Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Side 29
ing. En ég veit ekkert hvar hann er núna. Síð- ast þegar ég hitti yngri bróður minn fór ég með honum á bar í bænum og þar var strax ráðist að okkur: „Þú ert bróðir Guðmundar í Byrginu, ertu kominn til að leita þér að fórnarlambi?“ spurði maður mig inni á staðnum. Ég er svo sem orðinn vanur þessu, en verra er þegar fólk ber ekki virðingu fyrir börnunum manns. Um daginn var ég til dæmis að labba með sex ára stráknum mínum og fjögurra ára dóttur minni þegar maður réðst að okkur og lét öllum ill- um látum og sagði að bróðir minn væri helvít- is fífl og annað í þeim dúr. Ég er auðvitað orð- inn ýmsu vanur, en það er ekki hægt að venjast svona þegar börnin þín eru með þér. Þá er ég alveg extra viðkvæmur.“ „Hefur þú farið í nefaðgerð?“ Sigurður segist oft hafa orðið fyrir aðkasti á síð- ustu tveimur árum. Lætin hafi byrjað 1–2 mán- uðum eftir að Byrgismálið komst í fjölmiðla. Hann lýsir versta atburðinum svona: „Þá var ég að koma út úr 10-11 í Austurstræti og var með syni mínum þegar gaurar hinum megin við götuna byrjuðu að garga á mig. Þegar þeir komu að mér sagði einn: „Hefur þú farið í nef- aðgerð?“ Ég svaraði því neitandi og þá ætlaði hann að dúndra mig, en ég náði að snúa mér undan og akkúrat þá komu tveir lögreglumenn gangandi fyrir hornið, þannig að ég slapp, en ég veit ekki hvernig hefði farið fyrir mér ef þeir hefðu ekki komið,“ segir Sigurður. Hann segist ekki lengur þola að geta ekki gengið um bæinn óáreittur. „Eina fólkið sem kemur almennilega fram við mig er rónarn- ir. Það er ekki eðlilegt. Svo er ég líka alveg lát- inn í friði inni í Samhjálp þegar ég er þar,“ segir Sigurður og er þá að vísa til vinnu sinnar. Hann mætir í Samhjálp að minnsta kosti einu sinni í viku til að vinna að samfélagsþjónustu. „Mér var gefinn kostur á að taka út mína refsingu í formi samfélagsþjónustu.“ Sigurður hefur kom- ist í kast við lögin eftir að halla tók undan fæti í kjölfar Byrgismálsins, þó að aðallega sé um að ræða skuldir sem hann hefur ekki getað borg- að, eins og við komum nánar að á eftir. Boðin vinna í rockville Sigurður kom til landsins árið 2001, en hafði þar á undan búið í Svíþjóð um töluvert skeið. Guðmundur, bróðir hans, bauð honum vinnu og segir Sigurður að hann hafi átt að fá 250 þús- und krónur á mánuði og frítt fæði og húsnæði. Það hafi ekkert verið að hafa í Svíþjóð og því hafi honum litist vel á að koma aftur heim. Hann hafði þarna verið atvinnulaus í um það bil eitt ár. Eftir að hann kom til Íslands breyttist það og segja má að hann hafi bætt atvinnuleysið upp með tvöfaldri vinnu fyrir Guðmund, bróð- ur sinn. „Ég vann eins og brjálæðingur þarna, frá klukkan níu á morgnana fram á kvöld, alla daga. Maður var alltaf að stússast eitthvað.