Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Síða 2
2 miðvikudagur 22. júlí 2009 fréttir ÞROTABÚ SAMSONAR STEFNIR BJÖRGÓLFI Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Landsbankans og stjórnarmanni í eignarhaldsfélag- inu Samson, hefur verið stefnt fyr- ir að hafa notað rúmar 111 milljón- ir króna af fé Samsonar til að greiða eftirstöðvar 500 milljóna skuldabréfs sem var stofnframlag í minningar- sjóð dóttur hans, Margrétar Björg- ólfsdóttur. Skuldabréfið var gefið út til sjóðsins af Björgólfi í ársbyrjun 2005 þegar hann stofnaði minningarsjóð- inn um dóttur sína ásamt eiginkonu sinni, Þóru Hallgrímsson. Björgólfur var því persónulega ábyrgur fyrir því að greiða skuldabréfið sem hann lét Samson svo greiða upp fyrir sig með milljónunum 111 22. febrúar árið 2008. Þetta kemur fram í stefnu þrota- bús Samsonar á hendur Björgólfi, dagsettri 10. þessa mánaðar, sem DV hefur undir höndum. Stefnan er undirrituð af skiptastjóra þrotabús- ins, Helga Birgissyni. Eignarhaldsfélagið Samson var úrskurðað gjaldþrota 12. nóvember síðastliðinn og nema lýstar kröfur í búið tæpum hundrað milljörðum króna. Eignir félagsins eru hins vegar aðeins metnar á 2,3 milljarða króna. Stærsta eign Samsonar, kjölfestu- hluturinn í Landsbankanum sem keyptur var af íslenska ríkinu í árslok 2002 fyrir rúma 11 milljarða króna, varð verðlaus þegar Fjármálaeftirlit- ið tók bankann yfir í október síðast- liðinn en félagið var stofnað gagngert til þess að fara með þennan eignar- hluta. Stefnan gegn Björgólfi í málinu verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 3. september næst- komandi. Þórunn Guðmundsdótt- ir hæstaréttarlögmaður mun gæta hagsmuna Björgólfs í málinu. Björgólfur: Gert í góðri trú Margrét, dóttir þeirra Björgólfs og Þóru, lést af slysförum árið 1989, þá aðeins 33 ára gömul. Sjóðurinn, sem stofnaður var til minningar um Margréti, hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigðu líferni og bættu mannlífi og efla menningu, mennt- ir og íþróttir með styrkveitingum til einstaklinga og félaga, að því er seg- ir á heimasíðu sjóðsins. Fyrst var út- hlutað úr sjóðnum í júní 2005, sam- tals 61 milljón til 178 verkefna á sviði menningar, heilbrigðismála og mennta. Á heimasíðu kemur fram að ekki verði úthlutað úr sjóðnum á ár- inu vegna efnahagskreppunnar. Björgólfur Guðmundsson vill að- spurður ekki tjá sig um málið en seg- ist vita af stefnunni. Hann segir að greiðslan á skuldabréfinu hafi ver- ið innt af hendi í góðri trú í samráði við persónulega ráðgjafa hans og að málið muni nú fara í sinn farveg frammi fyrir dómstólum. Björgólfur kallaði greiðsluna styrk Í stefnunni eru færð lögfræðileg rök fyrir því að líta verði á millifærsl- una út af reikningi Samsonar og inn á reikning minningarsjóðsins sem gjöf til Björgólfs Guðmundssonar frá eignarhaldsfélaginu. Skiptastjóri þrotabúsins fer fram á það í stefn- unni, að með vísun til gjaldþrotalaga að gjöfinni verði rift, enda sé heim- ild fyrir því í lögum að rifta slíkum ákvörðunum um gjafir úr félögum sem svo verða gjaldþrota innan tiltekinna tímamarka. Rökin fyr- ir slíkri riftingu eru þau að félag- ið hafi í raun ekki átt nægilega mikið af eignum til að veita slík- ar gjafir. Því hafi gjöfin verið brot gegn kröfuhöfum fé- lagsins. Í bókhaldi Samsonar er greiðslan fyrir skuldabréf- inu færð