Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Qupperneq 22
Húsbrot
Orðið húsbrot fékk alveg nýja merkingu 17. júní þegar óðalsbóndi á Álftanesi sótti sér skurðgröfu og braut og
bramlaði íbúðarhús sem hann hafði
misst í hendur bankans síns. Húsið
hafði hann byggt með eigin höndum
og kaus að rífa það sjálfur frekar en
horfa á eftir því í fasteignasafn bank-
ans. Óhætt er að segja að blessað-
ur maðurinn hafi slegið í gegn með
þessu uppátæki sínu og þrátt fyrir að
um skýlaust lögbrot sé að ræða nýtur
hann samúðar fjöldans enda eru þeir
líklega vandfundnir Íslendingarnir
sem bera hlýjan hug til banka þessa
dagana. Og breytir þá engu hvort
bankarnir kalli sig skilanefndir eða
beri forskeytið „nýi“.
Drjúgum fjölda fólks, sem nú leigir sér þak yfir höfuðið af bönkunum eftir að lán þess urðu óyfirstíganleg, finnst
sjálfsagt bankarnir hafa gert sig seka
um húsbrot og sér því eitthvert dás-
amlegt ljóðrænt réttlæti í því að hús-
eign peningastofnunar hafi fallið fyrir
hendi fyrri eiganda sem koxaði eftir
efnahagshrunið.
Svarthöfði sér húsbrotið á Álfta-nesi fyrst og fremst sem gjörn-ing. Einhvers konar listaverk sem á miklu frekar erindi á
tvíæringinn í Feneyjum frekar en einn
vitleysingur að mála annan í sunds-
kýlu á hverjum degi í hálft ár. Rústirn-
ar á Álftanesi með númerslausan bíl í
ómerktri gröf sem toppaði alveg tak-
markalausa snilldina er listaverk sem
allur almenningur skilur. Það er tákn-
rænt á svo mörgum plönum og höfðar
til skynjunar, skynsemi og óheflaðra
tilfinninga. Brakið á Álftanesi er jafn-
rökrétt framhald af „Helvítis, fokking
fokk“ og Rocky III var af Rocky II.
Þrátt fyrir að almenningi virð-ist yfirleitt finnast húsbrot-ið bráðsniðugt eru auðvitað ekki allir á einu máli og eitt-
hvað er verið að hártogast um hversu
skynsamlegt þetta var. Hvort þetta
sé réttlætanlegt og hvort þetta sé til
eftirbreytni. Einhverjir óttast meira að
segja að þetta verði að álíka trendi og
að berja búsáhöld þannig að hér sé
umhverfisslys í uppsiglingu. Að hvert
sem litið verði muni húsarústir blasa
við eftir því sem fleiri heimili falla
bönkunum í skaut.
Svarthöfði hugsar ekki eftir þessum brautum og honum er nákvæmlega sama hvort gjörningurinn á Álftanesi sé
upphafið að einhverju eða endir. Í
bókum Svarthöfða skiptir það engu
máli enda metur Svarthöfði hluti
og fólk bara út frá því hvort þeir séu
hallærislegir eða töff. Og húsbrotið á
Álftanesi var mjög töff.
föstudagur 19. júní 200922 Umræða
Sandkorn
n Hátekjuskatturinn sem
Steingrímur J. Sigfússon og
samherjar í ríkisstjórn boða
að eigi að leggjast á tekjur yfir
700 þúsund krónum. Hægri-
bloggarinn Friðjón R. Frið-
jónsson lék
sér að því
að kanna
muninn á
hátekju-
skatti og
þingfar-
arkaupi
fyrr og nú
og komst
að þeirri niðurstöðu að laun
þingmanna eru alltaf rétt
undir „velsæmismörkum“
eins og hann nefnir mörk-
in þar sem hátekjuskattur-
inn leggst á. Þegar hátekju-
skattur var lagður á 1992 var
þingfararkaup 89,9 prósent
af töfratölunni þar sem há-
tekjuskatturinn leggst á. Nú
er þingfararkaupið 74 prósent
af töfratölunni og 85 prósent
ef álag sem þingflokksfor-
menn, varaforsetar Alþingis
og nefndaformenn fá.
n Frægð Ástu Ragnheiðar
Jóhannesdóttur rís senni-
lega hærra nú eftir að hún
varð forseti
Alþingis
en nokkru
sinni fyrr
á stjórn-
málaferli
hennar.
Kraftmikill
einleikur
hennar á
bjöllu for-
seta þegar hún stöðvaði Sig-
mund Davíð Gunnlaugsson,
formann Framsóknarflokks-
ins, af í ræðustól Alþing-
is vakti það mikla athygli í
fréttatímum sjónvarpsstöðv-
anna í vikunni að það hefur
varla farið framhjá mörgum.