“ Fyrst um sinn eftir komuna til Íslands leið Sig- urði vel og hann kunni vel við að geta lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Það leið hins veg- ar ekki á löngu uns brúnin tók að þyngjast og Sigurð fór að renna í grun að eitthvað misjafnt væri á seyði. komu út með Beltið öfugt og snúið Sigurður segir að fólkið sem hafi unnið fyr- ir Guðmund hafi verið afskaplega gott og allt viljað fyrir hann gera. Nefnir hann sérstaklega gjaldkerann og aðra sem unnu við að skipu- leggja starfsemina. Vandamálið hafi hins vegar verið hve mikil tök Guðmundur hafði á fólkinu, sem hafi verið allt of auðtrúa og auðsveipt Guð- mundi og hans starfsháttum. „Maggi Einars og Raggi Hauks eru perlustrákar, en þeir hlustuðu aldrei á mig þegar ég var að segja þeim að það væri eitthvað skrýtið í gangi. Fólk sagði að ég væri alltaf tuðandi og röflandi, en ég vissi að það væri eitthvað skrýtið á seyði. Ég spurði til dæmis af hverju Guðmundur tæki alltaf einka- viðtöl við stelpur en aldrei við stráka. En það hlustaði enginn.“ Sigurður segist hafa verið orðinn hand- viss um að maðkur væri í mysunni um það bil ári áður en Byrgismálið komst í fjöl- miðla. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi séð konur fara inn til Guðmund- ar og koma út aftur með beltið öfugt og snúið. Segir hann engu máli hafa skipt á hvaða aldri konurnar voru, Guðmund- ur hafi alltaf viljað fá þær í einkaviðtöl. „Ég spurði aftur og aftur að því af hverju hann væri með þessi einka- viðtöl við stelpur, en það ypptu allir bara öxlum. Það skipti engu máli á hvaða aldri konurn- ar voru, Guðmund- ur tók alltaf einka- viðtöl við kvenfólk. Guðmundur er búinn að fara illa með mjög mik- ið af kvenfólki,“ bætir hann við og horfir í ga- upnir sér. Sigurður segist sannfærður um að misnotkun í Byrginu hafi átt sér stað í að minnsta kosti 5 ár áður en málið komst í fjölmiðla. Allan þann tíma vann Sigurður á meðferðarstofnuninni. „Guðmund- ur var alltaf á flótta þegar ég kom inn til hans og ég þekki bróður minn nógu vel til að vita að eitthvað meira en lítið var að. En ég gat aldrei sannað neitt. Mér fannst þetta hræðilegt, því að við vorum alltaf svo góðir bræður og ég fann að hann var að fela eitthvað fyrir mér,“ seg- ir Sigurður og andvarpar. Hann segist aldrei hafa getað rætt í einlægni við bróður sinn þegar þarna var komið og að andrúmsloftið milli þeirra bræðranna hafi verið orðið þving- að. Þrátt fyrir það hafi Guðmundur ekki verið smeykur. „Þetta er bara Siggi litli bróðir, hann kjaftar ekkert frá, hugsaði hann örugglega.“ gjaldþrota eftir guðmund Staða Sigurðar er ekki öfundsverð. Fimmtug- ur, allslaus og 75% öryrki. Hann er engin vælu- skjóða og kvartar ekki, en vildi samt gjarn- an eiga möguleika á að vinna sig upp úr því skuldafeni og fjárhagserfiðleikum sem hann lenti í eftir að Byrgismálið kom upp. „Ég er gjaldþrota eftir hann. Það er auðvitað ekki til neitt skuldafangelsi á Íslandi en ef það væri, sæti ég þar inni. En mér finnst ekkert gaman að fá stöðugt einhverja innheimtuseðla inn um lúguna, út af einhverjum lánum sem ég veit ekkert um. Ég átti að fá 250 þúsund krónur á mánuði allan tímann sem ég vann fyrir hann, en ég sá aldrei krónu af því. Svo seldi hann mér bíl sem hann átti ekki og seinna kom í ljós að á honum hvíldu skuldir. Ég hafði borgað honum 750 þúsund krónur á borðið fyrir bíl sem hann átti ekki krónu í. Ég treysti honum bara, þetta var eldri bróðir minn.“ Sigurður man sérstaklega eftir einu atviki sem honum finnst segja meira en mörg orð um föstudagur 19. júní 2009 29Helgarblað „eina fólkið sem kemur almennilega fram við mig er rónarnir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.