inn sem styrkur til minningarsjóðs Mar- grétar og kemur fram í stefnunni að Björg- ólfur hafi gefið þau fyrirmæli að kalla skyldi greiðsluna inn í sjóðinn styrk. Rökin í stefnunni ganga hins vegar út á að andmæla þessari túlkun, eins og áður segir, því um gjöf hafi verið að ræða því per- sónuleg skuld Björgólfs við minningarsjóðinn hafi verið greidd niður til fulls með greiðslunni út af reikn- ingi Samsonar. Lögmaður Björgólfs, Þórunn Guðmundsdóttir, vill aðspurð ekki tjá sig um málið við DV. Hún segist hafa stefnuna undir höndum en að hún ætli ekki að reka málið í fjölmiðlum. Reynt að sýna fram á gjaldfærni DV hefur því ekki náð að verða sér úti um upplýsingar um hvaða vörn- um verði haldið uppi fyrir Björgólf í málinu. Reikna má hins vegar með að vísað verði til þess Björgólfi til varnar að hann og sonur hans Björg- ólfur Thor hafi verið einu hluthafar Samsonar á þeim tíma sem fjármunir félags- ins voru notaðir til þess að greiða skuld Björgólfs eldri við minningarsjóðinn og því sé ekki um að ræða að þeir hafi brotið gegn öðrum hluthöfum. Niður- greiðsla skuldabréfsins mun auk þess hafa verið gerð með fullu samþykki og vilja Björgólfs Thors, sam- Björgólfur Guðmundsson lét eignarhaldsfélagið Samson greiða fyrir sig 111 milljóna króna skuld við minn- ingarsjóð dóttur sinnar Margrétar Björgólfsdóttur sem lést af slysförum langt fyrir aldur fram. Björgólfur stofnaði sjóðinn og ætlaði persónulega að reiða fram 500 milljóna stofnframlag. Þrotabú Samsonar hefur stefnt Björgólfi fyrir að láta Samson gefa sér féð og vill fá það til baka. Björgólfur segir gerninginn hafa verið framkvæmdan í góðri trú. „EINHVER FLÖTUR Á ÞVÍ“ Tölvupóstur Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarformanns Samsonar, til Ág- ústs H. Leóssonar, framkvæmdastjóra Samsonar, 22. febrúar 2008 þar sem gefin eru fyrirmæli um millifærslu af reikningum Samsonar til að greiða skuldabréf Björgólfs Guðmundssonar út af minningarsjóðnum. „F.h. Samson ehf., vinsamlegast seljið í peningamarkaðssjóði og greiðið kr. 111.047.411 inn á 100-26-0000502. kt. 6000-9029. Sendið tölvupóst til staðfestingar greiðslu á edda. sigurbergsdottir@landsbanki.is. Bókhaldið í kringum þetta er kannski dálítið snúið... Orðið hefur að samkomulagi að Samson ehf. greiði eftirstöðvar af skuldabréfi sem BG [Björgólfur Guðmundsson] gaf upprunalega út sem stofnframlag í Minningarsjóð Margrétar Björgólfs- dóttur. Þetta er þriðja greiðslan af fimm. Þó að um sé að ræða skuldabréf gefið út af BG, þá hefði ég viljað líta svo á þetta sé ekki greiðsla fyrir hönd BG heldur einfaldlega framlag í sjóðinn og gjaldfært sem slíkt. Það hlýtur að vera einhver flötur á því...“ InGI F. VIlhjálMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Björgólfi stefnt af þrotabúi samsonar Björgólfi Guðmundssyni hefur verið stefnt af þrotabúi eignarhaldsfélagsins Samsonar fyrir að láta félagið greiða niður persónu- lega skuld hans við minningarsjóð dóttur hans, Margrétar Björgólfsdóttur. 100 milljarða kröfur Kröfurnar í þrotabú Samsonar nema tæpum 100 milljörðum króna en eignir nema 2,3 milljörð- um. Skiptastjóri þrotabúsins, Helgi Birgisson, vill reyna að endurheimta rúmar 111 milljónir sem hann telur að Björgólfur Guðmundsson hafi látið gefa sjálfum sér af fjármunum Samsonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.