Bjallan átti þó aftur eftir að
hljóma í vikunni og þegar
Birgitta Jónsdóttir spurði for-
sætisráðherra spjörunum úr
á fimmtudag sló Ásta Ragn-
heiður taktfast í bjölluna og
áminnti þingmanninn í sífellu
um hvernig bæri að ávarpa
forseta og ráðherra.
n Stutt hlé varð þó á tón-
um bjöllunnar þegar Ásta
Ragnheiður Jóhannesdótt-
ir, forseti
Alþing-
is, upp-
götvaði
að næsti
þingmað-
ur sem
hafði kvatt
sér hljóðs
var ekki í
þingsaln-
um. Beið hún því stutta stund
þar til Guðlaugur Þór Þórðar-
son skundaði léttum skrefum
í þingsal til að spyrja forsæt-
isráðherra spjörunum úr. Eitt
sem vakti ekki minni athygli
áhorfenda en spurningarn-
ar var ný hárgreiðsla þing-
mannsins sem var orðinn svo
snöggklipptur að einhverj-
ir veltu fyrir sér hvort þarna
væri kominn fyrsti snoð-
klippti þingmaður sögunnar.
LyngháLs 5, 110 reykjavík
Útgáfufélag: útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„KR hefur öllu að tapa.“
n Ásmundur Haraldsson, þjálfari Gróttu, um
leik liðanna í 32 liða úrslitum bikarsins. - DV
„Þetta er ein af æðstu
stöðum innan menning-
arlífs á Íslandi.“
n Sigurður Kaiser hefur verið hvattur til að
sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra. - Fréttablaðið
„Lazarov leit út
eins og tíu ára
stelpa á vellin-
um.“
n Landsliðsmarkvöðurinn Björgvin Páll
Gústavsson pakkaði stórskyttu Makedóna, Kiril
Lazarov, saman í Höllinni. - RÚV
„Fyrrverandi stjórnendur
Landsbankans bera alla
ábyrgð á Icesave.“
n Framsóknarmaðurinn og fyrrverandi
Iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, veit hverjir
eiga sökina. - pressan.is
„Ég var einu sinni
handtekinn
fyrir að reyna
að brjótast inn
í bíla í beinni
útsendingu en
ég var bara að
þykjast.“
n Jón Gnarr rifjar upp
hressandi fíflagang Tvíhöfða
á sínum tíma.
- Morgunblaðið
Til varnar tortryggni
Leiðari
Þeir sem vilja eyða tortryggni og endurvekja samstöðuna á Íslandi mættu athuga að brennt barn sem ekki forðast eldinn er að öllum lík-
indum greindarskert.
Það er ekkert að því að vera greindar-
skertur eða glaðlyndur í hvívetna, en sá sem
mælir fyrir slíku viðhorfi fyrir heila þjóð ætti
með réttu að vera tortryggður. Allt bend-
ir nefnilega til þess að það hafi verið skort-
urinn á tortryggni sem gerði yfirvöldum og
bönkum kleift að stefna almenningi í mesta
fjárhagstjón síðari ára.
Undanfarið hefur verið töluverður áróður
gegn tortryggni og afsprengi hennar, gagn-
rýni. Sigríður Benediktsdóttir í rannsóknar-
nefnd um efnahagshrunið átti að víkja vegna
þess að hún gagnrýndi hið augljósa, að hér-
lendis hefði vantað eftirlit. Annaðhvort vant-
aði eftirlitið, eða eftirlitið sá það sem var að
og gerði ekkert í því. Það er vægari skoðun að
telja eftirlitið hafa stundað gáleysi, frekar en
vanrækslu að yfirlögðu ráði.
Eva Joly, ráðgjafi í rannsókninni, átti líka
að víkja, meðal annars vegna þess að hún
væri að ala á tortryggni.
Það er þekkt í rannsóknum félagsfræð-
innar að hópur sem mætti kalla yfirstétt
svarar öðruvísi um álitamál í þjóðfélaginu
en aðrir borgarar. Þessi hópur er tiltölulega
fámennur, en samanstendur af stjórnendum
og þeim sem hafa mun hærri tekjur en hinn
venjulegi maður.
Taka mætti dæmi af stýrivöxtum. Háir
vextir eru góðir fyrir þá sem eiga mikið fé, því
þeir auka vaxtagróðann á sparifénu. Þeir eru
vondir fyrir þá sem skulda, því þeir hækka
skuldirnar. Áhrif stýrivaxta eru afstæð eftir
því hvaða stétt þú tilheyrir. Svo vill til að hóp-
ur þeirra sem hagnast á háum vöxtum er fá-
mennur og í tilfelli Íslands eru flestir þeirra
erlendis. Samstaða á ekki við í þessu tilfelli,
en samt er þetta eitt mikilvægasta álitamálið
í landinu.
