Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Síða 41
föstudagur 19. júní 2009 41Sport 200 9 aði því með annarri tillögu og hef- ur FIA nú borið enn aðra tillögu á borð. Útgjaldaþakið verður sett í 100 milljónir punda fyrir næsta tímabil samþykki liðin að lækka það í 45 milljónir punda fyrir tímabilið 2011. Einnig bauð hann að leyfa dekkjahitara áfram og ekki verði tvöföld reglugerð eins og Mosley vildi ná fram fyrir ný lið. Massa pirraður Felipe Massa, ökumaður Ferrari, sem varð annar í keppninni um heimsmeistaratitilinn á síðasta ári er orðinn vel pirraður á deilumál- um keppnisliða og FIA. Massa hót- aði um daginn að hætta þátttöku í Formúlunni. „Staðan er ekki góð eins og er en ef samkomulag næst á milli FIA og FOTA á Formúlan fram- tíð fyrir sér. Ef það tekst ekki verður að skoða rækilega hver besti kostur- inn er í stöðunni. Keppnisliðin virð- ast samheldin hvað sín mál varð- ar og þá gæti verið tími til þess að skoða eitthvað annað sem gæti ver- ið betra fyrir íþróttina,“ segir Massa. „Hvað sem gerist í keppn- inni á Silverstone um helgina verður aksturinn alltaf í skugga pólitík- urinnar í kring- um hann. Þegar ég stýri bílnum kemst ekkert annað að hjá mér. Utan bíls- ins hefur þetta ástand auðvit- að áhrif á mig enda varðar þetta framtíð mína sem ökumaður í Formúlu 1. Við höf- um allir áhyggjur og fylgj- umst rækilega með hvað er að ger- ast. Þetta er samt í höndum þeirra sem stjórna Formúlunni og liðun- um. Ég einn get litlu breytt,“ segir Felipe Massa. SíðaSta keppnin á SilverStone Bretlands-kappaksturinn 2008 efstu menn 1. Lewis Hamilton, McLaren 2. nick Heidfeld, BMW 3. rubens Barrichello, Honda 4. Kimi raikkonen, ferrari 5. Heikki Kovalainen, McLaren ráspóll 2008 Heikki Kovalainen - 1:21:049 Fljótastur í einstökuM hring 2008 Kimi raikkonen, ferrari - 1:32:150 BrautarMet Michael schumacher, ferrari - 1:18:739 Fyrri sigurvegarar 2005: juan Pablo Montoya, McLaren 2006: fernando alonso, renault 2007: Kimi raikkonen, ferrari 2008: Lewis Hamilton, McLaren HeiMiLd: KaPPaKstur.is stigakeppni ökuManna 1. jenson Button, Brawn gP - 61 stig 2. rubens Barrichello, Brawn gP - 35 stig 3. sebastian Vettel, red Bull - 29 stig 4. Mark Webber, red Bull - 27,5 stig 5. jarno trulli, toyota - 19,5 stig 6. timo glock, toyota - 15 stig 7. nico rosberg, Williams - 11,5 stig 8. felipe Massa, ferrari - 11 stig 9. fernando alonso, renault - 11 stig 10. Kimi raikkonen, ferrari - 9 stig 11. Lewis Hamilton, McLaren - 9 stig stigakeppni BílasMiða 1. Brawn gP - 96 stig 2. red Bull - 56,5 stig 3. toyota - 32,5 stig 4. ferrari - 20 stig 5. McLaren - 13 stig 6. Williams - 11,5 stig 7. renault - 11 stig 8. BMW - 8 stig 9. toro rosso - 5 stig 10. force india - 0 stig Max Mosley Á í hörðum deilum við fOta. Íslenski bardagaíþróttamaður- inn Gunnar Nelson verður á með- al þátttakenda á ADCC-mótinu í uppgjafarglímu sem fram fer í september. Þetta er í fyrsta skipt- ið sem Íslendingar eiga keppn- ismann á mótinu sem er talið það erfiðasta í heiminum. Til þess að komast á mótið þarf að vinna eitt- hvað af undanmótunum fyrir það eða fá boð. Gunnar fékk boð enda hefur árangur hans í brasilísku jiu jitsu að undanförnu verið ómann- legur. Hann vann stærsta mót árs- ins, Pan-meistaramótið, og opna bandaríska mótið og rétt missti svo af gullverðlaunum á sjálfu heims- meistaramótinu fyrr í júní. ADCC er keppni sem fær til sín bestu glímumenn heims úr mis- munandi bardagalistum svo sem jiu jitsu, júdó, fjölbragðaglímu, sambo og fleirum og keppa þeir undir sameiginlegum reglum þannig að hver getur notað sinn stíl. Keppendur ráða því hvort þeir klæðist galla, ekki ósvipuðum þeim og notaður er í júdó, og ráða einnig hvort þeir keppi í glímuskóm. Keppninni var komið á laggirn- ar af Sjeik Zayed og er ætluð sem eins konar heimsmeistarakeppni í gólfglímu. Keppt er annað hvert ár og verður afar fróðlegt að sjá hvort Gunnar haldi sínum magnaða ár- angri áfram. tomas@dv.is gunnar Fékk boð á erFiðasta mótið gunnar nelson keppir á erfiðu móti í Barcelona: gunnar nelson Boðin þátttaka í erfiðasta glímu- móti í heimi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.