Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Page 50
Fyrir brjósta- miklar konur Bikinítoppur sem bundinn er um hálsinn. föstudagur 19. júní 200950 Lífsstíll Góð ráð við appelsínuhúð til eru alls kyns skamm- tímalausnir til að koma í veg fyrir appelsínuhúð. Haltu þig frá mat sem inniheldur mikið salt. Borðaðu prótín- og trefjaríkari fæðu. tómatar og kál og sítrusávextir eru sérstaklega góðir. Einnig er gott að drekka grænt te. farðu í ræktina reglulega og mundu eftir því að nudda verstu svæðin á utanverðu lærinu. Ef þú ert á leið út á lífið í stuttum kjól er einnig gott að setja á sig búnkukrem. Það hylur oft appelsínuhúðina – um stund allavega. Umsjón: úlfar finnbjörnsson. Mynd: Karl Petersson Á sumrin má finna grilllykt á hverju götuhorni, enda eru Íslendingar afar duglegir að grilla yfir sumartímann. Fátt er betra á fallegum sumardegi en grillað kjöt eða fiskur og dásam- legt meðlæti. Íslendingum hættir þó oft til að vera svolítið einhæfir í grill- mennskunni en í nýjasta hefti tíma- ritsins Gestgjafans, sem kemur út í næstu viku, má finna ógrynni af bráðskemmtilegum og öðruvísi upp- skriftum fyrir hina fullkomnu grill- veislu. Úlfar Finnbjörnsson, mat- reiðslumeistari Gestgjafans, deilir einni slíkri með lesendum DV. 10 2x2x8 cm laxalengjur 10 grillspjót Teriyaki-sósa: 1 dl teriyaki-sósa 1 tsk. engifer, smátt saxað 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir ½ chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað 1 msk. hunang Setjið allt í skál og blandið saman. Þræðið laxinn á grillspjótin og penslið með helmingnum af sósunni. grillið á vel heitu grilli í 40-60 sek. báðum megin. Berið fram með afganginum af sósunni. Girnileg sumaruppskrift úr Gestgjafanum: laxa-teriyaki með enGifer, hvítlauk oG chili umsjón: Hanna EiríKsdóttir, hanna@dv.is frábærar ferðir um viðey Hægt er að skreppa í frábærar fjölskylduferðir til Viðeyjar í sumar. í boði eru skemmtilegar göngur um eyjuna fallegu og á þriðjudaginn næstkomandi verður haldin nokkurs konar jónsmessuganga og verður hún sú lengsta sem af er árinu. Leiðsögn er í höndum örlygs Hálfdanarsonar bókaútgefanda og mun hann fræða áhugasama um eyjuna fallegu. Áhugasömum gefst þá tækifæri til þess að skoða einn fallegasta stað borgarlandsins þegar sól er sem lægst á lofti undir miðnætti. Einnig geta göngugarpar stoppað við í Viðeyjarnausti og fengið sér hressingu. siglt er frá skarfabakka klukkan 19.15 og er heimferðartími miðaður við lengd göngunnar. gjald í ferjuna er eitt þúsund krónur fyrir fullorðna og fimm hundruð fyrir börn sex til 18 ára. frítt er fyrir börn yngri en sex ára. Leiðsögnin sjálf er ókeypis. Þátttakendur fá gefins Kristal sódavatn frá ölgerðinni. Mikilvægt er að þekkja líkama sinn vel. Mjög fáar konur eru með hinn fullkomna líkama og þess vegna er mikilvægt að vera meðvituð um að velja sér fatnað sem hylur líkamspart- ana sem ekki eru í sínu besta standi og ýta undir það fallega. Þú átt eftir að njóta sumarins svo miklu betur. Finndu rétta bikiníið Ef þú vilt ekki vera í sundbol í sum- ar er til endalaust úrval af bikiníum. Maður þarf einfaldlega að gefa sér tíma til að finna það rétta. Stór að ofan Finndu þér bikiní sem hylur vel og reyndu að sýna eins litla skoru og mögulegt er. Mundu að stuðningur er afar mikilvægur. Bikiní sem bundin eru aftur fyrir háls eru mjög góð fyr- ir brjóstastórar konur. Það sama má segja um sundboli. Grönn að ofan Í þessu tilviki er mikilvægt að finna sér bikiní sem ýtir undir brjóstin og býr til flotta brjóstaskoru. Ef þú ert ekki hrif- in af að sýna brjóstaskoru er alltaf flott að velja sér bikinítopp án banda. Grannt mitti Hér er mikilvægt að velja sér bað- fatnað sem ýkir línurnar. Konur með grannt mitti taka sig einnig vel út í sundbolum án hliða. Breitt mitti Sundbolir og bikinítoppar bundnir um hálsinn. Forðastu mynstruð bik- iní og veldu liti sem vinna með lík- ama þínum og húðlit. Konur með ljósari húð eiga að ganga í sterkari lit- um en þó fara dekkri litir bæði ljósum og dökkum konum vel. Langir leggir Finndu þér töff stuttbuxur eða stutt- pils. Þau gera mikið fyrir leggjalangar konur. Stuttir leggir Finndu þér bikiní sem nær hátt upp á mjaðmir. Ímyndaðu þér sundbol- ina úr Miami Vice-þátt- unum. Einnig er sniðugt fyrir leggjastuttar konur að finna sér bikiní með láréttum röndum. Rend- urnar lengja leggina. Beinar línur Sundbolur eða bikiní með belti eða eitthvað sams konar til þess að búa til mitti. Finndu rétta bikiníið Sumarið er komið og þá draga konur fram baðfötin sín. Margar konur kvíða mikið fyrir þessum tíma árs enda er leitin að réttu baðflíkinni ávallt erfið. Mörgum kon- um líður betur í sundbol, en jafnvel þá er erfitt að finna. DV tók saman nokkur góð ráð til þess að hafa í huga þegar farið er í hinn árlega baðfataleiðangur. Sumarið er komið Og þá þarf að huga að baðfatnaði. Laxa-teriyaki slær í gegn í hvaða veislu sem er. HaFðU þeTTa í HUGa Það er alltaf gott að hafa einhvern með sér í verslunarleiðangurinn. Einhvern sem er ekki hræddur við að vera hreinskilinn. að fá álit einhvers byggir upp sjálfstraustið. Eins er gott að hafa það í huga að taka ekki gagnrýni illa. manneskjan er að reyna að hjálpa þér. Vertu stolt hvort sem þú ert 50 kíló eða 150 kíló. sjálfsöryggi er 80 prósent af líðan þinni. fólk tekur eftir svona hlutum, miklu frekar heldur en aukakílóunum þínum. Ein góð regla er að standa fyrir framan spegilinn og segja við sjálfa þig: „Ég er falleg.“ Haltu þér í góðu formi með því að borða hollan mat og æfa reglulega. Á sumrin er um að gera að kíkja í sund, fara út að hjóla eða í góða göngutúra. Ekki gleyma að þótt þú sért ekki í toppformi ertu að hreyfa þig og það byggir upp sjálfstraustið. Lífið er til þess að njóta þess. Fyrir konur með lítil brjóst Þessi toppur sem Eva Longoria er í er frábær. Fullkominn sundbolur fyrir konur með grannt mitti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.