Svo vill til að hefðbundnum fjölmiðlum
er jafnan stjórnað af stétt stjórnenda, og slíkt
fólk er yfirleitt fengið til að veita álit sitt í fjöl-
miðlum. Vald hefðbundinna fjölmiðla hef-
ur hins vegar farið þverrandi, vegna þess að
skoðanavaldið hefur dreifst á netinu.
Skortur á tortryggni hentar til dæmis
þeim sem vilja aðhafast án eftirlits og þeim
sem hafa unnið gegn hagsmunum almenn-
ings. Tortryggni upp að einhverju marki er
hins vegar nauðsynleg í hagsmunagæslu fyr-
ir almenning. Enginn getur heimtað traust.
Það ávinnst með hæfni og heiðarleika.
Vegna hrunsins hefur almenningur
myndað með sér eina virka móteitrið gegn
spillingu yfirvalda og ranggjörðum gegn
fjöldanum. Það er heilbrigt að almenn-
ir borgarar tortryggi yfirvöld. Þeir ættu að
fylgjast með hverri einustu aðgerð yfirvalda,
ekki síst rannsókninni á misgjörðum þeirra
sem nærðust á krosseignatengdum gervi-
viðskiptum sem almenningur borgar nú fyr-
ir. Það gagnrýna lífsviðhorf sem Íslendingar
hafa öðlast síðustu níu mánuði er of mikil-
vægt til að því verði eytt með ástæðulausri
samstöðu og blindu trausti.
Tortryggni er ekki vandinn, hún er lausn-
in.
Jón trausti reynisson ritstJóri skrifar. Tortryggni er ekki vandinn, hún er lausnin.
bókStafLega
Kreppan gerir kröfur
Kreppa er yndislegur tími og gefur
manni svo ótrúlega margt. Allir fá sítt
að aftan, vegna þess að menn hafa
ekki augu í hnakkanum og sjá svo illa
til þegar hnakkalubbinn er klippt-
ur með óæfðum handtökum. Maður
gerir þetta bara sjálfur og það besta er
að maður hefur bara yndi af. Og eftir
að hafa klippt hárið sjálfur fer maður
á rúntinn með strætó, fer í göngutúr
um hverfið eða situr á tröppunum
heima og horfir á tré og runna, fugla,
flugur og jafnvel frjálsa ánamaðka
sem skríða yfir gangstéttina. Arfi og
fíflar verða hið ótrúlegasta augnayndi
þegar buddan leyfir ekki bíóferðir. Já,
og allt er þetta nánast ókeypis. Að vísu
kostar eitthvað örlítið að fara í strætó.
En það besta er að maður ræður sjálf-
ur hversu langt maður fer. Óáreittur
situr maður í vagni sem malar eins og
saddur og ofalinn köttur.
Ég skal segja ykkur það, kæru
landsmenn, að ég á nágranna sem ég
vissi ekki einu sinni að væru til og ég
hef upp á síðkastið verið sóttur heim
af ættingjum sem ég hafði aldrei heyrt
af. Það koma meira að segja til mín
skólafélagar og tala um bekk sem ég
var aldrei í og ég heyri af kennurum
sem áttu nafnnúmer en fengu aldrei
kennitölu.
Í dag er bruðlið bannað og ilmur af
ódýru sápustykki er sá svitalyktareyð-
ir sem í boði er. Núna er vatnið besti
drykkurinn og maður er að smakka
mat sem bragðast bara þokkalega,
jafnvel þótt slíkt óæti hefði varla þótt
hæfa til manneldis hér í eina tíð.
Núna er jafnvel yndislegt að hlusta
á heimska framsóknarmenn. Ég er
svo glaður að ég horfði fimm sinnum
á litla strákinn sem talar eins og kálf-
ur á súlfalyfjum. Æ, hann þarna sem
er alltaf að lofa öllu fögru og er búinn
að gleyma allri vitleysunni sem Finn-
ur Ingólfsson, Halldór Ásgrímsson og
Valgerður Sverrisdóttir unnu hér um
árið. Já, ég fór á netið og kíkti á ruglu-
dallinn og sá hann verða sér og sín-
um til ævarandi skammar með því að
þráast við eins og óþekkur krakki á
meðan forseti Alþingis reyndi að reka
hnokkann úr ræðustóli.
Já, þegar maður hefur meira að
segja yndi af fíflum þá hefur kreppan
öðlast gildi sem gefur og gleður.
Nú gleymist fólk sem gráðugt hló
er góðærið hér varði
og nú má jafnvel finna fró
hjá fíflum útí garði.
kristján hreinsson
skáld skrifar
„Núna er jafnvel
yndislegt að hlusta
á heimska fram-
sóknarmenn.“
SkáLdið Skrifar
Svarthöfði