Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.2015, Page 46

Læknablaðið - 01.11.2015, Page 46
546 LÆKNAblaðið 2015/101 Læknastöður á Heilbrigðisstofnun Austurlands FÖST STAÐA LÆKNIS Í HEILSUGÆSLU Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða lækni með aðalstarfsstöð á Egilsstöðum. Um er að ræða 100% stöðugildi og veitist staðan frá 1. janúar 2016 eða eftir samkomulagi. Austurland er stórt og dreifbýlt með um 11 þúsund íbúa, þar sem Heilbrigðisstofnun Austurlands sinnir allri heilsugæsluþjónustu á mörgum stöðvum og rekur líka Umdæmissjúkrahús Austurlands/FSN. Aðalstarfsstöð læknis er Egilsstaðir, miðlægt á Austurlandi. Þar er alþjóðlegur flugvöllur með millilandaflugi og heilsugæslan hefur tæplega 4000 íbúa á sínu svæði. Þar er mikil ferðamennska og svæðið, eins og allt Austurland, býður upp á fjölbreytt tækifæri til afþreyingar. Á stöðinni starfa nú tveir sérfræðingar í heimilislækningum, húðsjúkdómalæknir í 1/2 starfi (þjónar öllu Austurlandi) og afleysingalæknir. Þrír námslæknar eru tengdir stöðinni. Annað fast fagfólk stöðvarinnar er m.a. hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sjúkraliðar, lífeindafræðingur, geislafræðingur, iðjuþjálfi og sjúkraþjálfarar. Helstu verkefni og ábyrgð - Almennar lækningar. - Heilsuvernd. - Vaktþjónusta. - Kennsla nema. - Þátttaka í vísindastarfi, gæða- og umbótaverkefnum. Hæfnikröfur - Leitað er að sérfræðingi í heimilislækningum eða eftir atvikum annari sérgrein. Læknir með almennt lækningaleyfi kemur einnig til greina. - Sjálfstæði í starfi, skipuleg og öguð vinnubrögð. - Reynsla af og vilji til þverfaglegrar samvinnu (teymisvinnu). - Áreiðanleiki, faglegur metnaður, jákvæðni og sveigjanleiki. - Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum frá einstaklingum sem ekki teljast upp fylla framangreind skilyrði. - Íslenskukunnátta áskilin. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember 2015. Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem fást á vef Embættis landlæknis; www. landlaeknir.is, til HSA, mannauðsstjóra, Lagarási 22, 700 Egilsstöðum. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðn- ingar. Umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um nám, starfsreynslu, kennslu og vísindastörf, ásamt afriti af greinum sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað. Mat HSA byggist á innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða tekin við umsækj- endur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim. Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA. Nánari upplýsingar veita: Óttar Ármannsson, yfirlæknir Egilsstöðum, s. 470-3000, netf. ottar@hsa.is, Emil Sigurjónsson, mannauðsstjóri, s. 470-3053 og 895-2488, netf. emils@hsa.is og Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 470-3052 og 860-6830, netf. petur@hsa.is. HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Vopnafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. Umdæmissjúkrahús Austur- lands er í Neskaupstað. HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu. AFLEySINGA - LÆKNIr Nú þegar er laus staða afleysingalæknis með aðalstarfsstöð á Egilsstöðum. Tímalengd starfs er samkomulagsatriði. Helstu verkefni eru almennar lækningar, heilsuvernd og vaktþjónusta. Leitað er að lækni með almennt lækningaleyfi og lögð áhersla á áreiðanleika, faglegan metnað, jákvæðni og sveigjanleika. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2015. Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem fást á vef Embættis landlæknis; www. landlaeknir.is, til HSA, mannauðsstjóra, Lagarási 22, 700 Egilsstöðum. Nánari upplýsingar veita sömu aðilar og um sérfræðistöðuna.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.