ég hafði reyndar ætlað mér að „Það sem situr eftir er þó sú staðreynd að þrátt fyrir að ráðherrarnir væru margir og úr flestum flokkum voru þeir í grundvallaratriðum sammála um hlutverk og mikilvægi heil- brigðisþjónustunnar,“ segir Páll Sigurðsson læknir og fyrrum ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. LÆKNAblaðið 2015/101 543 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.